Samvinnan - 01.02.1972, Síða 41
Jóhanna Kristjónsdóttir:
Börn einstæðra
foreldra
Á íslandi eru einstæðir for-
eldrar með forræði barna sinna
rösklega fjögur þúsund; þar af
eru karlmenn tæplega þrjú
hundruð. Á framfæri þessara
foreldra eru á sjöunda þúsund
börn innan sextán ára aldurs.
Það er ekki lítil prósentutala af
heildarbarnafjölda, þegar að er
gáð. Því þarf engan að undra,
þótt einstæðir foreldrar tækju
loks höndum saman fyrir rösk-
um tveimur árum og stofnuðu
félag með sér. Það var raunar
vonum seinna að þeir vöknuðu
til vitundar um samtakamátt
sinn, en engu að síður kom fé-
lagsstofnunin á mjög heppileg-
um tíma; umræður um stöðu
einstaklingsins og sérstaklega
konunnar í þjóðfélaginu höfðu
þá verið ofarlega á baugi. Þjóð-
félagið okkar er f jölskylduþjóð-
félag, byggt upp af einingunum
faðir-móðir-börn. Annað er ó-
eðlilegt, til slíkrar fjölskyldu
var naumt tillit tekið. Engu að
síður eru fjögur þúsund heimili
hérlendis þannig samansett að
þar er aðeins eitt foreldri plús
börnin.
Þegar félagið var stofnað var
sagt að tilgangur þess væri
„að bæta uppeldisaðstöðu þeirra
barna, sem ekki njóta þess að
vera samvistum við báða for-
eldra sína — og tryggja að hag-
ur þeirra (þ. e. barnanna) verði
ekki fyrir borð borinn, bæði
gagnvart hinu opinbera og öðr-
um aðilum“. Þegar var hafizt
handa, og mun ég gera í stuttu
máli grein fyrir þeim málum,
sem félagið tók á stefnuskrá
sína þegar í upphafi, svo og
öðrum þeim, sem siðan hafa
komið til.
Hækkun meðlags
Við félagsstofnunina var
meðlag með barni um 1500
krónur á mánuði, þ. e. fram-
færslukostnaður barns var met-
inn á krónur 3.000, þar sem
foreldrar skulu leggja fram
jafnan skerf til framfærslu
barna sinna. Aftur á móti voru
um þær sömu mundir greiddar
sjö þúsund krónur á mánuði
með barni, sem komið var í
einkavistun, t. d. af félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar. Því
lá í augum uppi, að þarna var
mikið ósamræmi. Einhverjir
voru beittir órétti, að líkindum
framfærendur barnanna, eða
hvað?
Lagðar voru fram óskir um
hækkun meðlags og barnalíf-
eyris, þannig að greiðslan næði
fullum helmingi af eðlileg-
um framfærslukostnaði barns.
Reynt var og að hefja áróður
fyrir því að vekja ógifta og frá-
skilda feður til ábyrgðar gagn-
vart börnum sínum, og bent á
hversu lágt margir þeir karl-
menn legðust, sem teldu eftir
sér greinda hungurlús til bama
sinna. Hvatt var óspart til að
feður gerðust áhrifameiri um
uppeldi barna sinna, menntun
o. þ. u. 1. enda þótt þeir væru
ekki lengur samvistum við
börnin að staðaldri.
Barnalífeyrir og meðlag hef-
ur síðan verið hækkað til stórra
muna, enda þótt deildar mein-
ingar séu um hvort upphæðin
hafi náð því að vera helmingur
núverandi framfærslukostnað-
ar barns. Upphæðin losar nú
þrjú þúsund krónur og verður
það alténd að teljast mikil
hækkun.
Farið var fram á, að barna-
lífeyrir og meðlag yrði greitt
til átján ára aldurs í stað
sextán ára. Næsta auðvelt var
að rökstyðja þessa frómu ósk,
þar sem nánast er óhugsandi
að unglingur hafi lokið námi
og hafið þátttöku í atvinnulif-
inu sextán ára gamall. Venju-
lega eru unglingar þá rétt að
hefja nám og fráleitt með öllu
að hugsa sér, að það foreldrið,
sem forræðið hefði, ætti eitt að
bera byrðarnar af námskostn-
aði unglingsins. Að vísu hefði
félagið óskað eftir að sett yrði
í lög að foreldrar yrðu skyld-
aðir til að hlaupa undir bagga,
unz námi væri lokið, a. m. k.
stúdentsprófi eða einhverju
hliðstæðu námi. Ekki var farið
inn á þá braut, enda kom í ljós
að þetta atriði áttu margir
ákaflega erfitt með að sætta
sig við, og róðurinn var þungur,
þegar félagið reyndi að koma
þessu fram. Sú breyting hefur
þó orðið eftir japl og jaml og
fuður, að lengingin varð eitt ár.
Að vísu þykir mér ekki annað
koma til greina en að frekari
lenging verði gerð, og það fyrr
en síðar. Mér finnst það sann-
kallað réttlætismál þess for-
eldris, sem ekki hefur barnið
(venjulega faðirinn), að það
fái að koma barni sínu til
hjálpar við nám, svo fremi
fjáihagsaðstæður leyfi það.
Ekkjumenn fá barnalífeyri
Óskað var eftir að ekkju-
menn fengju greiddan barna-
lífeyri, og ráku margir upp stór
augu, þegar félagið tók að hafa
uppi raddir um slíkt, enda var
þar svo hróplegt ranglæti að
undirtektir urðu samstundis á
eina lund. í ljós kom sem sé að
ekkjumaður, sem missti eigin-
konu sína fékk því aðeins
greiddan barnalifeyri, að hann
ætti þ~jú börn — og þá sem
svaraði aðeins með einu barni.
Auk þess varð hann að færa
rök fyrir því, að andlát eigin-
konunnar hans hefði valdið
„tilfinnanlegri röskun á stöðu
hans og högum.“ Við síðustu
endurskoðun tryggingarlög-
gjafarinnar var þessu breytt, og
sitja ekkjumenn nú við sama
borð og ekkjur hvað þetta
snertir. Þeir hafa nú einnig
fengið rétt til þeirra bóta sem
ekkjur njóta við missi maka í
eitt ár. Er það vel.
Skattamál
Skattamálin voru þá ekki
síður mál, sem gersamlega
höfðu verið afrækt. Lá ekki
ljóst fyrir, að það heimili hlýtur
að vera verr á vegi statt þar
sem framfærandi er aðeins
einn og verður auk þess að inna
af hendi uppeldis- og heimilis-
störf? Giftar konur sem vinna
úti mega eins og alkunna er fá
helming tekna frádreginn frá
tekjuskatti. Komi til þess að
„fyiirvinnan" hverfi, er konan
síðan skattlögð sem einstakl-
ingur, og ekki nóg með það,
hún fær aðeins hálfan frádrátt
fyrir hvert barn. Það verður að
segjast eins og er, að skatta-
málin hafa orðið einna erfiðust
viðureignar og tiltölulega lítið
þokazt þar til betri vegar. Vonir
standa til, að einhver leiðrétt-
ing verði nú gerð á, og hefur
félagið farið fram á og rökstutt
þá beiðni, að einstætt foreldri
með börn á framfæri sínu fái
hjónafrádrátt og sömuleiðis
fullan frádrátt fyrir hvert barn.
Strax varð ljóst að ekki væri
raunhæft að setja fram kröfur
um að einstæðir foreldrar
mættu draga helming tekna
frá skatti, sbr. giftar konur, en
jafnan verið lögð áherzla á að
leiðrétting fengist í formi
hækkaðs heimilisfrádráttar, til-
lit yrði tekið til kostnaðar við
barnagæzlu o. fl.
Skóladagheimili
Ég hef nú rakið litillega þau
mál, sem aðallega snúast um
peninga að meira eða minna
leyti. Persónulega þykir mér þó
eitt mál öðrum þýðingarmeira,
þegar rætt er um bætta aðstöðu
barna einstæðra foreldra. Er
þar komið að skóladagheimil-
37