Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 37
um. Til eru margar hliðar á góðu og illu,
sem eru ekki tengdar kynlífinu.
Samlíkingin við rómverska heimsveldið
á líka við að þvi leyti, að mikið frjáls-
ræði í kynferðismálum er hnignunar-
merki í hverju þjóðfélagi og hverri menn-
ingu. Rómverjar á þriðju öld fyrir Krists-
burð voru miklu dyggðugri en samtima-
menn Páls postula. Kristna andófið hélzt
í hendur við upplausn öreigalýðsins í
heimsveldinu, sem greiddi fyrir innrásum
óþjóðanna. Ef satt skal segja voru þessar
innrásir augljósustu merkin um hrun
rómverska heimsveldisins, en ekki þau af-
drifaríkustu. Það sem mestu máli skipti
var innrásin „neðanfrá", ef mér leyfist
að taka svo til orða, sem leiddi til þess
að æðri stéttirnar voru færðar í kaf af
nýjum þjóðfélagshópum. Innrásir óþjóð-
anna urðu auðveldari af þessum sökum,
jafnframt þvi sem þær ýttu undir þróun
í þessa átt. Hér var um að ræða samspil
innlendra og utanaðkomandi öreiga.
Á sama hátt haldast viðbrögð Viktoríu-
tímans við ósiðlæti ríkisráðstímabilsins í
hendur við ört vaxandi pólitísk og efna-
hagsleg völd nýrrar miðstéttar, sem var
iðjusöm, ákaflega reglusöm og rígbundin
hinni púrítönsku hefð í einkalífi sínu.
Þegar þessi stétt varð auðug og voldug,
varðveitti hún hið púrítanska yfirborð,
en fór með leynd að svikja þær ströngu
hugsjónir sem hún játaðist undir.
Ég held að hreyfing nútímans í átt til
aukins kynferðislegs frjálsræðis feli í sér
endalok hins frjálslynda borgaralega
þjóðfélags, þó torvelt sé að koma auga á,
hver mundi geta haft ábata af því. í
þessu samhengi er dæmi Bandaríkj anna
lærdómsríkt. Hipparnir, sem eru alkunn-
ir að frjálsræði í kynferðismálum, eru
langflestir frá fjölskyldum sem hafa ver-
ið vel efnum búnar í meira en eina kyn-
slóð. Og þeir sem hafa meiri ímugust á
þeim en allir aðrir eru bláflibba-verka-
mennirnir, þ. e. a. s. efri stétt iðnverka-
manna sem er nýbúin að afla sér þó-
nokkurra lifsþæginda. í rauninni er
bandarískur verkalýður nú klofinn í tvo
skýrt aðgreinda hópa: stétt blásnauðra
verkamanna, svosem biökkumanna og
hvítra fátæklinga Suðurríkjanna, og stétt
verkamanna sem komnir eru á stig lægri
miðstétta. Síðarnefnda stéttin lifir við
sæmileg lífsþægindi og hefur alls enga
löngun til að hlusta á efasemdir um
„ameríska lífsstílinn" einmitt þegar hún
er nýbyrjuð að njóta ávaxta hans. Agnew
varaforseti, sem er sonur fátæks grísks
innflytjanda, er að minni hyggju dæmi-
gerður fulltrúi þessarar nýju stéttar á
uppleið. Mér virðist einnig, að óskin um
„lög og reglu“ gæti leitt til afturhalds af
fasískri gerð, sem væri ákaflega harð-
leikið og ákaflega umburðarlaust og
mundi ekki síður skipta sér af siðgæði
og einkalífi manna en af stjórnmála-
skoðunum þeirra.
Vinsældir og áhrif Enochs Powells,
afturhaldsmannsins í kynþáttamálum
sem berst gegn innflutningi hörunds-
dökks fólks til Bretlands, verða skýrðar
með svipuðu fyrirbæri. Álitlegur hluti
verkalýðsstéttarinnar vill ekki láta ógna
þeim lífsþægindum og forréttindum sem
vinna hennar og barátta verkalýðsfélag-
anna hafa lagt henni í skaut.
Hvað tekur við af kristninni?
Ástandið í Frakklandi er áþekkt, en um
það er erfitt að dæma vegna hinna miklu
áhrifa Kommúnistaflokksins. Af atburð-
unum 1968 að dæma virðist samt sem
verkalýðurinn neiti einnig þar að eiga
samvinnu við mótmælendur af hippa-
gerð eða vinstrisinnaða stúdenta. Hvort
sem þau birtast í kommúnískri eða fas-
ískri mynd, eru sterkar líkur til að við-
brögð hinnar nýju lægri miðstéttar við
hinu „hömlulausa þjóðfélagi" verði um-
burðarlaus og andmenningarleg. Að svo
miklu leyti sem hægt er að greina lægri
miðstétt framtíðarinnar í verkalýðsstétt
samtimans held ég sannast sagna, að
meiri hætta stafi af fasisma en kommún-
isma. Þegar á allt er litið var nazista-
hreyfingin i Þýzkalandi tjáning einskon-
ar þjóðfélagsbyltingar. Hún hóf til valda
menn sem höfðu að mestu verið hunzaðir
af valdastéttunum.
Sé það rétt að aukið frjálsræði nútím-
ans i kynferðismálum sé til marks um
hrörnun ákveðins skeiðs frjálslynds borg-
aralegs þjóðfélags, þá er það líka til
marks um að tími kristinnar trúar er lið-
inn. Kristin kenning og trú eru ekki
lengur raunverulegar fyrir meirihluta
samtiðarmanna okkar. Hér er um að
ræða raunverulega byltingu, þareð
kristnir trúarlærdómar og siðgæðisregl-
urnar sem þeim eru samfara hafa mynd-
að rammann utanum líf okkar frá því á
4. öld i Vestur-Evrópu og frá því á 11. öld
í Rússlandi. Hér er rétt að bæta þvi við,
að þessi rammi var menningarfjandsam-
legur, alltof strangur og einstrengings-
legur; hann lagði óhóflega áherzlu á kyn-
ferðislega bælingu, sem óhjákvæmilega
leiddi til hræsni. Hinsvegar er engin leið
að hafna þessum ramma án þess að bíða
tjón, án þess að skilja eftir tómleika-
kennd. Ég finn þetta sjálfur, vegna þess
að ég játa ekki kristna trú, en veit samt
ekki hvað komið gæti í stað hennar.
Plútarkos skýrir frá því, að hvert sinn
sem bátur lagðist við akkeri i griskn höfn
á fyrstu öld eftir Kristsburð hafi sjó-
mennirnir heyrt anda guðanna hrópa:
„Hinn mikli Pan er dauður!" Svo virðist
sem Pan hinn mikli hafi verið vakinn til
lífs aftur . . . að minnstakosti um stund-
arsakir. En sagan er ekki þarmeð búin.
Ég get hugsað mér þessa bráðabirgða-
upprisu Pans og einnig Díónýsosar sem
uppreisn, sem andmæli gegn daglegu lífi
er lýtur í sifellt ríkara mæli þörfum og
kröfum tækninnar. Þessi hreyfing er
áþekk hinum skipulagslausu verkföllum
í iðnaðinum, sem eru meira eða minna
meðvituð mótmæli gegn tilbreytingarleysi
vélrænna og staðlaðra starfa. Samskonar
stöðlun á sér stað í öllu okkar daglega
lifi nú um stundir. Þegar hér er komið
erum við milli steins og sleggju: ann-
arsvegar kvörtum við undan því að verða
þrælar tækninnar; hinsvegar getum við
ekki Iengur ímyndað okkur tilveruna án
þeirra þæginda sem tæknin færir okkur.
Jafnvel í fornöld veitti dýrkun Díónýs-
osar ásamt meðfylgjandi hófleysi og kyn-
37