Samvinnan - 01.02.1972, Síða 24

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 24
Jónas Pálsson: Skólinn og nemandinn MarkmiS skólans Plowden-skýrslan brezka (1967) um barnaskólann á Eng- landi og Wales eyðir aðeins þremur og hálfri síðu af 555 blaðsíðum til að ræða markmið kennslu og náms í barnaskóla. Mest af síðum þessum er notað til að sýna fram á, hve mark- mið séu óljós og raunar gagns- laus. Nefndin leitaði til náms- stjóra, skólastjóra og sérfræð- inga, átti við þá „skemmtilegar viðræður", en niðurstöðurnar eru taldar að sama skapi rýrar. Nokkur markmið komu þó fram: Flestir nefndu „alhliða þroskun einstaklingsins" og síð- an tileinkun undirstöðukunn- áttuatriða, lestur, skrift, reikn- ing. Þá nefndu margir kristin- fræðslu og siðgæðisuppeldi bama og í fjórða lagi líkams- rækt, hreyfiþjálfun og verk- lagni. Mikið var af orðatiltækj- um eins og „persónuþroskun hæfileika“, „ánægjulegt and- rúmsloft“, „fullkomið lif“, „full- þroskun hæfileika“, „fullnægja þekkingarlöngun", efla „sjálfs- traust“, „þolgæði", „athyglis- gáfu“ o. s. frv. Um þetta segja höfundar skýrslunnar: „Þessi upptalning sýnir vel, að almenn upptalning á markmiðum, jafn- vel frá þeim sem fást við kennslu, hneigist til að vera lítið annað en frómar óskir og vonir, sem geta þegar bezt læt- ur verið til vísbendingar um starfsanda í viðkomandi skóla, en kann allt eins að vera í litlu samræmi við kennslustarfið eins og það fer raunverulega fram.“ (Plowden Report, bls. 186). Það er athyglisvert, að höf- undar skýrslunnar falla síðan sjálfir í sömu gryfjuna og gefa yfirlýsingar um, að þetta og hitt sé mikilvægt. Þetta er auðvitað óhjákvæmilegt, þar eð skýrslan er handbók til leiðbeiningar skólamönnum. Sem dæmi má nefna: Skólinn á ekki að vera aðeins uppfræðsluverkstæði, heldur miðla viðhorfum og gild- um (values). Skólinn er samfé- lag fyrir börn, ekki fullorðna. Skólinn á að taka tillit til þroskastigs hvers einstaks barns og leyfa því að nema og „þroskast" þann veg, sem því „sjálfu er eiginlegt“. Skólinn skal reyna að jafna félagslega aðstöðu, einnig hvað snertir hæfileika og sérstakar hindr- anir og fötlun. Skólinn leggi á- herzlu á skapandi nám, reynslu fengna upp á eigin spýtur. Lögð er áherzla á samhengi þekking- ar frá sjónarmiði nemanda, en forðast beri aðgreindar náms- greinar (náttúrufræði, sögu, landafræði o. s. frv.). Nokkur von sé til, að nemandi þannig menntaður verði alhliða og heilsteyptur, félagslega hæfur einstaklingur, sem kunni bæði að gefa og þiggja í samfélagi sínu. Hér er greinilega boðuð sú uppeldisheimspeki, sem hefur á þessari öld í vaxandi mæli, a. m. k. í skrifum um uppeldi og skólamál, verið ráðandi i tækni- þróuðum löndum Evrópu og Ameríku. Plowden-skýrslan er hér notuð sem dæmi, af þvi að hún er vandlega samin, verður ekki talin róttæk, en þó ein- dregið fylgjandi og boðandi kennsluhætti og markmið, sem tilheyra okkar tíð, og að fram- an voru nefnd. Fræðilega má rekja flest þessi viðhorf til höf- unda eins og Rousseaus, Pesta- lozzis, Fröebels, Deweys og Montessoris, svo að einhver nöfn séu nefnd. Hinn raun- verulegi grundvöllur er senni- lega efnahags- og tækniþróun menningarsvæða okkar, sem aftur eru grundvöllur hug- mynda framannefndra manna. Markmiðsgreinar fræðslulaga hérlendis og erlendis spegla einnig þessi sömu viðhorf, þótt misjafnlega gangi með fram- kvæmdina. Skólinn og samfélagið Skipulögð fræðsla í skólum er nýtilkomin í sögu mannkyns. Víst mun fræðsla og uppeldi alla tíð hafa verið þáttur lífs í mannlegu samfélagi, síðan það reis undir því nafni. Er tímar liðu fram, urðu uppeldi og fræðsla óaðskiljanlegir þættir daglegs lífs á heimilum, við störf og skemmtun. Svo var til skamms tima í okkar kyrr- stæða samfélagi. Um það er varla deilt lengur, að menntun, fræðsla og skóla- kerfi séu félagsleg kerfi, sem séu í nánum tengslum við efna- hags- og verktækniþróun þjóð- félaga. Hvers eðlis þetta sam- hengi er, hefur löngum verið mönnum torskilið og er stöð- ugt umdeilt. Lengst af sögu mannsins hefur tilvera hans verið á barmi örbirgðar og dauða (subsistence level). Ein- staklingar og hópar neyttu jafnskjótt alls, er aflað var. Er fram liðu stundir tókst nokkr- um einstaklingum, þar sem skilyrði voru hagstæð, að skapa sér betri aðstöðu, eignast næð- isstund frá tilveruþrældómi. Orðið skóli er til vitnis um þessa þróun. Það er komið úr grísku og merkir upphaflega: næði, tómstund. Grikkir urðu fyrstir, svo kunnugt sé, til að nota tómstundir sínar til fræðslu, þroskaauka (Brubac- her, bls. 167), en létu sér ekki nægja að eyða þeim til hvíldar og gamans. Samhengi náms og næðis er hér augljóst. Nám og skólastarf hefur ávallt fylgt efnahagsstigi samfélags, stétta og einstaklinga. Finna má ein- stök söguleg frávik, en þau raska ekki heildarmyndinni. — íslenzk málvenja er jafnvel til vitnis um þetta: Það hefur al- mennt ekki verið talin vinna að vera í skóla, jafnvel ekki heldur „andleg“ störf. Aðeins líkamserfiði var vinna. Það leiðir af þessu, að skóla- menntun — sem til skamms tíma var í rauninni aðeins æðri menntun — var sérréttindi fá- menns hóps, jafnvel i efnuð- um þjóðfélögum. Skipuleg al- þýðufræðsla, kostuð af sameig- inlegum sjóðum, verður ekki til í Evrópu nema sem undantekn- ing fyrr en iðnbyltingin hefst og franska byltingin er af- staðin. Þangað til var grunn- menntun aðeins veitt á efna- heimilum eða hjá einkakenn- urum, en æðri menntun í há- skólum, sem voru sjálfseignar- stofnanir eða reknir af kirkj- unni. Það voru sennilega ekki nema 1—10% af árgangi ung- menna, sem nutu skólagöngu, mismunandi eftir löndum. ís- land virðist hér merkileg und- antekning. Álitið er, að mikill hluti almennings hafi verið læs hér á 17. og 18. öld, miklu hærra hlutfall en á sama tima hjá al- menningi í Evrópu. Uppruni skólans í tómstunda- starfi, aðskildu frá vinnudegi, gæti skýrt nokkuð, hvers vegna hann hefur alla tíð verið talinn „akademískur“. Aðeins fáir höfðu efni og tækifæri til að njóta sérréttinda hans. Enn í dag eru sum menningarlönd Evrópu, þar sem 6—8% ár- gangs sækja háskóla og aðeins lítið brot af unglingum nýtur framhaldsnáms. Gnægtasamfélag og skóla- nám Raunvisindin lögðu grundvöll að tæknimenningu, sem krefst síaukins fjölda sérfræðinga og tæknimanna. — Flestir telja, að almenn skólaskylda barna hafi í raun náð fram að ganga á 19. öld og síðan, vegna þess að hún þjónaði hagsmunum rikjandi efnahagsstétta í samfélaginu. Það má einnig færa nokkur rök fyrir því, að almenn skóla- skylda til 14—16—18 ára aldurs hafi þá fyrst orðið að veruleika, er atvinnurekendur í viðkom- andi löndum gátu ekki nýtt vinnu unglinga á þessum aldri, þ. e. atvinnuleysi unglinga hef- ur verið öflugasti hvati fastrar skólagöngu. Það er skoðun und- irritaðs, að skólakerfi, námsefni og kennsluaðferðir spegli sam- félagsvenjur og framleiðslu- hætti síns tíma. Alþýðuskólinn, barnaskólinn, sem var fyrir alla, líkist verksmiðjum 19. og 20. aldar í mörgu tilliti. Náms- efni, kennsluaðferðir og náms- markmiðin bera óneitanlega sterkan keim af skipulagi verk- smiðjunnar, einhæfni í vinnu- aðferðum og markmiðum, sem koma utan frá o. s. frv. Hér skal einungis staðhæft, að stefna í menntamálum, ekki sízt skylduskólans, sé ævinlega þáttur í efnahagsmálum sam- félags, stjórnmálum, og þá ekki síður háð gildishugmyndum í þekkingarfræði, trúmálum og siðfræði. Tilhneigingar virðist gæta til að fela þessa stað- reynd, telja upplýsingu hennar aðeins stuðla að frekara losi, upplausn og ringulreið í lífi manna og þjóða. Nytsemi og valdboð Hugmynd um stöðu nemand- ans innan skólans og þeirra beggja innan samfélagsins fæst e. t. v. bezt með því að nefna nokkur söguleg viðhorf, sem samfélag og skóli hafa fylgt gagnvart nemanda. f flestum Evrópulöndum má fullyrða, að námsefni barna- skólans var yfirgnæfandi mót- að af efnahagslegri og félags- legri nytsemi. Hugmynda um gildi menntunar fyrir nemand- ann sjálfan gætti harla lítið, a. m. k. í iðnaðarlöndum Vest- ur-Evrópu. Smáríki eins og Norðurlönd og ísland hafa sennilega ávallt borið persónu- legan hag og menntun nem- anda meira fyrir brjósti en stórþjóðir. Kennsluaðferð var minnis- stagl (drill) á afmörkuðu þekk- ingarefni. Kennarinn var upp- spretta námsefnis og einvaldur 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.