Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 16
Kennaraskóli Islands. ar fram. Að skipulagi skólahús- anna þurfa að vinna saman: arkítektinn, maður kunnugur staðháttum, kennari og mennt- aður skólamaður í nýjustu hugmyndum og leiðum. Og „vinna saman“ þýðir: vinna náið saman og skipulega í vernduðum vinnutima. Eins og stendur virðast arkítektar verða að láta sér nægja það sem rekur á fjörur þeirra af tilviljun af uppeldisvísindum. Afskipti hins opinbera virð- ast takmarkast við stærð- ar- og fjármálaeftirlit. Bygg- ingar hljóta að þjóna ibúum sínum, og þekking og reynsla um skóla og nám hefur ger- breytzt og þar með þarfir á skólahúsum. Skal hér aðeins nefnt: áherzlan á hjálp til sjálfsnáms; áhrif formsins, þ.e. umhverfisins, t. d. húsa; þáttur allra skynfæra í námi og þroska; áhrif nemenda á hver annan. Peningar til sköpunar Það þarf peninga i fleira en hús. Kennarar sem koma með nýjar hugmyndir þurfa efni í hendurnar, sem kostar pen- inga. Mér virðist að rikið þurfi að taka þátt í þessum kostnaði, svo að staðhættir eins og hval- ir og olia i Hvalfirði eða póli- tíkin í Hafnarfirði hafi ekki úrslitaáhrif á velgjörning við skóla. Hér má einnig telja nokkra liði, sem væru beinn stuðningur við fámennið: sálfræðiþjónusta (vanhirða um þurfandi einstaklinga á landsbyggðinni er sá þáttur skólakerfisins sem má kalla glæpsamlegan); alhliða uppeldisleg ráðgjöf; aukin fjölbreytni og vísinda- legri og uppeldislegri viðhorf í samningu og gerð námsbóka; úrval handbóka og tímarita fyrir kennara og nemendur — og þar af leiðandi útgáfa hins sama; námskeið og viðhaldsmennt- un kennara; stuðningur við heimsóknir og ráðabrugg skólafólks á ákveðnu svæði (eins og skólarnir á Mið- vesturlandi iðka þegar); koma á skiptum milli kenn- ara á hugmyndum um daglegt starf með útgáfustarfsemi (hugmyndabankinn). Leyfið mér að ræða ögn hvernig mætti nýta umhverfi barnsins með peningahjálp. Nú eru víða uppi raddir (og hafa reyndar alltaf verið) um að tengja þurfi skólana atvinnu- og menningarlifinu i umhverfi sinu. Þetta á vel við þéttbýl svæði, sem bjóða upp á fjöl- breytt áhrif — þó að skipulagið í Reykjavík vinni raunar að þvi að einangra hvert „lif“ fyrir sig. En atvinnu- og menning- arlífið í sveitunum er ákaflega fábreytt; menningarlífið oft takmarkað við skólann og kannski eitt hús í viðbót. Enda hefur sveitaskólunum oft verið plantað fjarri öllum glaumi: Reykjanes, Leirá, Laugarvatn, Skógar. Þó er vafalaust kostur að ganga út frá nánasta um- hverfi barnsins, og má hugsa sér það þrískipt: 1) náttúruna, 2) söguna, 3) stöðu sveitar og atvinnuvega i landinu og í heiminum. Hér er verk að vinna á skipulegan og pedagóg- ískan hátt, bæði að efnissöfn- un og ekki sízt á námskeiði, þar sem faiið væri konkret i það, hvernig má vinna starf- rænt að umhverfiskönnun. Nú hefur þetta verið reynt með átthagafræði og sjálfsagt með nokkrum árangri i þvi að efla skynjun, en það sem vantar er — og við það er óhætt að horf- ast i augu: pólitík í víðustu merkingu í skólana. Faglegt viðhorf og fagleg vernd Nútimalegt sjónarmið hlýtur að vera það að láta visindalegt og mannlegt (húmanískt) sjónarmið ráða stefnu og ákvörðun, bæði i héraði og miðstjórn, en ekki tilviljunar- kennda frekju, annarleg sam- bönd og önnur fjarskyld atriði. Eitt af útbrotunum á strjálbýl- isskólahaldinu er fagmenntun- arleysið í sveitinni. Fyrirsjá í andlegum (og fleiri) efnum vill þá safnast á óeðlilega fáar hendur, nefnilega þeirra sem menntun hafa af einhverju tagi. Ef svo þarf að vera, virðist eðlilegast að sem flestum skóla- málum sé ráðið í skólanum sjálfum. Annmarki á þessu eru hin tíðu kennaraskipti. Þau eru reyndar þrándur i götu fyrir fleiru. Þó að talað sé um faglega vernd, stríðir það ekki á móti samvinnu við ýmsa aðila um skóla. Ég held að öllu sé óhætt að ætla þeim stærri hlut, sem málið kemur persónulega við, þ. e. foreldrum og nemendum. Sjónarmið þeirra er yfirleitt ekki blandað óskyldum kapps- málum. Yfirleitt þarf ekki held- ur að óttast, að fróðleikurinn sé ekki vel þeginn, þ. e. fag- þekking kennarans (ekki ein- ungis námsgreinaþekking) og persónuleg reynsla hinna. — Þessi samvinna þyrfti að vera bæði tæknileg, t. d. um byrj- unarlestur, og hugmyndafræði- leg, um markmið skólans, auk annars. Samvinna við foreldra ásamt stuttri skólavist er e. t. v. skársta lausnin á námi yngstu árganga i sveit, sem eru of ungir til að sækja heima- vist. Þessi samvinna og við- horfaskipti gætu einnig haft áhrif á framhaldsnám nem- enda, því að það er ekki ein- ungis búsetu- og fjárhagsmál, heldur einnig spurning um við- horf til náms. í grunnskólafrumvarpinu er vísir að stuðningi við foreldra- samvinnu. Sjálfsagt virðist þó að skipta árlega um meirihluta í foreldraráði. Samstillt starfslið Þetta er undirstöðuatriði, en jafnframt allt að því feimnis- mál, svo að sjálfsagt er að rseða það nánar. Samvinnan skilar arði a. m. k. í þrennu lagi: 1) í jafnvægi og ánægju starfsliðsins sjálfs, svo að það helzt einnig lengur á sama stað. 2) í samræmi eða a. m. k. gagnkvæmum skilningi i af- stöðu til nemenda. 3) í betri námsárangri. Það er þegar sannað visinda- lega, að bætt samvinna á vinnustöðum eykur afköstin (og ánægjuna). Gildi hennar hlýtur að vera mun meira, og raunar ómælanlegt, þegar um er að ræða fyrirbæri eins og skóla. Nú rekst ég á viðtal við Pál Ásgeirsson um geðdeild barna, þar sem hann ræðir, hve samband milli starfsfólks á slíkri stofnun er mikilvægt, svo að starfsþjálfun þess felst m. a. í samhæfingu. Nú hafa menn þekkingu, reynslu og tæki í höndunum til að stefna markvisst að þessu, þ. e. með ráðum félagssálfræð- innar — hópaflfræði og öðru sliku. Hugsanleg millilausn er að smala saman öllum skóla- stjórum landsins, hrista þá saman með ráðum vísinda, mannúðar og mannkosta og gera þá færa um (þetta er útópía) að samhæfa sitt lið. Og með orðinu ,,samhæfa“ er ekki átt við neitt minna en að koma á sílifandi samvinnu sem nær langt út fyrir ramma fundar- gerða, ná fram beztu eiginleik- um og hæfileikum hvers og eins, án þess að það verði á kostnað annarra, og að hver og einn fái ætíð hæfilega útrás fyrir mislíkanir, svo að ekki grafi um sig leiðindi. Slík sam- hæfing væri þá eitt af hinum fáu raunverulegu uppeldis- störfum sem féllu undir skóla- stjórnina, sem annars er of- hlaðin skýrslugerð og snatt.i. Trúlegt er þó að starfsliðiö þyrfti að vera samstæður hóp- ur að vissu lágmarki í upphali. Má vera að samvinna kenn- ara yki samvinnu nemenda c.g flyttist þannig út í allt þjóð- félagið. Samvinna starfsliðsins í fá- menninu er enn mikilvægari en annars staðar, vegna þess að samskipti þess og samfélag nær oft á tíðum ekki út fyrir þröng- an hring. Tími Það er tómt mál að tala um umbætur í skólunum, ef ekki eru til hæfir menn til að fram- kvæma þær. En það er lika tómt mál, að þetta hæfa fólk framkvæmi umbætur nema til þess sé verndaður tími. Tími þýðir i þessu dæmi, að mestu leyti, aukið starfslið og þar með peningar. Annars verður að taka tímann frá öðru, svo sem fjölskyldulífinu, þ. e. fórna velferð fárra fyrir takmarkaða velferð margra. Þorsteinn Helgason. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.