Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 20
þessu efni eru uppeldismis- fellur næsta algengar. Skiln- ingskröfur þær, sem gerðar eru til barna, eru einatt of miklar eða of litlar. Leikmöguleikar og námshættir eru ekki miðaðir nægilega vel við þroskastig barnanna. Foreldrar átta sig ekki á og vita ekki um, hve gífurlegum þroskabreytingum tilfinningalíf barna tekur á vissu skeiði bernskunnar frá einu ári til annars, og þar af leiðandi eiga þeir erfitt um vik að leiða þróun tilfinningalífsins inn á þroskavænlegar brautir. Vissulega verða ekki foreldrun- um einum á mistök í þessum efnum, heldur einnig kennur- um og öðrum svokölluðum leið- beinendum barna — og það miklu oftar en hóflegt er. Sérstök hætta er að sjálf- sögðu á ferðum, ef þroskaferill barnsins er á einhvern hátt óvenjulegur eða afbrigðilegur. En það getur verið með ýmsu móti. Svo sem ef barnið er vitsmunalega seinþroska. Það getur haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér, ef slíkt barn er alið upp eins og það væri í meðallagi. Svipað gildir um vitsmunalega bráðþroska barn. Sé það metið á alin meðallags- ins (eins og ekki er fátítt í skólastarfi), fær það aldrei verkefni, sem eru nægilega þung, og hafa því lítið þjálf- unargildi. Góðir hæfileikar eru oft drepnir í dróma af þessum sökum, og barnið fer að sjálf- sögðu á mis við þá gleði og þá stælingu kraftanna, sem fólgin er í glímunni við hóflega erfið verkefni. Eins getur þurft að taka tillit til þess, að börn geta hæglega verið félagslega og tilfinninga- lega seinþroska, þó að þau séu í meðallagi eða jafnvel bráðger að vitsmunalegum þroska. All- mikla kunnáttu þarf til að leiða þau börn farsællega til þroska- ára. Sem betur fer, liggur mér við að segja, eru flest börn, líklega um tveir þriðju hlutar, meðal- börn hvað þroska varðar í flestu tilliti. Uppeldi þeirra er auðveldast. Við hæfi þeirra er flest miðað, og þar er minnst hætta á misfellum, því að þau fara næst því, sem allur al- menningur þekkir. En líklegt er, að það þyki fullmikið, að um þriðjungi allra barna sé hætt við verulegum uppeldis- legum áföllum, mest fyrir þá skuld, að uppalendum er ætlað að sjá um uppeldi þeirra undir- búningslaust. Það þætti líklega nokkuð slæmt fyrir umferðar- öryggið, ef þriðjungur allra ökumanna væri próflaus. Mótun hegöunar Eins og áður er nefnt, eru skiptar skoðanir um það, hvers konar hegðun er talin eðlileg eða æskileg. Þó að virtur sé réttur foreldra til þess að ráða stefnunni, er engu að síður margt að athuga á þessum vett- vangi. f fyrsta lagi þarf að sjálfsögðu að miða hegðunar- kröfur við þroskastig barnsins. Ber þar enn að sama brunni, að þekkingar er þörf. í öðru lagi geta hegðunarvandkvæði eða óæskileg hegðun að mati for- eldra verið vottur um andlegt jafnvægisleysi, innri erfiðleika hjá barninu, eða afleiðing lík- amlegrar vanlíðunar eða veilu. Þau geta verið svar barnsins við röngu uppeldi — oft raun- ar eina svarið, sem barn kann að gefa. Sé hegðun þannig til- komin, verður hún ekki leið- rétt nema uppalandinn viti orsakirnar, kunni að leita þeirra, og sé fær um að upp- ræta þær. Leiðrétting í formi umvandana og refsinga kemur hér að litlu haldi, er reyndar oftast til hins verra. Hér þarf einnig þekkingu. Þó dugar hún ekki ávallt ein sér, því að orsök vandans kann að vera fólgin í geðrænum vandamálum for- eldranna sjálfra: litlu jafn- vægi, ósamræmi í hegðun og kröfum, í lítilli geðstjórn, sund- urlyndi foreldra o. fl. Þar má vera, að foreldrar eigi oft erf- itt með að sjá bjálkann í eigin auga, — jafnvel þó stór sé — og enda þótt svo væri, er ekki víst, að þeir geti dregið hann út hjálparlaust. Það fer víst ekki á milli mála, að fátt endurspeglar betur geð- rænt heilbrigði eða sjúkleika foreldra, uppeldishæfni þeirra eða vanhæfni en hegðun barna þeirra. Hegðunarvandamál barna má einatt skoða sem sjúkleikamerki á foreldrum þeirra, alveg á sama hátt og skólavandamál barna og ungl- inga eru alloft sjúkdómsmerki skólans og fræðslukerfisins. í þriðja lagi má stefnumark foreldranna varðandi hegðun ekki vera of fjarri raunveru- leikanum, og er þar átt við hinn samfélagslega raunveruleika, sem umlykur barnið. Enda þótt stefnumarkið kunni að vera gott í sjálfu sér og liður í göf- ugri manngildishugsjón, getur það samt hæglega leitt til ó- farnaðar, ef það er í andstöðu við ríkjandi venjur og siði. Það verður þá minnihlutauppeldi, sem börn bregðast einatt við með uppreisn, þegar þau stálp- ast. Þetta er sérstaklega vert að hafa í huga í samfélagi, sem er á öru breytingaskeiði. Breyttum atvinnuháttum og atvinnuskiptingu, breyttu efna- hagskerfi og tekjuöflun fylgja jafnaðarlega nýir siðir og venj- ur, nýtt mat hegðunar á ýms- um sviðum. Hér getur kynslóð uppalendanna átt erfitt með að fylgjast með timanum, skilja hinn samfélagslega raunveru- leika, og það getur leitt til þess, að hún missi tökin á hegðunar- mótun yngri kynslóðarinnar. Þarf víst ekki að útmála fyrir íslendingum nú á tíð, hvað það getur haft í för með sér í upp- eldislegum efnum. Mótun skapgerðar Hér er að visu um eiginleika að ræða, sem mjög er skyldur og tengdur hegðun. Hegðunin endurspeglar oft skaplyndið og stjórnast af því — og af tiltek- inni hegðun, sem sprottin er af ýmiss konar vandamálum, leið- ir tíðum sérkenni í skapgerð, svo sem æsing og óróleika, van- stillingu, deyfð, kjarkleysi eða ósjálfstæði. En þó að þarna sé oft um náin tengsl að ræða, verður samt að telja, að skap- ferli barns sé í öllum megin- dráttum sjálfstæður þáttur mannlegrar tilveru. Sitthvað bendir til þess, að vissir grunn- þættir skapgerðar kunni að vera áskapaðir, jafnvel arf- gengir. Það hnekkir þó ekki þeirri skoðun, að endanleg út- færsla og mótun skapgerðar hlýtur ávallt að vera verk upp- alandans. Þar er helzt um tvenns konar uppeldisáhrif að ræða. Annars vegar þau sem uppalandinn veldur mestmegn- is óafvitandi með því að barnið tekur hann sér til fyrirmyndar og reynir að líkjast honum. Þar er um mikinn áhrifavald að ræða. Hefur sitthvað verið ritað um það og rannsakað, hvers konar uppeldishættir stuðli bezt að eftirlíkingarhneigð barnsins. Hins vegar reynir svo uppalandinn vísvitandi að beina skapgerðinni inn á vissar brautir i samræmi við uppeld- isstefnu sina. Hvaða likur eru nú á því, að uppalandanum takist að móta þá skaphöfn, sem hann stefnir að, svo að hún verði gildur þáttur i heil- steyptum persónuleika? Þar þurfa viss skilyrði að vera fyrir hendi. Eitt er það, að gott samræmi sé á milli hinna ómeðvituðu áhrifa og hinnar yfirlýstu stefnu. Það jafngildir auðvitað þvi, að persónuleiki foreldr- anna þarf að vera heilsteyptur. Ekki er gott, að foreldrið setji reglur og brýni fyrir barninu lífsreglur, sem það getur ekki fylgt sjálft. Eftir hverju á barnið þá að fara? Því sem sagt er? Eða því sem gert er? Slíkt hefur leitt til geðrænnar kreppu hjá mörgu barninu eða leitt til tvöfeldni í lund. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.