Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 62
Samband ísl. samvínnufélaga
Véladeild
ÁrmúíaS, Rvíh. sími 38900
Eigi að síður langar mig til
að benda á eitt og annað, sem
mér finnst máli skipta fyrir ís-
land ársins 1971, og sem ersam-
hliða umræðunum ísland árið
2000. Eitthvað verður að ske,
svo ísland hafi sitt eina at-
kvæði á alþjóðavettvangi árið
2000 vegna eigin verðleika, en
ekki aðeins vegna tradisjónar.
En ein spurning áður: Hafa
þessar umræður í SAMVINN-
IJNNI og umræður um lands-
mál almennt nokkur áhrif á
skoðanamyndun valdhafanna í
landinu? Mér býður í grun, að
ein hressileg (!) setning í fjöl-
miðlum stjórnmálaflokkanna á
móti slikum umræðum, t. d.
intelektúell sjálfsfróun eða
álíka, hafi þar meiri áhrif í
heildina séð.
Þetta hefur verið sagt marg-
oft áður, en eitt af því fyrsta
sem verðurað gerast er aðvekja
almenning nú til umhugsunar
um annað en bíla og einbýlis-
hús. Þá verður hægt að skapa
sterkt framkvæmdavald (sam-
vinna stærstu flokkanna eða
allra flokkanna), sem hefur
kjark til að taka óvinsælar
ákvarðanir í innanlandsmálum.
Hið fyrra er nokkuð komið á
stað að vísu, og hinu síðara fá-
um við kannski að kynnast á
næstunni. Hraðinn, sem þessar
breytingar eiga sér stað á, er
alls ekki nógur í okkar nútíma-
heimi, því miður.
Athugum við muninn á þjóð-
félaginu, umhverfinu, tækninni
o. s. frv. árið 1942 og meðaltali
spánna um sömu atriði árið
2000, sannfærumst við um það,
að við höfum eytt 29 árum í
að komast úr hlaðvarpanum,
og það er langt í kaupstaðinn.
Að vísu á þróunin eftir að
verða hraðari, en það dugir
ekki til þess að ísland ársins
2000 verði ekki hlutfallslega
lengra.afturúr en nú er. Þetta
virðist vera svartsýnn spádóm-
ur, ef við lítum á menntun og
menningu íslendinga og lífs-
kjörin í landinu nú. Mæli-
kvarðinn, sem eitthvað er að
marka í þessu sambandi, er því
miður ekki þetta, heldur hve
mörgum prósentum af þjóðar-
arði er eytt í undirstöðurann-
sóknir. Þar erum við svo að
segja á núlli, því ekki er hægt
að kaupa slíkt frá útlandinu.
En nú um umræðurnar. Eitt
það skemmtilegasta við þessa
nýju uppsetningu er, að les-
andinn getur myndað sér beina
skoðun um persónu nær allra,
sem taka þátt í umræðunum.
Ef nokkuð er hægt að gagn-
rýna, þá er það mismunandi
fjöldi innleggja (skoðana, hug-
mynda) frá einstökum þátt-
Warmbronn, 29. maí 1971
Hr. ritstjóri.
Umræðurnar i SAMVINNU 2
1971, ísland árið 2000, gefa
vissulega tilefni til frekari um-
ræðu.
Ég leyfi mér að benda á að
umræður einar nægja ekki.
Pramkvæmdavaldið verður hér
að taka við.
Nauðsynlegt er að gera heild-
aráætlun um alla þá þætti, er
fram koma í umræðunum, og
raunar marga fleiri. Skilja má
heildaráætlun sem upptalningu
alls þess sem umræðurnar
benda til að framkvæma þurfi
og að auki sem kvöð á fram-
kvæmdavaldið um að ákvarð-
anir verði teknar innan ákveð-
ins tíma, er opna svo leiðina
fyrir framkvæmdirnar.
Ef haldið verður áfram eins
og nú er gert á íslandi, verður
það tekið inn í einhverja hags-
munasamsteypuna löngu fyrir
árið 2000, hvort sem það vill
eða ekki. Vegna efnahagslegrar
og landfræðilegrar sérstöðu
sinnar fær það þá eitt megin-
hlutverk, t. d. sem hvíldarstað-
ur fyrir almenning umræddrar
samsteypu (THE SMOGFREE
ISLAND).
Vitaskuld er mér ljóst, að
varla tekur því að eyða orðum
að slíkum skoðunum á prenti,
þar sem allt mun halda áfram
hér á sama ganginum og ávallt.
Mjúktr og
hlíoblátír
JapÖnsku
YOKOHAMA nyíon
hjólbardarnír hafa
reynst öðrum fremur
endíngargóðír
og öruggír
á íslenzku vegunum.
Fjöíbreytt
munstur og stterðir
fyrir aílar
gerðir bífrei ða.
HAGSTÆTT VERÐ
Útsötustaðír
um allt Iand.
62