Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 46
Túristarnir koma! Túristarn- ir koma! Allir í nýjar stellingar. Hótel- in máluð. Steypt yfir svöðin fyrir framan hótelanddyrin. Þjónarnir skafa undan nöglun- um og mylja matarleifarnar úr hálstauinu, láta jafnvel hreinsa búninginn. Hótelstjórarnir raunar búnir að koma sér upp nýjum svip og tilkynna þeim þjónum, sem búnir eru að vera á því i allan vetur, að ef þeir láti ekki renna af sér áður en túristatímabilið hefst, þá verði þeir látnir fara. Búið að gera við brotnu handlaugarnar og pissvaskana á Hressingarskál- anum, og meira að segja búið að mála yfir klámvísurnar á klósetthurðunum, að ekki sé nú talað um myndlistina; pen- ingakassarnir stemmdir af (eða er það ekki það sem það heitir?); sætar litlar skóla- stelpur ráðnar til að ganga um beina á héraðsskólunum sem reknir eru sem gistihús yfir sumarið; reglum um viðeigandi klæðaburð breytt; sólin hækk- uð á lofti; langferðarútur bón- aðar; kynningarbæklingar prentaðir; minjagripaverzlanir fylltar af lopapeysum sem ör- vasa kellingar eru búnar að vera að prjóna í allan vetur (konan mín segir mér að þær fái milli tvö og þrjú hundruð krónur fyrir hverja peysu, þvi trúir maður nú varlega; hún er nefnilega rauðsokka). Vertíðin er að hefjast. Túr- istarnir eru að koma. Og nú kemur mergurinn málsins, góðir hálsar. Tekjurn- ar af túristunum s.l. ár voru hvorki meira né minna en rétt tæpur milljarður, og það sem meira er: tölfróðir menn telja að full ástæða sé til að ætla, að tekjurnar aukist allverulega þetta ár, og talið er fullvíst að þáttur ferðamála í gjaldeyris- öflun þjóðarinnar verði á þessu ári hvorki meira né minna en tiundi hluti af öllum gjaldeyr- istekjum landsmanna. Þetta hljóta að vera unaðs- legustu peningar, sem i rikis- kassann koma, einkum þegar það er haft i huga, hve sára- litlu er til kostað að afla hverr- ar krónu. Ef við berum saman tekjurnar af ferðamönnum og tekjurnar af elsku hjartans fiskinum, þá er sannarlega vert að hafa það hugfast að til þess að afla þeirra tekna þarf að eyða stórfé i umboðslaun, flutningsgjöld, tolla, auglýsing- ar og guð má vita hvað, en tekjur af túristum renna til landsmanna, án þess að nokkru verulegu hafi verið til kostað. Nú mætti ætla að ríkisstjórn- in (hver sem hún nú verður, þegar þetta blaö kemur út) væri himinlifandi yfir tekjum sem þannig er til stofnað, en eftir þvi sem næst verður kom- izt er því ekki að heilsa. Það verður að teljast furðulegt að ekki skuli vera varið nema 0,2% af útgjöldum fjárlaga til ferðamála, og er í því sam- bandi vert að hafa hugfast að ekkert af þessari gjaldeyris- öflun er greitt niður, og kostn- aður við að afla þessarar val- útu nemur ekki nema 0,026% af framlögum til samgöngumála. Auk þess er svo greiddur fullur söluskattur af vörum og þjón- ustu, sem seld er erlendum ferðamönnum, en ekki er greiddur söluskattur af neinni annarri gjaldeyrisöflun. Þá er rétt að taka undir það sem Lúðvík Hjálmtýsson segir í skýrslu Ferðamálaráðs, að er- lendir ferðamenn sem hingað koma eru forsenda þess, að ís- lendingar geti sjálfir haldið uppi jafntíðum samgöngum til meginlanda tveggja heimsálfa og raun ber vitni. Og nú hugleiða menn — og ekki að ástæðulausu — hvað það sé helzt, sem laðar erlenda ferðamenn hingað til lands. Um þetta atriði þykist ég geta talað af nokkurri reynslu, þar sem ég hef haft það fyrir stafni i sjö sumur að lóðsa útlenzkar kellingar um allar jarðir á hestbaki. Hver slikur hópur er með mér á ferðalagi í viku, og hefur mér gefizt gott tækifæri til að kynnast sjónarmiðum túristanna allnáið. Það er bezt að byrja á því að hugleiða, hvað það er, sem helzt getur orðið til þess að laða erlenda ferðamenn hingað til lands. Ég get fullyrt að það eru ekki lúxushótel eða annað slikt. Það fólk, sem fær eitthvað útúr því að eyða stórfé i að lifa í vel- lystingum praktuglega og moka út stórfé fyrir svokallaðan lúx- us, leggur leið sina svo sannar- lega eitthvað annað en til ís- lands. Allt kjaftæðið um hótel- menningu og betri þjónustu fyrir fina útlendinga á sér sáralitla stoð í raunveruleikan- um. Túristar, sem koma til landsins, koma til að sjá eitt- hvað hinsegin, eitthvað sem önnur lönd hafa ekki uppá að bjóða. Það er ekkert til, sem gleður hjarta túristans meira en það að finnast hann ekki vera túristi. Þetta hefur ísland uppá að bjóða. Þjónar með hundshaus, hótel sem kölluð eru lúxushótel en eru það ekki, fáheyrðir prisar, þjóðvegir huldir rykmekki og betur falln- ir til þess að hrista farþegana sundur en að koma þeim á leið- arenda, heimsfrægir goshverir sem ekki hafa gosið í meira en tuttugu ár, dónalegir leiðsögu- menn og fólk sem ekkert hefur gert til að gera dvöl ferða- manna í landinu skemmtilega á einn eða annan hátt. Túristum finnst stórgaman að geta sagt vinum og kunn- ingjum heima frá því undar- lega landi íslandi þar sem flestir hlutir eru öðruvísi en þeir eiga að vera. Á lúxushótel- unum er ekki hægt að fá drink, en i höfuðborginni eru þrjár vöruskemmur, sem selja áfengi í lítravís og það fyrir hvorki meira né minna en nærri tvær milljónir króna á dag allan ársins hring. Bjór hinsvegar bannaður með lögum, og bann- að að veita vín á þeim hótelum sem hafa vínveitingaleyfi á miðvikudögum. Þá fá menn ekki inngöngu á helztu veit- ingastaði höfuðborgarinnar, ef þeir eru klæddir samkvæmt nýjustu tizku, en litlu sætu ís- lenzku stelpurnar, sem hanga löngum á vínstúkunum, alltaf til i að koma i partí uppá her- bergi og jafnvel að leyfa mönn- um að gera hitt fyrir enga þóknun. Mikið hlýtur útlend- ingum að þykja gaman að því að segja frá þessari þjóð, sem þeir hafa sótt heim, þjóðinni sem hugkvæmdist að setja verksmiðju ofan i mitt Mývatn, sem af mörgum er ekki ein- göngu talinn fegursti staður á landinu, heldur einhver mesti unaðsreitur á jarðriki. Sem sagt, það er full ástæða til að ætla, að það sé misskiln- ingur hjá þeim, sem um ferða- mál fjalla hérlendis, að það sé eitthvað áríðandi að hafa betri þjónustu, fínni hótel, eða skapa túristum hagkvæmari skilyrði til að ganga örna sinna. Það riður á þvi fyrir íslendinga að halda áfram að vera kynlegir kvistir, sem útlendingar geta skoðað sem slíka, og þá mun ferðamannastraumurinn auk- ast jafnt og þétt. + 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.