Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 61
BakaSar hvítar baunir Granólabúðingur 3 bollar mjólk 1 bolli granóla 1 laukur 3 egg 1 msk jurtakraftur Hitið mjólk og granóla upp að suðu. Ljósbrúnið laukinn í smjöri og blandið saman við ásamt þeyttum eggjunum og jurtakraítinum. Bakið í vel smurðu móti við meðalhita í um 45 mín. Borið fram með brúnni sósu. 2 laukar eru skornir í sneiðar, brúnaðir í smjöri og soðnir í vatni í nokkrar mínútur. Sigtið laukinn frá vatninu og blandið það til helm- inga með mjólk, jafnið síðan með rjóma og maizenamjöli. Rauðkál og grænar baunir eru hafðar með granólabúðingi, einnig út- bleyttar sveskjur. Grænmetisbúðingur 2 meðalstórar gulrœtur 2—3 blaðlaukar (púrrur) 1 epli 2 msk matarolía < % dl rjómi 1 egg safi úr % sítrónu. Gulræturnar eru rifnar á fínu rifjárni og látnar í eldfast mót. Blað- laukurinn er skorinn í sneiðar ásamt eplinu og látinn ofaná gul- ræturnar. Eggið er þeytt með rjóma, sítrónusafa og matarolíu og hellt yfir. Bakað í um það bil 45 mín. Grænmetisrönd 100 g heilhveitibrauð 2—2% dl mjólk 2 egg 1 msk brœtt smjörlíki 2 msk tómatsósa 1 laukur % tsk allrahanda 1 tsk frugola Hvítkál eða blómkál (hálfsoðið). Kálið er látið í smurt eldfast mót. Heilhveitibrauðið er bleytt upp í mjólkinni. Þeyttu eggi, smjörlíki, tómatsósu, söxuðum lauk, kryddi og jurtakrafti er blandað saman við og hellt yfir grænmetið. Þar yfir er stráð heilhveitibrauðmylsnu og rifnum osti ef vill. Bakað í 30—40 mín. Ostabúðingur m/hrærðu smjöri 60 g smjör 60 g heilhveiti 2 dl mjólk 2 tsk jurtakraftur 4 egg 100 g rifinn ostur 1 smátt saxaður laukur (Vt tsk allrahanda). Smjörið er brætt, mjólkinni hellt saman við og heilhveitið þeytt strax út í. Soðið í 2—3 mín. Kælt. Eggjarauðurnar eru þeyttar út í ásamt rifnum ostinum, og stífþeyttum hvítunum er blandað varlega saman við. Látið í smurt eldfast mót með loki, sem einnig á að vera smurt. Bakað við meðalhita i um 45 mín. Borið fram með hrærðu smjöri, tóm- atsósu og soðnu eða hráu grænmeti (salati). Kartöflusalat ér einnig gott með ostabúðingi. 2 bollar baunir 2 saxaðir laukar jurtakraftur 2 msk matarolía Yz—1 dl tómatkraftur Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nóttina og soðnar i saltlausu vatni í 1—2 klst (látið vatnið fljóta vel yfir). Lauk, matarolíu, tómatkrafti og jurtakrafti er blandað saman við. Látið í smurt mót og bakið við um 200 gráðu hita í 1 klst. Þá á baksturinn að vera það stífur að hægt sé að sprauta á hann kartöflumauki. Borinn fram með steiktum eggjum, sveskjum og hráu grænmetissalati. Allbranábætir % 1 mjólk V2—1 dl allbran 80—100 g púðursykur 7 blöð matarlím 4 egg Vanilludropar, aprikósumauk, rjómi til að skreyta með. Matarlímið er lagt í bleyti en mjólkin og allbranið hitað að suðu. Rjóminn er þeyttur. Eggjarauður og sykur eru þeytt vel saman, van- illunni blandað þar í. Matarlímið er látið út í heita mjólkina og eggja- þykkninu blandað þar í. Látið kólna. Þá er þeyttum rjómanum og hvítunum blandað varlega saman við. Skreytt með þeyttum rjóma og aprikósumauki. Allbranbrauð 2 bollar allbran 2 bollar heilhveiti 2 bollar döðlur, rúsínur, fikjur eða aðrir þurrkaðir ávextir 1 bolli púðursykur 2 bollar mjólk 2 tsk lyftiduft Allbran, ávöxtum, púðursykri og mjólk er biandað saman og látið liggja i bleyti 1 klst. Þá er heilhveiti og iyftidufti hrært saman við. Látið í vel smurt mót. Bakað við meðalhita í um 1 klst. Borið fram með smjöri. Heilhveiti- og rúgmjölskex 250 g hexlhveiti (fínmalað) 250 g rúgmjöl (fínmalað) 100 g brœtt smjörlíki 100 g púðursykur eða hrásykur 1 bolli súrmjólk. ( sítrónudropar ) 4 tsk hjartasalt Hnoðað deig. Flatt út meðalþykkt, pikkað og mótað. Bakað við um 200 gráðu hita ljósbrúnt. Borið fram með smjöri og osti. Heilhveiti- og haframjölskökur (5—6 kökur) 3 meðalstórar soðnar kartöflur 2 bollar heilhveiti 1 bolli haframjöl 2 msk púðursykur 1 tsk sódaduft 1 tsk lyftiduft 1 msk skyr 1 msk matarolía 2 egg. Merjið kartöflurnar og hrærið sódaduíti og súrmjólk saman. Hrærið síðan allt saman með mjólk (á þykkt við lummudeig). Bakað á meðal- heitri pönnu. Hæfilegt er að hafa Y-i msk af matarolíu og 3 msk af deigi á hverja pönnu. Kökurnar eru smurðar og bornar fram með osti, aldinmauki eða salötum. Fjallagrasaflatbrauð % kg rúgmjöl 2 bollar mulið haframjöl 3 meðalstórar kartöflur 1 msk púðursykur 2 hnefar hreinsuð fjallagrös 1 bolli hveitihýði (hveitiklíð) Kartöflurnar, fjallagrösin og hveitihýðið soðið í IV dl af vatni um 3—4 mín. Þurrefnin hnoðuð upp í. Mótað, pikkað og bakað á vel heitri plötu. Penslaðar öðrum megin með heitu vatni, byrgðar vel og látnar kólna þannig. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.