Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 12

Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 12
PLASTKLÆÐNING — LAVELLA — LAVELLA plastutanhússklæðning með fullkomn- um frágangslistum hentar vel til endur- og ný- bygginga. Kostir: 100% vatnsheld, viðhaldslaus góð einangrun, auðveld í uppsetningu. SlPp-lífjíííl'i LAVELLA utanhússklæðning hefur verið notuð um 5 ára skeið á íslandi og reynzt í alla staði ákaflega vel. (Ath. að fyrir 15 árum voru 90% smábáta í Noregi úr tré en í dag eru 90% úr plasti). Kynnist kostum LAVELLA Allar nánari upplýsingar: ANDRIHF. Öldugötu 10 - Sími 23955 — Það veit ég ekki. En hefð- um við tapað orustunni, þá hefði það verið ég sem tapaði henni. Adolf Hitler (1889—1945), einræðisherra Þýzkalands 1933 —1945, var stundum þreyttur á flugmarskálki sínum og hægri hendi, Ilermanni Göring, vegna þess live hégómagjarn hann var og gefinn fyrir að klæðast viðhafnarmiklum skrautbúningum, þöktum orð- um og gullsnúrum. Kvöld eitt þegar Hitler sat í stúku sinni í óperunni og hlustaði á „Lohengrin", var barið að dyrum hjá honum í hléinu eftir fyrsta þátt, og inn kom hetjutenórinn, sem hafði sungið hlutverk Lohengrins, og langaði til að votta Foringjan- um virðingu sína. Hann hafði komið beint af sviðinu, klædd- ur brynju og hjáhni með blaktandi fjaðraskúf og með gullbúið höggsverð við belti. Hitler sneri sér að komu- manni í rökkrinu og sagði strax með gremjutóni: — Nei, Iíermann, nú verð- urðu svei mér að láta staðar numið! Á fyrstu stjórnarárum Hitl- ers var ekki óalgengt, að hann dulbyggi sig og færi út á meðal fólksins til að kanna hug þess til sín. I einni slíkri ferð kom hann við í einu af verka- mannahverfum Berlínar, gekk inná „Stehbierhalle“, tók sér stöðu við afgreiðsluborðið og hóf að skeggræða við veitinga- manninn. Um síðir varpaði hann fram spurningunni: — Segðu mér, hvað finnst fólki hér eiginlega um Hitler? Veitingamaðurinn dró hann fljótt til hliðar, litaðist um til að ganga úr skugga um að eng- inn heyrði til sín og hvíslaði síðan: — Eg þori ekki að láta neinn af viðskiptavinunum vita það, en persónulega finnst mér hann alls ekki svo afleitur. Hinn 3. október 1943 sagði Hitler í ræðu í Berlín: — Nú er háð brátta milli sannleikans og lyginnar. Og einsog jafnan mun þessari bar- áttu ljúka með sigri sannleik- ans! E. T. A. Iloffmann (1776— 1822), þýzki furðusagnahöf- undurinn, sat eitt kvöld ásamt vini sínum, leikaranum Lud- wig Devrient, í eftirlætisveit- ingahúsi þeirra og drakk svo drjúgt, að hann var kominn undir borð um það er lauk. Er hann rankaði við sér aftur, var Devrient horfinn. Þjónn- inn kom með reikninginn, Hoffmann leit á hann og sagði gremjulega: — Þrettán flöskur hafið þér skrifað á mitt nafn, en það er fjarstæða; maginn í mér rúm- ar ekki nema tólf flöskur! — Það er greinilega þess- vegna sem þrettánda flaskan hefur stigið yður til höfuðs, muldraði þjónninn. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.