Samvinnan - 01.02.1972, Síða 30

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 30
einkamálum nemenda utan skólans. Kennari getur gagn- rýnt nemendur einhliða; hann hefur óskorað málfrelsi, en nemendur ekki. Hann getur yfirheyrt nemendur, auðmýkt þá og verið hundleiðinlegur. Hann ræður framferði og þroska þrælanna, en þeir hafa aðeins eitt leiðarljós: Hlýðni. Þetta er ófögur mynd, en sönn. Hver eru réttindi nemenda gagnvart kennurum og skóla- stjórn? Hver verður að rétta upp hönd og biðja „kurteislega“? HúsnæSið Nemendum er raðað i hópa, stundum eftir vafasamri greindarvísitölu. Hver hópur fær til umráða einn ferhyrndan steypuklefa með hörðum stólum og töflu ásamt kennarapúlti. Nokkrir salir eru sameiginlegir hópun- um. Oft mega nemendur skreyta stofuna sína svolítið með myndum eða efni úr námsefn- inu. Yfirleitt eru þó húsakynni fremur óvistleg ungu fólki, iburður áberandi í nýrri skóla- húsum. Nemendur ráða engu um innréttingu vinnustaðar síns og eru vændir um van- þakklæti þegar þeir gagnrýna námsaðstöðu eða kennsluhætti. Svo situr þetta fólk í óum- breytanlegri grámálaðri stof- unni 4—6 klst. á dag, snýr bök- um hvert af öðru og er í óða önn að hlýða skipunum og láta undan verunni í hásætinu og fræðsluyfirvöldum. Námsefni Námsefni er að finna í bók- um, sumum áratuga gömlum. Þvi verða menn að kunna skil á til prófa, og það er ákveð- ið án samráðs við nemendur, en þeir eru hins vegar neyddir til að læra það, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ef ekki, koma til óbeinar refsing- ar, svo sem eftirsetur, klögur til foreldra og lágar prófseinkunn- ir. Námsefnið er ákaflega brotakennt og minnst af því varðar mannleg samskipti eða þroskar vitræna hæfileika nemandans. Allra sízt verður hann gagnrýninn á umhverfi sitt. Námsefnið er staðlað og mælikvarði þjóðfélagsins á þroska og þekkingu, þ. e. ótelj- andi skyndipróf, miðsvetrar- próf, vorpróf og lokapróf eru stöðluð, þannig að allir nem- endur eru settir undir einn hatt. Fyrstu skólaárin er náms- efni lestur, skrift og einfaldur reikningur, ásamt föndri. Áður fyrr leysti fólk úr 500 samlagn- ingardæmum, las meiningar- lausar lestrarbækur, sem oft höfðu mjög vafasaman boðskap að flytja. Þá hét föndur átt- hagafræði eða leiktímar. Eftir nokkurra ára bælingu, skipanir og stundum allt að því heraga, þóttu börnin hæf til að læra náttúrufræði, landafræði, sögu, biblíufræði o. s. frv. Slíkt efni var þurrt staðreyndastagl, og fólk náði töluverðri leikni í ut- anbókarlærdómi. Kerfið síaði miskunnarlaust úr alla „tossana" og alla þá „miður hæfu“ og „óþekku“. Stundum var reynt að gera „kennsluna“ lifandi með sýni- kennslu og föndurvinnu. Fólk vann tímabækur, sem dæmdar voru upp á einn aukastaf. Það lærði sömu þuluna mörgum sinnum á ný, þegar skólaveran lengdist. í sögu t. d. las fólk um sömu atburði í 12 ára bekk, í 2. bekk gagnfræðaskóla og landsprófi; aðeins var farið ná- kvæmar í sakirnar í hvert skipti. Allt þetta hefur lítið breytzt. Val námsefnis er nákvæm- ara, fólk byrjar fyrr á „erfið- um“ greinum, málakennsla hefur færzt neðar í aldursstig- ann og mengjafræði er komin að nokkru leyti í staðinn fyrir plús- og mínusstærðfræðina með þríliðunni góðu. Kerfið er það sama og áður. Nemendur eru enn dæmdir ófærir til þess að taka þátt í vali námsefnis, svo ekki sé minnzt á stjórnun skólans. Kennarafundir eru enn lokað- ir; drengir læra smíðar og stúlkur matreiðslu. Staglið tröllríður fólki eftir sem áður. Kennsla Aðalkennsluformið er yfir- heyrsla. Fólk er „tekið upp“. Samkeppni er aflvakinn fyrir námsárangri. Nemendum er settur fyrir ákveðinn blaðsíðnafjöldi í nokkrum bókum á hverjum degi, nokkur reiknidæmi eða forskriftarblöð. Eina skylda kennarans gagnvart nemanda er að yfirfara námsefnið með honum fyrir próf. Sumir kennarar hafa mikið dálæti á föndri og telja að með því síist námsefnið fyrr inn til prófa. Skyndipróf eru höfð „til að halda fólki við efnið“ og sýna því, hver staða þess er og kunnátta i námsefni. Einn kennari eða fámenn nefnd býr til próf handa hundruðum og þúsundum nemenda. Kennarinn svarar spurning- um þegar hann er spurður; hann talar oftast og prédikar siði og hegðunarreglur, en nemendur þegja, nema þegar þeir eru spurðir eða hafa leyfi til þess að tala. Hann vegur og metur nemendur, ekki aðeins kunnáttu heldur einnig fram- komu og verðlaunar jafnvel þá sem honum eru að skapi. Kannski er sungið einu sinni, farið á eitt jólaball, einu sinni í Þjóðminjasafnið eða horft á myndir frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Hver dagur er öðrum líkur og alltaf eru næg heimaverkefni, líka um helgar. Öll börn eru sammála um að kennslan sé yfirleitt leiðinleg og skólinn allur „alveg svaka- lega ógeðslegur“. En hvers virði er gagnrýni nemenda? í fáum orðum sagt Skólinn er leiðinleg en á- hrifamikil uppeldisvél; þar kemur valdið allt að ofan. Námsefni er yfirborðskennt og ekki fallið til alhliða þroskun- ar. Nemanda er ekki hjálpað til að verða gagnrýninn á um- hverfið og sjálfstæður í at- höfnum og skoðunum. Honum er sýnd takmarkalítil lítilsvirðing. Menntakerfið er verk þjóð- félagsins, mótast af skoðunum þegnanna og er til trausts og viðhalds núverandi valdastétt. Um úrlausnir Það er ekki hægt að breyta núverandi fræðsluskipulagi nema því aðeins að fólk komi auga á það þaulhugsaða en óréttláta kerfi og viðurkenni þau mistök, sem valda því, að skólinn gegnir alls ekki eigin- legu hlutverki sínu. Það er erf- itt að loka aígjörlega augunum fyrir göllum skólanna, en það er algeng leið til þess að leiða vandamálin hjá sér. Öruggt er að almenningur veit lítið um það mikla frumvarp til laga í sambandi við breytingar á skyldunámi, grunnskólafrum- varpið. Það er ekki venja að nægilega sé rætt um mikilvæg málefni á íslandi. Grunnskólafrumvarpið verð- ur ekki tekið til meðferðar hér, en taka má fram að breyting- arnar, sem verða með frum- varpinu, ef lög verða, yrðu að- allega á stjórnun skólakerfisins og námsaðstöðu. Hvort tveggja jákvæðar breytingar. Nægir í því sambandi að nefna, hve hörmulega hefur til tekizt með skólamál dreifbýlisins, þar sem sums staðar hefur jafnvel nokkuð vantað upp á að fræðsluskyldunni sé sinnt. Hvað um það, við verðum að bylta öllu skólakerfinu (og meiru til). Fyrir utan jöfnun námsað- stöðu og tryggingu fyrir fullu námi þarf að endurskipuleggja 26

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.