Samvinnan - 01.12.1971, Page 48

Samvinnan - 01.12.1971, Page 48
arhjálp erlendis. Henni er líka ætlað að veita hjálp innan lands. Þessar skyndisafnanir sem hingaðtil hafa átt sér stað eru í rauninni ekki rétta form- ið, heldur ber að stefna að því að fá fólk til að gefa mánaðar- lega eða jafnt og þétt eitthvert brot af tekjum sínum til hjálp- arstofnana, þannig að fyrir hendi sé ákveðin fjárhæð þeg- ar neyðin ber óvænt að dyrum. Sveinbjörn: Þarf þá ekki að taka upp fórnina í messuna? Séra Sigurður: Auðvitað mál, það á að gera. Séra Bernharður: Margir ís- lendingar hafa þá afstöðu að peningar séu einsog óhreinindi um leið og þeir eru komnir inní kirkju. Fólkið sem hefur kannski dvalizt vestan hafs tvö-þrjú ár, er alltaf jafn- vandræðalegt þegar þar fer fram hin hefðbundna kollekta í messunni. Séra Sigurður: Þetta er nú að hverfa. Þetta er frá þeim tíma þegar enginn maður átti pen- ing. Séra Bernharður: Ungt fólk, til dæmis skiptinemar, hefur oft- sinnis orð á því, hve illa það kunni við þennan ameríska kirkjusið. Sveinbjörn: Fórnin undirstrik- ar ábyrgð einstaklingsins. Séra Sigurður: Hún er svo eðli- leg. Fórn er í raun og veru partur af guðsdýrkuninni, þakkargjörð. Þessir erfiðleikar sem þið talið um stafa bara af vöntun í okkar prédikun, enda hef ég aldrei orðið var við neina erfiðleika þegar ég hef haft fjársöfnun í kirkju. Því er tekið afskaplega vel. Séra Bernharður: Þá er um að ræða einstök tilfelli. Hólmfríður: Fórn í hverri messu býður náttúrlega heim þessum venjulega hundraðkalli, og þá eru menn lausir allra mála. Séra Sigurður: Hjálparstofnun kirkjunnar er ekki orðin nógu starfsöm, og hún gerði meiri- háttar mistök þegar hún fór að hjálpa þessum öskufallsmönn- um fyrir norðan, sem ríkið var búið að margborga fyrir. Við það datt beinlínis niður öll fjársöfnun hjá mér. Séra Bernharður: Hún jókst afturámóti í mínu prestakalli. Bændurnir þar skildu hvað það er að verða fyrir öskufalli. Séra Sigurður: Ég veit nú hvernig þeir skildu það. Ég þekki nú öskufallsmenn á Suð- urlandi. En það er önnur saga. f mínu prestakalli hlógu þeir, þegar þeir heyrðu um þessa söfnun. Dr. Björn: í sambandi við hjálparstarfið og pólitíkina, er SAM: Mér finnst að íslenzka kirkjan ætti að taka ýmsar am- erískar kirkj udeildir til fyrir- myndar að einu leyti ennþá. Ég sé aldrei íslenzka presta í Víetnam-göngum eða öðrum mótmælaaðgerðum gegn fjölda- morðum, eiturhernaði og öðr- um stríðsglæpum, sem Banda- ríkjastjórn hefur gert sig seka um. Vestan hafs eru prestar í fylkingarbrjósti, bæði kaþólsk- ir prestar og mótmælenda- prestar. Þeir sitja margir í fangelsum fyrir mótmælaað- gerðir sinar, einsog til dæmis Berrigan-bræðurnir, sem eru kaþólskir prestar. Hér sitja all- ir prestar heima þegar verið er að mótmæla djöfulganginum í heiminum. Séra Sigurður: Hvað gerið þið til dæmis fyrir Súdan? Hvað gerið þið fyrir þá sem þjást í Rússlandi? Og svo framvegis. SAM: Á þetta að vera afsökun fyrir aðgerðaleysinu sem ég talaði um? Séra Sigurður: Afsökun? Nei. SAM: Þessar spurningar þýðir ekki að leggja fyrir mig. Ég spurði þess einfaldlega, af- hverju takið þið íslenzkir kirkj- unnar menn ekki starfsbræður ykkar í Bandaríkjunum til fyr- irmyndar? Séra Sigurður: Afþví það er ekki tekinn þáttur í hinu. SAM: Þeir taka þátt í öllum hugsanlegum aðgerðum til að andæfa djöfulskapnum í heim- inum. Séra Sigurður: Ég fer ekki í Víetnam-göngur nema farið sé í göngur gegn ranglætinu í ver- öldinni. Við getum ekki tekið Víetnam og látið svo eiga sig þá ekki eðlilegast fyrir kirkj- una að halda sér fyrir utan flokkspólitísk viðhorf í þessum efnum og taka bara þátt í al- þjóðlegri hjálparstarfsemi kirkjunnar, annaðhvort i sam- starfi við Norðurlandakirkjurn- ar eða Lútherska heimssam- bandið eða Alkirkjuráðið? ís- lenzka kirkjan er aðili að þess- um samtökum og getur treyst forsjá þeirra. alla hina sem þjást og enginn talar um. SAM: Þú beindir orðum þínum til „okkar“, hvað sem þú áttir við með því. „Við“ höfum mót- mælt ofbeldi Rússa í Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi, Eystrasaltslöndum og víðar, jafnframt því sem við fordæm- um atferli Bandaríkjamanna í Víetnam, Grikklandi, Dómin- íska lýðveldinu, Gúatemala og svo framvegis. En hversvegna stendur íslenzka kirkjan á- lengdar og horfir á meðan aðr- ir standa í „skitverkunum" ? Sveinbjörn: í Bretlandi var í sumar ganga gegn ranglætinu og spillingunni í heiminum. SAM: Afhverju eru íslenzkir prestar svona aðgerðalausir? Sveinbjörn: Þeir eru bara fast- ir í embættismannakerfinu. Séra Sigurður: Þeir eru ekki aðgerðalausir, en þetta sem þú varst að tala um er ekki annað en skrípaleikur. Þetta er meira og minna hræsni og pólitík. Sigurður Örn: Ég held það sé ákveðið stöðutákn að taka þátt i slíkum mótmælagöngum. SAM: Tæplega hér á íslandi. Ef svo væri, þori ég að fullyrða að fjöldi presta tæki þátt í hverri mótmælagöngu. Sigurður Örn: Það er kannski einmitt orsökin til þess, að prestar taka ekki þátt í þeim, fyrir utan það sem séra Sig- urður bendir á, að mótmælin beinast eingöngu að öðrum að- ilanum eða einum aðila. Séra Sigurður: Göngurnar eru meira og minna augnabliks æsingarfyrirbæri, sem ekki hæfir okkur að taka þátt í. Sveinbjörn: Ég vil ekki sam- þykkja, að það hæfi okkur ekki að taka þátt i þeim. Sigurður Örn: Göngurnar eru óneitanlega líka tilraun vissra afla til að fiska i gruggugu vatni. SAM: Er það þín ætlun, að Martin Luther King og sam- herjar hans hafi verið að fiska í gruggugu vatni með sinum tíðu og umfangsmiklu mót- mælagöngum? Séra Sigurður: Hann var bara ekki hér uppá íslandi. Séra Bernharður: Það er tölu- verður munur á því að ganga mannréttindagöngur í Banda- ríkjunum eða ganga hér gegn stríðinu í Víetnam. Sigurður Örn: Það er geysimik- ill munur á því. Séra Sigurður: Ég væri til i að fara í göngu fyrir geðsjúklinga og fanga, ef hún væri farin af réttum hvötum, en ekki svona útí bláinn, að einhverjir Norð- ur-Víetnamar vilji láta ganga og Suður-Víetnamar vilji láta ganga. Því sinni ég ekki. Séra Bernharður: Fyrir al- mennan íslending er þetta svolítið fjarlægt. Hinsvegar er eðlilegt fyrir Bandaríkjamenn að fara í Víetnam-göngur, því að þar er þetta knýjandi vandamál. SAM: Eru ekki allir menn orðn- ir samábyrgir um örlög heims- ins? Við lifum öll í þessu litla heimsþorpi, og tilgangslaust að vera að reyna að deila ábyrgð- inni niður. Við erum öll sam- ábyrg. Árni: Víetnam-hreyfingin í Svíþjóð hefur til dæmis haft gríðarlega mikil raunveruleg áhrif. Séra Sigurður: Fyrir alla muni, farið þið nú ekki að tala imi Svíþjóð sem einhverja fyrir- mynd. En það er eitt atriði hérna á plagginu, sem ritstjór- inn sendi okkur, sem ekki hef- ur verið rætt, og það er hlut- leysi. Árni: Eftir því sem ég veit bezt eru allir hlutir pólitískir. Sigurður Örn: Það má segja það, en þegar ég held því fram Prestar og mótmælagöngur 48

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.