Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 16
Anne Gjesdal Christensen: Anne Gjesdal Christensen Sigurjón Björnsson Guðrún Erlendsdóttir Guðmundur Þórarinsson (13 ára) Jónas Pálsson Ari Trausti Guðmundsson Þorsteinn Sigurðsson Séra SiguVður Haukur Guðjónsson Svandís Skúladóttir Margrét Sigurðardóttir Jóhanna Kristjónsdóttir Margrét Margeirsdóttir Ragna Ólafsdóttir Þorbjörn Broddason Barnið, heimilið, borgin Eftirfarandi grein birtist nýlega í norska tímaritinu ,,SOSIONOMEN“, sem er gefið út af Landssambandi norskra félagsráðgjafa. Höfundur greinarinnar, Anne Gjesdal Christensen cand. mag., er kunn fyrir ýmsar þjóðháttarannsóknir í heimalandi sínu. Hversvegna sögulega yfirsýn? Ef við tökum mið af fortíð- inni öðlumst við betri yfirsýn á tilveru okkar. Athuganir á þeim þjóðlifsbreytingum, sem orðið hafa, varpa ljósi á vandamál samtímans. Breytingarnar eru djúptækari en menn gera sér í hugarlund. Þetta getur haft örlagaríkar afleiðingar, vegna þess að ýmsar samfélagslegar áætlanir eru byggðar á hug- myndum manna um, hverskon- ar skilyrði séu ákjósanlegust fyrir mannlegt líf. í þessu sambandi mætti taka sem dæmi hina þjóðfélagslegu festi (institution), fjölskylduna. Við lítum á hana sem horn- steininn í þjóðfélaginu og byggjum á henni sem slikri, en eru hugmyndir okkar um fjöl- skylduna í samræmi við raun- verulegt hlutverk hennar? Margt bendir til þess, að okkur hætti til að ofmeta gildi fjöl- skyldunnar og ætlum henni ýmis hlutverk, sem enginn grundvöllur er lengur fyrir. Gömul og úrelt viðhorf eru enn við lýði, vegna þess að þau eru samofin gildismati okkar, þótt aðstæður séu gerbreyttar. Það er óhjákvæmilegt að hafa mannkynssöguna til hlið- sjónar við athuganir á grund- vallarþáttum mannlegra lifn- aðarhátta. í aldanna rás, kyn- slóð eftir kynslóð, hafa menn- irnir lifað í hópum, þar sem tengslin á milli einstakling- anna voru virk og traust. Þetta skapaði samheldni í hópnum, sem var nauðsynleg í lífsbar- áttu þeirra tíma, þegar fram- leiðslustörfin fóru að lang- mestu leyti fram á heimilinu. Þessi almennu grundvallarat- riði koma fram á öllum menn- ingarstigum áður en iðnbylt- ingin varð. Vissulega hefur þetta ákveðna þýðingu. í þess- ari grein verður einkum fjallað um þessi tvö atriði: vinnustað- ur/heimili og sameiginleg þátt- taka fólksins. Kjarnafjölskyldan Fjölskyldan hefur þegar ver- ið nefnd. Þessi þjóðfélagsein- ing, sem af sumum er hafin til skýjanna og lofsungin, af öðr- um fordæmd og fundið flest til foráttu. Vandamál fjölskyld- unnar snerta okkur öll, og því er hún okkur sífellt viðfangs- efni. í vitund nútímafólks er fjölskyldan og kjarnafjölskyld- an eitt og hið sama, þ. e. a. s. faðir, móðir, barn/börn. Fjöl- skyldugerð af þessu tagi er til- tölulega nýtt fyrirbæri í sögu mannkynsins, og það eitt út af fyrir sig ætti að vera nægilegt tilefni íhugunar. Tveggjakyn- slóðafjölskyldan hefur aldrei fyrr búið ein og út af fyrir sig, einangruð og aðskilin frá stærri hóp. Áður samanstóð heimilis- fólkið af fleiri kynslóðum, sem tengdust vegna sameiginlegs ætternis og/eða starfs. Heimilið var rótgróið í byggðarlaginu; þar ríktu ákveðnar venjur um gagnkvæma hjálp og félagsleg samskipti. Menn urðu að hjálp- ast að og vinna í sameiningu að verkefnum, ættu þeir að halda velli í lífsbaráttunni. Þetta leiddi af sér að samband- ið varð virkt (funktionelt) milli einstaklinganna. Heimilið sem umgerð Þegar rætt er um breyttar aðstæður fjölskyldunnar, er ó- hjákvæmilegt að líta á heim- ilið sem einskonar umgerð um ákveðin hlutverk og starfssvið. Þá er átt við allt sem fer fram á heimilinu innan húss og utan. Hvort heldur fólk bjó í dreif- býli eða þéttbýli, til sjávar eða sveita, var fátækt eða auðugt, fóru störfin fram á heimilinu eða í tengslum við það. Allir aldurshópar gátu þannig orðið virkir þátttakendur í fram- leiðslustörfunum og urðu í rauninni að gera það. Skortur á vinnuafli olli því, að börnum fátæklinga var stundum iþyngt um of, og gamalmenni voru ekki heldur ávallt öfundsverð þegar starfsþrekið var þrotið. Þessa neikvæðu hluti má okkur vitanlega ekki sjást yfir, en engu að síður ber að leggja áherzlu á mikilvægi sameigin- legrar þátttöku hópsins; hver hafði sitt hlutverk; enginn varð utanveltu. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.