Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 45
Simone de Beauvoir. Betty Friedan rifjar það upp, er hún var að hefja störf sin og ritmennsku við vikublöðin kringum 1950, að þá hafi rit- stjórarnir, sem oftast voru karlmenn, litið á það sem beinharða staðreynd, að konur hefðu ekki áhuga á neinu, sem héti stjórnmál, alþjóðamál, listir, vísindi, heimspeki, fræðistörf neinskonar eða yfirleitt á veröldinni utan heimilisins, og við þetta yrðu þeir að miða skrif sín, sem framreiddu efnið fyrir þær á síðum kvennablaðanna. Ætti á annað borð að fjalla um einhverja abstrakt hugmynd, sem ekki þótti þó alténd ráðlegt, yrði nauðsynlega að umskrifa hana niður í áþreifanleg smáatriði, ef konur ættu að geta verið með á nótunum. Vildi nú ein- hver vekja athygli þeirra á hættum atómaldar, myndi grein, sem héti „Barns- fæðing í neðanjarðarbyrgi", ná að vekja áhuga kvenna, þar sem þær ættu svo hægt með að setja sér öll smáatriði þar að lútandi fyrir hugskotssjónir, en þær áttu samkvæmt þessu ekki að vera færar um að tileinka sér hina abstrakt hug- mynd um eyðingarmátt sprengjunnar, sem gæti útrýmt öllu mannkyni. Væru skrifaðar greinar um efnahags- eða hagstjórnarmál, borgaraleg réttinda- mál, kynþáttavandamál, myndu þær koma af fjöllum, hafandi ekki heyrt minnzt á annað eins, auk heldur að áhugi á sliku væri fyrir hendi. Hún telur einnig, að þetta efnisval blaðanna hafi breytzt til hins verra á fyrrgreindu tima- bili. Áður birtu þessi sömu blöð greinar um hin margvíslegustu efni varðandi ver- öldina utan heimilanna, sömuleiðis sögur og ritgerðir eftir úrvals höfunda amer- íska, og þetta þótti ekki strembið lesefni úr hófi fram. Nú er aftur á móti líkast því, segir hún, að hin nýja kvenlega ímynd eigi að vera allsendis ófær um að tileinka sér lesefni, sem mótast af sann- tíetty Friedan. sögli, hreinskiptni, djúpt hugsuðum at- hugunum og mannlegum sannindum, sem eru aðal og kennimerki allrar vandaðrar ritmennsku og skáldskapar. Ef dæma skal eftir hinum glæsilegu, en innihalds- snauðu kvennablöðum nútímans, litur helzt út fyrir, að öll ytri smáatriði í lifi kvenna séu stórum áhugaverðari en hugsanir þeirra og skoðanir. Eða á allur þessi ytri glans einungis að hylja tóm- leikann og leiðann, sem fer sífellt vax- andi meðal húsmæðra, innihaldsleysið í tilveru þeirra? Endaskipti Hún rifjar einnig upp ræðu, sem sjálfur Adlai Stevenson hélt við skólaslit í Smith College árið 1955 og var síðan birt í víð- lesnu kvennablaði. Þar vísar hann ein- dregið á bug þeirri kröfu skólagenginna kvenna að eiga sjálfstæðan hlut að vett- vangi stjórnmálanna. „Hlutur nútíma- konunnar og framlag til stjórnmálanna á sér stað í stöðu hennar sem eiginkona og móðir,“ sagði hinn frjálslyndi demó- krati. „Það sem vantar er bara, að konan meti þessa aðstöðu sjálf, t. d. hve vel menntaðar konur hafa einstaka mögu- leika til þess að hafa heillavænleg áhrif á eiginmann og son.“ Það er augljóst, heldur höfundur áfram, að eigin innri rök þjóðsögunnar hafa algerlega umsnúið viðhorfum manna og haft endaskipti á vandamálum kvenna. Áður fyrr var barizt fyrir því, að á konuna væri litið sem jafningja karl- mannsins, og jafhir mðguleikar henni til handa voru takmarkið, sem stefnt var að. Þá voru hindranir á þeirri leið hin raun- verulegu vandamál, sem bar að leysa. Nú á dögum er aftur á móti langhelzt litið á konuna innan þess ramma, sem kynferði hennar markar henni. Aðlögunarvand- kvæði hennar gagnvart húsmóðurhlut- verkinu skoðast nú sem hin knýjandi, að- kallandi vandamál, en ekki þser hindran- ir, sem skerða möguleika hennar á að njóta sín sem sjálfstæður einstaklingur. Höfundur tekur dæmi af ungri húsmóður, sem er eins og klippt út úr einhverju kvennablaðinu og svarar í einu og öllu til þeirrar kvenlegu imyndar, sem téð blöð sýna og hér hefur verið lýst stuttlega. Þegar hún litur slika dæmigerða glans- mynd, flýgur henni i hug, hvort einhver vandamál mannlegs samfélags bæri nú samt ekki að taka fram yfir þetta bros- andi, algerlega óvirka lukkunnar vel- stand, án takmarks og tilgangs í lifinu. Það vakna fleiri spurningar: Ef þær eru ánægðar og óska einskis frekar, þessar konur sem lifa eftir forskrift þjóðsögunn- ar, erum við þá staddar á leiðarenda, eða hversvegna þarfnast ímynd húsmóður- innar stöðugt meiri vegsömunar, sem kemur fram í ytri glæsileik og skrauti? Er bilið milli hinnar viðteknu kvenlegu ímyndar samkvæmt þjóðsögunni og hins mannlega raunveruleika stöðugt að breikka? Getur það verið einleikið, að þessi kvenlega ímynd verður í vaxandi mæli innantóm og andlega fátæk, en að sama skapi beinist þungamiðjan að dauð- um hlutum, hverskyns prjáli og stöðu- táknum (einbýlishús, tveir bílar o. s. frv.) ? Hvar endar þetta? spyr hún. Hvert leið- ir okkur sú þróun, að konurnar lagi líf sitt að fyrirmyndum, sem bjóða þeim að afneita eigin skynsemi, taka hana hrein- lega úr sambandi? Hvaða afleiðingar get- ur það haft í för með sér, að stúlkur alast upp samkvæmt forskrift, sem fær þær til þess að útiloka sig frá heimi raunveru- leikans, þróun samtímans, í heimi sem er í sífellu að taka örari breytingum? Hve auðvelt mun það reynast að kveða niður þann draug forheimskunar, sem hefur markvisst verið vakinn upp? Það er í hæsta máta furðuleg mótsögn sem felst i því, að sjálfstætt starf, þegar kona á í hlut, er orðið tortryggilegt fyrirbæri, jafnhliða þeirri staðreynd, að konur hafa raunverulega rétt til allra starfa, en æðri menntun konum til handa er orðin svo grunsamleg, að fleiri og fleiri stúlkur hætta námi vegna giftingar og barneigna, samtímis því að rétturinn til mennta er þegar fenginn, séu hæfileikar fyrir hendi; að konan skuli svo eindregið beina sér að einu starfssviði, heimilinu, samtimis þvi að aldrei fyrr hafa svo margir mögu- leikar staðið henni opnir sem í þjóðfélagi nútímans. Hver getur svo verið orsök slikrar þró- unar, að konan undirgengst viðhorf, sem ræna hana rétti sjálfstæðs einstaklings og útiloka hana frá því að eiga hlut að ákvörðunum, sem skipta alla menn, karla og konur, miklu? Þjóðsagan um konuna hefur fengið slíkt áhrifavald, að stúlkur alast upp án þess svo mikið sem að þekkja óskir sinar og möguleika. Sú þjóð- saga hlýtur að eiga sér orsök, sem á til- tölulega stuttu tímabili fær annað eins vald yfir hugum fólks og nær að beina þróun heillar aldar í aðra átt. Hvað gefur þjóðsögunni áhrifavaldið? Hvers vegna sneru konumar heim? 4 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.