Samvinnan - 01.02.1972, Page 37

Samvinnan - 01.02.1972, Page 37
Svandís Skúladóttir: Hlutverk og framtíð dagheimila „Og ert þú á dagheimili, auminginn?" sagði kona í með- aumkunartón við 5 ára telpu. Þessi spurning, eða öllu frekar samúðaryfirlýsing, endurspegl- ar skoðun, sem er töluvert út- breidd. Þeirrar skoðunar gætir víða, að þau börn, sem dveljast á dagheimilum, fari á mis við mikið, sem heimilin bjóði upp á, en vinni næsta lítið. Það er jafnvel vísað til rannsókna, sem eigi að sanna þetta. Enski sálfræðingurinn J. Bowlby rit- aði t. d. skýrslu árið 1951 um rannsóknir, þar sem vistheim- ilabörn höfðu verið borin sam- an við börn, sem alizt höfðu upþ á venjulegum heimilum. Ransóknir hans sýndu, að börnin, sem höfðu alizt upp á vistheimilum, höfðu mun minni þroska en hin börnin. Bowlby lagði þó á það áherzlu, að ekki væri sambærilegt, hvort börn- in væru algjörlega slitin frá heimilum sínum eða þau væru á stofnunum hluta úr degi. En hver er hin almenna reynsla af dagheimilum? Ég tel að íullyrða megi, að reynsla meginhluta þeirra foreldra, sem börn eiga á dagheimilum hér á landi, sé mjög jákvæð, enda þótt margir, sem minna þekkja til starfs þessara stofnana, séu á annarri skoðun og þykist vita betur. Slíkir fordómar eiga oft rætur að rekja til dag- heimila fyrri ára. Fullyrða má, að dagheimili hafi gjörbreytzt siðustu tvo áratugi, en ekki eru liðin nema 23 ár frá því að fyrstu nemendurnir útskrifuð- ust frá Fóstruskóla Sumargjaf- ar, en vel menntað og þjálfað starfsíólk er að sjálfsögðu for- senda vel rekinna dagheimila. Ennfremur er rétt að benda á, að ekki er liðinn nema rúmur áratugur frá þvi fyrsta dag- heimilið var opnað í húsnæði, sem var teiknað og reist í þess- um tilgangi, en það var Haga- borg. Reynsla annarra í þessum efnum má vafalítið mikið leera af reynslu annarra þjóða. Fyrir tveimur árum kom út i Danmörku bók eftir sál- fræðinginn Arne Sjölund, sem nefnist „Börnehavens og vuggestuens betydning for barnets udvikling". í þessari bók er gerð grein fyrir um 500 rannsóknum, sem fjalla um áhrif dagheimila á þroska barna. Flestar þeirra eru frá Bandaríkjunum, en þar eru líka rannsóknir frá Norður- löndum, Englandi og Frakk- landi, og ennfremur mjög á- hugaverðar skýrslur frá Sovét- ríkjunum og öðrum löndum í Austur-Evrópu. Enda þótt við getum margt lært af þessum rannsóknum, sem margar eru gerðar við ólíkar þjóðfélagslegar aðstæð- ur, þarf að meðhöndla slíkar upplýsingar af varfærni. Mun meira gagn mætti hafa af þeim, ef við þekktum nokkuð betur árangur af eigin viðleitni í þessum efnum. Ég tel æskilegt að þetta mál yrði kannað á skipulagsbundinn hátt hér á landi. Starfsemi dagheimila á vafalítið eftir að stóraukast hér á næstu árum. Slíkar rann- sóknir gætu haft ómetanlegt gildi fyrir starf dagheimilanna á komandi árum og skipulagn- ingu nýrra heimila. Ennfremur gætu þær komið af stað hrein- skilnum og gagnlegum umræð- um um dagheimilamál okkar, látið staðreyndir koma í stað fullyrðinga og skyndidóma. Hlutverk dagheimila En hvers vegna dagheimili? Ég vil skipta hlutverki þeirra í tvo meginþætti. Annars vegar gegna þau mikilvægu uppeldis- legu hlutverki og hins vegar gera þau mæðrum barnanna kleift að vinna utan heimilis- ins. Um fyrri þáttinn verð ég stuttorð, vil aðeins benda á þrjú meginskilyrði, sem ég tel að dagheimili verði að upp- fyila, ef þau eiga að geta rækt uppeldishlutverk sitt. Þessi skilyrði eru: 1. Þau verða að hafa í þjón- ustu sinni nóg af vel mennt- uðum og þjálfuðum fóstrum. 2. Þau þurfa að vera vel búin leikföngum og leiktækjum; og leikrými, úti jafnt sem inni, þarf að vera sérstak- lega sniðið fyrir þessa starf- semi. 3. Þau þurfa að hafa gott samstarf við foreldra barn- anna. Um síðari þáttinn í hlutverki dagheimila vil ég ræða nánar. Það verður nú sífellt algeng- ara, að konur starfi utan heim- ila sinna, og þær sækja æ fast- ar eftir því að geta tekið þátt í hinu almenna atvinnulífi. Þetta hefur skapað brýna og vaxandi þörf fyrir dagheimili. Þróun skólakerfis okkar hin síðustu ár sýnir ljóslega, að stúlkur- sækjast í vaxandi mæli eftir hliðstæð’’i menntun og piltar. Og þær fá þessa menntun. Það sýnir mikið óraunsæi að ætla, að þessar stúlkur muni ekki gera töluvert til að geta notað síðan þessa menntun. Auk þess er það að sjálfsögðu þjóðfélag- inu hagsmunamál að fá að njóta starfskrafta þeirra. Það er að mínum dómi órétt- látt að ætlast til þess nú á dög- um, að konan velji á milli þess að stunda það starf, sem hún hefur áhuga á, og að eignast börn. Hvorttveggja á að vera hægt. En til þess að það geti orðið þarf að breyta nokkuð „innréttingunni“ á því, sem við köllum þjóðfélag, því að hún er orðin töluvert úrelt og skap- ar kynjunum ekki jafna að- stöðu. Valfrelsi beggja foreldra til starfs hefur líka mikil áhrif á þann anda, sem ríkir á heimil- um. Góður heimilisandi hefur höfuðbýðingu fyrir þroska barnsins. Það sem skiptir mestu máli fyrir barnið er ekki, hvort mamma og pabbi eru með því allan daginn, heldur hitt hvernig sá tími er nýttur, sem foreldrarnir eiga með barninu. Ekki tímalengdin, heldur sam- bandið sem myndast og andinn sem ríkir þann tíma, sem fjöl- skyldan á sameiginlega. Þetta þurfa allir foreldrar að hug- leiða vandlega, hvort sem þeir eiga börn á dagheimilum eða ekki. Ég tel, að allir ættu að eiga kost á því að koma börnum sínum á dagheimili eða leik- skóla, hvort sem báðir foreldr- ar vinna úti eða ekki. Ég held því hiklaust fram, að vist á dagheimili hafi að jafnaði þroskandi áhrif á börn. Hins vegar fylgja þessu nokkrir ókostir, sem nauðsynlegt er að finna lausn á, svo sem of mikil vegalengd milli dagheimilis og heimilis. Ennfremur þarf að finna lausn á því, hvað gera skal þegar þessi börn veikjast. Ég hef þegar nefnt þáð, að ég tel, að dagheimili eigi eftir að þróast mjög, þannig að þau geti jafnt og þétt aukið hið uppeldislega gildi sitt og lagað sig að breyttum ytri aðstæðum. Ýmsar tilraunir þarf að gera með rekstur mismunandi dag- vistunarstofnana. Væri t. d. ekki hægt að geia tilraun með fjölsl'.yldudagheimili fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára? Þessi heimili þyrftu að sjálfsögðu að vera fámennari en hin stóru dagheimili, sem byggð eru nú og skipulögð á annan hátt. Slík heimili mundu eðlilega gera meiri kröfur til menntunar starfsfólksins. Togstreita um framkvæmda- fé: Meira malbik eða dagheimili? En hvernig er nú frelsi kvenna í reynd til að velja á milli þess að stunda heimili sitt og að vinna utan þess. Samkvæmt könnun, sem Rauð- sokkahópur gerði nýlega, vant- ar í Kópavogi dagheimilispláss fyrir 250 börn mæðra, sem þeg- ar vinna úti. Rauðsokkar hafa vakið at- hygli ráðamanna á hinni gíf- urlegu þörf fyrir aukinn fjölda þlássa á dagheimilum. Þeir hafa gert sér grein fyrir því, að það er ekki rétta leiðin til að fá byggð dagheimili að gráta hjá forstöðukonunni eða að tala illa um hana í sauma- klúbb. Forstöðukonan situr ekki á framkvæmdafénu. Hvers vegna hafa ekki verið byggð fleiri dagheimili? Reynsla mín í þessum efnum varpar ef til vill nokkru Ijósi á þetta. Ég hef átt kost á því að vinna nokkuð að sveitarstjórnarmál- um í Kópavogi síðastliðin 10 ár og meðal annars að samningu fjárhagsáætlunar. Þegar skipta hefur átt því fé, sem bæjarfé- lagið hefur haft til ráðstöfun- ar í verklegar framkvæmdir, hefur mörgum orðið hugstætt, hvað verði að teljast arðbærast, hve mikið fasteignir íbúanna hækki í verði ef gatan verður malbikuð. Þá hafa oft náð skammt rök um lífsgleði og þroskamöguleika, sem börn íbúanna missa af við að eiga ekki kost á að dveljast á leik- skóla eða dagheimili, sem ó- gerningur er að kaupa eftirá fyrir þá peninga, sem fasteign- in hefur hækkað í verði. Þó eru í Kópavogi hlutfallslega tölu- vert fleiri börn en í öðrum sveit- arfélögum hér á landi. Þegar þessi mál hafa verið rædd, fæst oft svar eins og þetta: „Ekki vorum við á leikskóla eða dag- heimili og samt...“ Álíta þeir, að heimurinn hafi staðið í stað frá bernsku þeirra? Rétt er þó að geta þess, að á 33

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.