Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 26
Vilhjálmur Einarsson, Reykholti: Nýjungar í Reykholtsskóla og námsbókakosti lýtur. Staða skóla úti á landi mun almennt verri í þessum efnum en á höf- uðborgarsvæðinu, og hjálpast þar margt að. Það er þvi ekki aðeins kennslumagnið, sem er skert i skólum víða á landsbyggðinni, heldur er hætt við að gæði kennslu og uppeldis i skólunum séu í mörgum tilvikum lakari. Þannig hefur þriðji til fjórði hver kennari við skyldunáms- stigið á Austurlandi verið rétt- indalaus undanfarin ár, en tí- undi hver ef litið er á landið sem heild. Kennarar i dreif- býli hafa líka um langt skeið átt erfitt um vik að sækja nám- skeið og afla sér fræðslu til viðhalds og eflingar starfs- menntun sinni, og hefur það ekki örvað kennara til starfa úti um land. Breytingatillögur Tvær leiðir vil ég hér benda á, sem ég tel að fara verði inn á til að taka verstu slagsiðuna af skólamálum dreifbýlisins. Önnur varðar stofnkostnað skólahúsnæðis, hin laun og að- búnað kennara. Eins og nú háttar tekur rikið þátt í stofnkostnaði kennslu- húsnæðis skyldunámsins til jafns við sveitarfélög, en 85% eða meira að því er varðar heimavistarhúsnæði. Síðustu ár hefur verið gengið mjög á tekjuöflunarmöguleika sveitar- félaga með auknum skattfríð- indum fyrirtækja, og með breytingum skattalaga á sl. vetri var áfram vegið í sama knérunn. Á sama tíma hafa greiðsluskyldur sveitarfélaga aukizt verulega, og mörg þeirra hafa sáralítið fé afgangs til framkvæmda umfram það sem lögboðið er. Hlutur dreifbýlis- ins er hér til muna lakari en Stór-Reykjavíkur, en sveitarfé- lög þar hafa öflugri gjaldendur og umfram allt tryggari tekju- stofna en víðast hvar úti á landi. Það er mitt álit, að við end- urskoðun á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem rætt er um að gerð verði fljótlega, beri að stefna að því, að ríkið eitt annist fjármögnun allra skólabygginga og stofnbúnaðar skóla annarra en einkaskóla. Til greiðslu af hálfu sveitarfé- laga komi aðeins, ef skólahús- næði er að þeirri ósk byggt stærra en svarar til þeirra staðla, sem ráðuneyti setur. Með þessu móti fengi ríkið að líkindum meiri íhlutunarrétt um staðsetningu og stærð skólamannvirkja, en betri íjár- magnsnýting ætti að nást og framkvæmdir yrðu skipulegri og ekki háðar óvissum og sveiflukenndum tekjum ein- stakra sveitarfélaga. Það jafn- rétti til menntunar, sem stefnt er að í orði kveðnu i fyrirliggj- andi lagafrumvarpi um skóla- kerfi, verður viða dauður bók- stafur, nema séð verði fyrir skólahúsnæði á annan hátt en reiknað er með í gildandi skólakostnaðarlögum. Annar meginvandi dreifbýl- isins er kennaraskorturinn, sem ekki verður leystur með því einu að útskrifa fleiri kennaraefni. Að óbreyttum launum og aðbúnaði munu flestir fullmenntaðir kennarar eftir sem áður leita í störf á höfuðborgarsvæðinu, áður en þeir hugsa til að setjast að úti á landi, eða þá þeir hverfa inn í aðrar álíka eða betur laun- aðar starfsgreinar, eins og mik- ið hefur verið um hin síðari ár. Sveitarfélög víða á landinu hafa orðið að grípa til þess óyndisúrræðis í vaxandi mæli að bjóða einstökum kennurum fríðindi eða launauppbót, oft á síðustu stundu, til að tryggja einhverja starfskrafta að skól- unum. Þannig er kennurum við sama skóla gróflega mis- munað og sveitarfélögin þurfa að eyða fjármunum, sem ann- ars gætu notazt til kaupa á kennslutækjum eða öðrum búnaði handa skólunum. Ég tel raunhæfustu leiðina til að tryggja skólum dreifbýl- isins sambærilega starfskrafta á við höfuðborgarsvæðið vera þá, að ríkið borgi kennurum í dreifbýli talsvert hærri laun en starfsbræðrum þeirra við Faxa- flóa. Mætti haga þeim launa- mun nokkuð eftir fjarlægð frá höfuðborginni og jafnvel einn- ig eftir aðstæðum í hverju fræðsluhéraði. Hér er ekki rúm til að útfæra þessar hugmyndir nánar, en ég tel þetta vænleg- ustu leiðina í bráð til að bæta úr því neyðarástandi sem víða ríkir vegna kennaraskorts. Jafnhliða þessu mætti skylda sveitarfélögin til að sjá kenn- urum fyrir húsnæði við skikk- anlegu verði, ef þeir ekki æskja þess að eignast eigið húsnæði á viðkomandi stað. Hér hefur verið stiklað á stóru um skólamál dreifbýlis- ins og Austurlands sérstaklega. Að endingu vil ég leggja á það ríka áherzlu, að þótt skóla- mannvirki og vel búnir skólar séu nauðsynleg og sjálfsögð umgjörð alls skólastarfs, mun ætíð ráða úrslitum það mann- val, sem ræðst að skólunum til kennslustarfa. Hjörleifur Guttormsson. Héraðsskólinn i Reykholti verður 40 ára í haust, en hann var settur í fyrsta sinn haustið 1931. Hann er því á svipuðum aldri og flestir hinna héraðs- skólanna. Nokkuð finnst mér það beiskur sannleikur, að mesta átakið fyrr og síðar í menntunarmálum hinna dreifðu byggða skuli vera kom- ið svo til ára sinna, en það má hiklaust telja byggingu héraðs- skólanna, og það á kreppu- tímum. Hins er einnig skylt að geta, að fyrir u. þ. b. 10 árum tók Ríkissjóður að fuliu við rekstri flestra skólanna af fjárvana sýslusjóðum, en siðan hafa stórfelldar og löngu tima- bærar endurbætur verið gerðar á þeim. Reykholtsskólinn var einn sá síðasti, sem ríkið tók við rekstri á, og er endurbygg- ing hans því styttra á veg kom- in en flestra hinna; t. d. er notazt enn við íþrótta- og smíðahús sem byggt var árið 1931 fyrir samskota- og lánsfé og i sjálfboðavinnu, og var hugmyndin upphaflega að not- azt yrði við það í 3—4 ár. En „fátt er svo með öllu illt“. Sú staðreynd, hve hér er rýr húsakostur, en umsóknir svo miklar, að ógerlegt hefur verið að sinna öllum „forgangsum- sóknum“, hvað þá öðrum, varð þess valdandi, að hér var grip- ið til nýrra úrræða. Það leiddi aftur til hins, að til mín var leitað af ritstjóra Samvinn- unnar og ég beðinn að gera lesendum nokkra grein fyrir þeim kennsluháttum, sem hér hafa nú verið reyndir í 4 ár, og fleiri nýjungum. Víxlkennslan Fyrirbæri það, sem hér mun reynt að lýsa, hefur verið nefnt víxlkennsla vegna skorts á öðru betra orði. Hver nemandi mæt- ir í kennslustundir með 50 mín- útna millibili frá kl. 7.50 (eða 8.40) að morgni til 18.40 að kvöldi (suma daga þó ekki svo Körfuknattleilcslið og íþróttakennari ReykholUskóIa. Reykholtsnefnd hfá Reykholtsskóla. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.