Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 31
rýnendum, en bækur Hannesar Péturs-
sonar og Guðbergs Bergssonar fengu
hinsvegar yfirleitt góða dóma hjá þeim.
Hannes má teljast tiltölulega hefðbund-
inn höfundur og almennt viðuikenndur,
en Guðbergur er framúrstefnuhöfundur
og enn mjög umdeildur.
Umræddar þrjár bækur komu út i eftir-
töldum upplögum:
í álögum 2.200 eintök
Innlönd 3.300 eintök
Anna 2.500 eintök
Tvær fyrri bækurnar munu hafa selzt
í 800—1000 eintökum fyrstu mánuðina
eftir að þær kornu út, en bók Guðbergs
í eitthvað færri eintökum.
í marz 1970 höfðu könnuðunum borizt
237 útfylltar spurningaskrár frá kaup-
endum og lesendum Innlanda, 181 frá
kaupendum og lesendum Önnu og 169 frá
kaupendum og lesendum f álögum.
Þorbjörn Broddason átti viðtöl við 35
kaupendur og lesendur umræddra bóka
á ísafirði og í Vestmannaeyjum í ágúst
og september 1969, en upplýsingar um þá
fékk hann sem fyrr segir hjá bóksölum
á báðum stöðum. Samtals var hægt að
eiga viðtöl við 60% af þeim kaupendum,
sem bóksalarnir höfðu gefið upp (35 af
58 nafngreindum kaupendum). Einungis
tveir færðust undan viðtali, en aðrir
kaupendur, sem ekki var hægt að ná tali
af, voru ýmist sjúkir, fjarstaddir, í sumar-
fríi eða á annan hátt forfallaðir. Einsog
kunnugt er, voru íbúar ísafjarðar um
2.700 talsins, en Vestmannaeyja kringum
5.000. Á ísafirði voru tvær bókaverzlanir
þegar könnunin var gerð, en ein i Vest-
mannaeyjum, sem deildi húsnæði með
skóverzlun. Minni búðin á ísafirði bjó
við mjög þröngan húsakost. Ekki var til
að dreifa öðrum bóksölustöðum í um-
ræddum bæjum en þessum þremur bóka-
búðum, sem allar lágu miðsvæðis.
Salan í bókabúðunum var sem hér segir:
St. bókab.
á ísaf.
í álögum 13
Innlönd 7
Anna 6
M. bókab. Bókab. í
áísaf. Vestm.eyj.
9 30
2 7
5
Að meðtöldum nálægum sveitum bjuggu
á ísafirði 3.500 manns. í hlutfalli við
ibúafjöldann á umræddum tveimur svæð-
um hafa Innlönd og Anna selzt í talsvert
fleiri eintökum á ísafirði en í Vestmanna-
eyjum, en í álögum hefur selzt í hlutfalls-
lega sama magni á báðum stöðum. Þetta
kom heim við þær upplýsingar sem könn-
uðirnir höfðu fengið fyrirfram frá bóka-
útgefendum og öðrum, sem kunnu skil á
þessum hlutum, um bókmenntaáhuga á
ísafirði og í Vestmannaeyjum. ísfirðingar
hafa orð fyrir að vera miklir bókamenn.
Nokkur hluti bókanna, sem seldust á
ísafirði, hafði verið keyptur af fólki sem
bjó nokkuð langt frá bænum. Bæði til að
spara tíma og útgjöld var horfið að því
ráði að eiga ekki viðtöl við þá kaupendur,
sem bjuggu fjarri ísafjarðarkaupstað, en
þeir voru tiu af ofangreindum 37 kaup-
endum. Ennfremur var sleppt þeim bók-
um sem keyptar voru af bókasöfnum (5)
og kvenfélagi (2), sömuleiðis bókum sem
keyptar voru til gjaía og sendar til ann-
arra staða (3), og loks einni bók sem skil-
að var aftur í bókabúðina. Þannig var
eftir hópur 58 kaupenda/lesenda (24 á
ísafirði og 34 í Vestmannaeyjum). Viðtöl
voru höfð við 35 manns (60%), 17 á ísa-
firði og 18 í Vestmannaeyjum.
Flokkaskiptingin
Þeir sem talað var við skiptust á eftir-
farandi hátt milli bókanna þriggja og
staðanna tveggja:
ísafj. Vestm.ey.
í álögum
Innlönd
Anna
13
2
3
Samtals
22
7
6
Samtals
17
18
35
Ekki hefur verið endanlega unnið úr
niðurstöðum könnunarinnar, en því verð-
ur sennilega lokið á þessu ári og þá jafn-
framt gerður samanburður við kannanir
í Finnlandi og Svíþjóð. Hinsvegar liggja
fyrir niðurstöður á einstökum þáttum is-
lenzku könnunarinnar, og má draga ýms-
ar ályktanir af þeim. Með samanburði á
svörum kaupendanna kemur til dæmis í
ljós, að í álögum var meira keypt og lesin
af konum en hinar bækurnar tvær, að
hún var meira keypt til gjafa, að hún var
lesin á skömmum tima eftir að lesandinn
náði í hana, og að hvert eintak hennar
var lesið af talsvert fleiri einstaklingum
en eintök hinna bókanna (meðaltal þeirra
sem lesið höfðu hvert eintak bókanna
þriggja, samkvæmt vitneskju og upplýs-
ingum fólksins sem talað var við, var 5,6
fyrir í álögum, 1,7 fyrir Innlönd og 1,3
fyrir Önnu). Ástæða virðist til að ætla,
að meðaltal þeirra, sem lásu í álögum,
hafi verið ennþá hærra en 5,6, en að hin-
ar tölurnar séu nærri lagi.
Þessar tölur benda óneitanlega til þess
að skáldsagan í álögum og bókmennta-
hefðin, sem hún er fulltrúi fyrir, eigi enn
dýpri hljómgrunn hjá fslendingum al-
mennt en tölurnar yfir eintakasölu gefa
til kynna. Vitneskju um þessa skáldsögu
fengu flestir kaupendanna í gluggaaug-
lýsingum bókabúðanna og í samtölum við
kunningja, en vitneskjan um hinar bæk-
urnar tvær barst einkum um fjölmiðla og
þá einkanlega dagblöð, sem fjölluðu all-
rækilega um bækur Guðbergs Bergssonar
og Hannesar Péturssonar.
Eftirfarandi skrá gefur yfirlit yfir svör
þeirra 35 kaupenda/lesenda, sem talað
var við á ísafirði og í Vestmannaeyjum,
við nokkrum spurningum (upplýsingarn-
ar komu frá þeim sem lesið höfðu ein-
hverja bókanna: það voru fyrst og fremst
þeir sem áttu bókina þegar viðtalið fór
fram, en í nokkrum tilvikum voru það
kaupendur, sem lesið höfðu bókina og
síðan gefið hana öðrum):
LESENDUR
í álögum Innlanda Önnu
Vitneskja um bók-
ina úr gluggaaug-
lýsingum verzlana 6-1
Vitn. um bókina
frá kunningjum 4 1 -
Vitneskja um bók-
ina úr umsögnum
blaða og útvarps 6 6 5
Hef rætt við aðra
um bókina 8 4 3
Tala þeirra sem
viðtalandi veit að
hafa lesið eintak
hans/hennar af
bókinni (meðalt.) 5,6 1,7 1,3
Eftirfarandi skrá gefur yfirlit yfir þær
bækur sem viðtalandinn kvaðst hafa les-
ið, þegar hann var spurður um átta ný-
lega útkomnar bækur.
LESENDUR
í álögum Innlanda Önnu
(22) (7) (6)
Sjúkrahúslæknirinn
eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur 17 - -
Náttmálaskin eftir
Guðrúnu frá Lundi 8 - -
Þjófur í Paradís
eftir Indriða G.
Þorsteinsson 2 2 1
Márus á Valshamri
og meistari Jón
eftir Guðmund G.
Hagalín 12 4
Tórnas Jónsson
Metsölubók eftir
Guðberg Bergsson 14 3
í slendingasp j all
eftir Halldór
Laxness - 5 3
Lauf og stjörnur
eftir Snorra
Hjartarson - 5 1
Jórvík eftir Þor-
stein frá Hamri - 1 -
Þessi síðasta skrá leiðir berlega í ljós,
að ákveðnar bækur eru að verulegu leyti
lesnar af lesendum Magneu frá Kleifum,
en alls ekki af lesendum þeirra Guðbergs
Bergssonar og Hannesar Péturssonar. Þær
bækur, sem lesendur þessara höfunda
hafa lesið, eru afturámóti í mjög fáum
tilfellum lesnar af lesendum Magneu frá
Kleifum. Þannig má segja, að könnunin
leiði í ljós, að i landinu eru að minnsta-
kosti tveir tiltölulega skýrt afmarkaðir
lesendahópar, þegar skáldverk eiga í hlut,
og var það raunar vitað með allmikilli
vissu áður, þó ekki hafi verið hægt að
styðja það tölum fyrr en nú.
Rétt er að taka skýrt fram, að það sem
hér hefur verið rakið er byggt á bráða-
birgðaniðurstöðum, og vel má vera að
myndin breytist eitthvað þegar unnið
hefur verið úr öllum gögnum, bæði spurn-
ingalistum og viðtölum, í tölvum og öðr-
um þartilgerðum tækjum. Verður vænt-
(22) (7) (6) anlega tilefni til að segja nánar frá könn-
Karlar 2 5 4 uninni hér í Samvinnunni síðar og þá
Konur 20 2 2 einnig frá könnun þeirra Haralds Swed-
Bókin var gjöf 14 1 2 ners og Þorbjörns Broddasonar á leikhús-
Bókin var ekki gjöf 8 6 4 sókn og leiklistaráhuga Reykvikinga. ♦
31