Samvinnan - 01.06.1971, Page 61

Samvinnan - 01.06.1971, Page 61
BakaSar hvítar baunir Granólabúðingur 3 bollar mjólk 1 bolli granóla 1 laukur 3 egg 1 msk jurtakraftur Hitið mjólk og granóla upp að suðu. Ljósbrúnið laukinn í smjöri og blandið saman við ásamt þeyttum eggjunum og jurtakraítinum. Bakið í vel smurðu móti við meðalhita í um 45 mín. Borið fram með brúnni sósu. 2 laukar eru skornir í sneiðar, brúnaðir í smjöri og soðnir í vatni í nokkrar mínútur. Sigtið laukinn frá vatninu og blandið það til helm- inga með mjólk, jafnið síðan með rjóma og maizenamjöli. Rauðkál og grænar baunir eru hafðar með granólabúðingi, einnig út- bleyttar sveskjur. Grænmetisbúðingur 2 meðalstórar gulrœtur 2—3 blaðlaukar (púrrur) 1 epli 2 msk matarolía < % dl rjómi 1 egg safi úr % sítrónu. Gulræturnar eru rifnar á fínu rifjárni og látnar í eldfast mót. Blað- laukurinn er skorinn í sneiðar ásamt eplinu og látinn ofaná gul- ræturnar. Eggið er þeytt með rjóma, sítrónusafa og matarolíu og hellt yfir. Bakað í um það bil 45 mín. Grænmetisrönd 100 g heilhveitibrauð 2—2% dl mjólk 2 egg 1 msk brœtt smjörlíki 2 msk tómatsósa 1 laukur % tsk allrahanda 1 tsk frugola Hvítkál eða blómkál (hálfsoðið). Kálið er látið í smurt eldfast mót. Heilhveitibrauðið er bleytt upp í mjólkinni. Þeyttu eggi, smjörlíki, tómatsósu, söxuðum lauk, kryddi og jurtakrafti er blandað saman við og hellt yfir grænmetið. Þar yfir er stráð heilhveitibrauðmylsnu og rifnum osti ef vill. Bakað í 30—40 mín. Ostabúðingur m/hrærðu smjöri 60 g smjör 60 g heilhveiti 2 dl mjólk 2 tsk jurtakraftur 4 egg 100 g rifinn ostur 1 smátt saxaður laukur (Vt tsk allrahanda). Smjörið er brætt, mjólkinni hellt saman við og heilhveitið þeytt strax út í. Soðið í 2—3 mín. Kælt. Eggjarauðurnar eru þeyttar út í ásamt rifnum ostinum, og stífþeyttum hvítunum er blandað varlega saman við. Látið í smurt eldfast mót með loki, sem einnig á að vera smurt. Bakað við meðalhita i um 45 mín. Borið fram með hrærðu smjöri, tóm- atsósu og soðnu eða hráu grænmeti (salati). Kartöflusalat ér einnig gott með ostabúðingi. 2 bollar baunir 2 saxaðir laukar jurtakraftur 2 msk matarolía Yz—1 dl tómatkraftur Baunirnar eru lagðar í bleyti yfir nóttina og soðnar i saltlausu vatni í 1—2 klst (látið vatnið fljóta vel yfir). Lauk, matarolíu, tómatkrafti og jurtakrafti er blandað saman við. Látið í smurt mót og bakið við um 200 gráðu hita í 1 klst. Þá á baksturinn að vera það stífur að hægt sé að sprauta á hann kartöflumauki. Borinn fram með steiktum eggjum, sveskjum og hráu grænmetissalati. Allbranábætir % 1 mjólk V2—1 dl allbran 80—100 g púðursykur 7 blöð matarlím 4 egg Vanilludropar, aprikósumauk, rjómi til að skreyta með. Matarlímið er lagt í bleyti en mjólkin og allbranið hitað að suðu. Rjóminn er þeyttur. Eggjarauður og sykur eru þeytt vel saman, van- illunni blandað þar í. Matarlímið er látið út í heita mjólkina og eggja- þykkninu blandað þar í. Látið kólna. Þá er þeyttum rjómanum og hvítunum blandað varlega saman við. Skreytt með þeyttum rjóma og aprikósumauki. Allbranbrauð 2 bollar allbran 2 bollar heilhveiti 2 bollar döðlur, rúsínur, fikjur eða aðrir þurrkaðir ávextir 1 bolli púðursykur 2 bollar mjólk 2 tsk lyftiduft Allbran, ávöxtum, púðursykri og mjólk er biandað saman og látið liggja i bleyti 1 klst. Þá er heilhveiti og iyftidufti hrært saman við. Látið í vel smurt mót. Bakað við meðalhita í um 1 klst. Borið fram með smjöri. Heilhveiti- og rúgmjölskex 250 g hexlhveiti (fínmalað) 250 g rúgmjöl (fínmalað) 100 g brœtt smjörlíki 100 g púðursykur eða hrásykur 1 bolli súrmjólk. ( sítrónudropar ) 4 tsk hjartasalt Hnoðað deig. Flatt út meðalþykkt, pikkað og mótað. Bakað við um 200 gráðu hita ljósbrúnt. Borið fram með smjöri og osti. Heilhveiti- og haframjölskökur (5—6 kökur) 3 meðalstórar soðnar kartöflur 2 bollar heilhveiti 1 bolli haframjöl 2 msk púðursykur 1 tsk sódaduft 1 tsk lyftiduft 1 msk skyr 1 msk matarolía 2 egg. Merjið kartöflurnar og hrærið sódaduíti og súrmjólk saman. Hrærið síðan allt saman með mjólk (á þykkt við lummudeig). Bakað á meðal- heitri pönnu. Hæfilegt er að hafa Y-i msk af matarolíu og 3 msk af deigi á hverja pönnu. Kökurnar eru smurðar og bornar fram með osti, aldinmauki eða salötum. Fjallagrasaflatbrauð % kg rúgmjöl 2 bollar mulið haframjöl 3 meðalstórar kartöflur 1 msk púðursykur 2 hnefar hreinsuð fjallagrös 1 bolli hveitihýði (hveitiklíð) Kartöflurnar, fjallagrösin og hveitihýðið soðið í IV dl af vatni um 3—4 mín. Þurrefnin hnoðuð upp í. Mótað, pikkað og bakað á vel heitri plötu. Penslaðar öðrum megin með heitu vatni, byrgðar vel og látnar kólna þannig. 61

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.