Samvinnan - 01.02.1972, Side 9

Samvinnan - 01.02.1972, Side 9
1 HangíKiöt er hátíðamatur Fjölskyldan byrjar ánœgð hátíðina með hangikjöti frá okkur REYKHÚS (M o6l iÐo Já, þarna var það nú heilagur andi, og mér dettur ekki i hug að gera lítið úr honum. En hafa prestarnir hann við altaris- hornið, eða þá hugljómun, sem sumir telja að trúin sé? 'Eða er trúin ruglingslegt ofstæki, sem þá, ef til vill, er hægt að berja inn í unglingana? Og ef svo er, þá er náttúrlega gott að ná unglingunum á því skeiði, þegar hugurinn er auðmótað- astur. Og biskupinn segir: „Vandræðin eru bara hagur fyrir kirkjuna." Já. Neyð er engin, kaupmaður! Vandræði og neyð er líklega í sama flokki og „blessað stríðið." Og biskup- inn spyr: „Hafið þlð ekki lesið nýlega Jóhannes 17?“ í þeim kafla, sem annars er víst að dómi sumra viturra manna mjög merkilegur, kannski eitt það merkilegasta í Biblíunni, eru þessi orð: „Ég bið ekki fyrir heiminum." Ég held að sumir hafi túlkað þessi orð og þessa grein — kapítula — á þann veg, að einungls þeir, sem trúa á Jesúm sem frelsara, verði hólpnir eða lifi. Hinir annað hvort þurrkast út eöa fara eft- ir dómsdaginn, ja, segjum norður og niður. Og þá þarf áreiðanlega meira pláss þar heldur en á stað þeirra útvöldu. En það er nú sennilega þeirra höfuðverkur þarna í neðri byggðunum, fyrst hinir skipta sér ekki af. Páfinn hefur þó hreinsunareldinn fyrir suma, en ekki veit ég hvort sálumess- urnar ná lengra niður. Það er þó tvennt, sem mér finnst hafa vantað í þessar um- ræður, og það voru Passíusálm- arnir og svo náttúrlega sjálfur hornsteinn byggingarinnar, Horngrýtið. Eða er það kannski oltið úr hleðslunni? Passíu- sálmamir eru lesnir á hverjum vetri í útvarpinu — náttúrlega af tilvöldum mönnum. Þar er þó minnzt á Horngrýtið og eig- inlega ekki með neinni tæpi- tungu. Þeir voru líka ortir á sjálfri galdrabrennuöldinni, og séra Hallgrímur sagði meðal - annars: „Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lik hvellum lúðurhljómi. Launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar Guðs dýrð og villir sál; straffast með ströngum dómi.“ mokarinn mikli frá BM VOLVO Stór hjól; drif á tveim eða fjórum hjólum; mismunadrifslás; 80 ha. dieselvél með beinni innspýtingu; rúmgott og hljóðeinangrað örygg- ishús með Volvosæti; vökvastýring; liðlegur og kraftmikill í ámokstri; lyftir, staflar, dregur, ýtir. Allar upplýsingar um LM 621, LM 641, og aðrar ámokstursvélar frá BM Volvo eru ávallt til reiðu. ámokstursvél LM 641-621 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.