Samvinnan - 01.02.1972, Síða 42
Margrét Margeirsdóttir:
Áróður og sefjun
unum. Ekki þarf að orðlengja,
hversu mikið öryggi það barn
býr við, sem þarf að meira eða
minna leyti að sjá um sig sjálft
meðan foreldri vinnur úti. Ell-
egar reika á milli ættingja, eft-
ir því hverjar aðstæður eru.
Með skóladagheimilum eru
vandamál þessara barna leyst
á raunhæfan og ákaflega já-
kvæðan hátt. Auk þess að börn-
in njóta þess öryggis sem þeim
er brýn nauðsyn á, fá þau leið-
beiningar við heimanám, snæða
máltíðir á réttum og regluleg-
um tímum, en fá jafnframt
frelsi til leikja og útivistar, þó
innan þess ramma sem reglur
heimilisins mæla fyrir um. Fé-
lagið tók þegar upp viðræður
við Reykjavíkurborg um þetta
efni, eftir að það hafði verið
stofnað. Undirtektir voru á all-
an hátt ágætar, og með fyrir-
greiðslu og velvilja margra að-
ila tókst að koma fyrsta skóla-
dagheimili á laggirnar fyrir
rúmu ári. Ekki lét árangurinn
lengi á sér standa; samdóma
álit kennara þessara barna var
að námsárangur þeirra hefði
stórbatnað eftir að þau tóku
að sækja skóladagheimilið, svo
og hegðan þeirra og önnur líð-
an. Reykjavíkurborg til verðugs
lofs er Ijúft að geta þess, að
hún lét ekki þar við sitja; ann-
að skóladagheimili tók til
starfa í borginni nú fyrir ára-
mótin, og mun ætlunin að
koma upp a. m. k. einu nýju
heimili á ári, unz þau verða
komin í öll skólahverfi borgar-
innar.
Þá hefur félagið einnig beitt
sér fyrir að breytingar verði á
opnunar- og lokunartíma leik-
skóla og dagheimila i borginni,
og hefur það borið nokkurn ár-
angur. Óskað hefur verið eftir
við borgina, að hún kæmi á fót
fastri heimahj álp við heimili
einstæðra foreldra, þegar veik-
indi barna ber að höndum, svo
að foreldri þurfi ekki að taka
sér frí úr vinnu, þegar barnið
er veikt. Það mál mun vera í
athugun, og er þess að vænta
að einnig þar verði ráðin bót á.
Mér hefur í þessu rabbi orðið
tíðrætt um helztu mál, sem
Félag einstæðra foreldra hefur
á stefnuskrá sinni og hefur átt
hlut að því að þoka áleiðis. Það
er augljóst að enda þótt
kannski hafi hér verið oftar
minnzt á foreldrið en barnið,
hlýtur þó hverjum heilvita
manni að skiljast, að hagsmun-
ir barna og foreldra eru ekki
fjarlægir, andstæðir pólar,
heldur hljóta þeir og eiga að
haldast í hendur og hvor að
styðja annan.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Hugtakið áróður (propa-
ganda) hefur í málvitund okk-
ar hlotið fremur neikvæða
merkingu. Þegar talað er um
að reka áróður fyrir einhverju
býður manni í grun, að ekki sé
allt sannleikanum samkvæmt.
Þessvegna hefur orðunum áróð-
ur og hlutlausar upplýsingar
verið stillt upp sem tveimur
andstæðum. Áróður er ein öfl-
ugasta baráttuaðferð, sem unnt
er að beita til að ná valdi yfir
hugarfari og móta skoðanir
fólks. Áróður er vitaskuld hægt
að reka bæði í jákvæðum og
neikvæðum tilgangi. Menn
greinir vissulega á um gildi
áróðurs hverju sinni. Slík mis-
munandi viðhorf hljóta að
byggjast meira eða minna á
gildismati samfélagsins á þeim
markmiðum, sem áróðrinum er
ætlað að ná. Hér mætti nefna
sem dæmi áróður i þágu bættr-
ar umferðarmenningar; trúlega
myndu flestir vera sammála
um, að markmiðið væri já-
kvætt. Aftur á móti yrði senni-
lega annað uppi á teningnum,
ef rekinn væri áróður fyrir
aukinni almennri áfengis-
neyzlu; líklegt er að meirihluti
fólks hefði neikvæða afstöðu til
þesskonar áróðurs.
Ekki verða þessum síðast-
nefndu atriðum gerð nein við-
hlítandi skil í þessu greinar-
korni, heldur er ætlunin að
varpa nokkru ljósi á fáein
grundvallaratriði, sem sefjun
og áróður hvíla á, hvert svo
sem markmiðið er.
Skýrgreining á hugtakinu á-
róður hefur að vonum verið
sett fram á fleiri en einn veg,
eftir því i hvaða heimshlutum
menn móta kenningar sínar.
Merking orða hlýtur að helg-
ast öðrum þræði af notagildi
þeirra. Hér verður stuðzt við
skýrgreiningu Lunners, en
hann útskýrir orðið áróður á
eftirfarandi hátt:
1. Áróður er markviss tilraun
i þá átt að ná athyglinni og
beina henni inn á ákveðna
braut.
2. Hafa áhrif á hugarfar við-
takanda þannig að hann til-
einki sér skoðanir fyrir-
stöðulaust, án gagnrýni, eða
knýja hann til að skipta um
skoðun.
3. Tilgangurinn með þessu
tvennu er að fá móttakanda
til að haga gerðum sínum í
samræmi við boðskap áróð-
ursins.
Áróður og sefjun eru tvö ná-
skyld hugtök. Menn láta sefjast
af markvissum áróðri. Sefjun
er viðfangsefni félagssálfræð-
innar, en samkvæmt skýrgrein-
ingum hennar þýðir sefjun, að
við ákveðnar aðstæður varpi
fólk frá sér skoðunum sínum
og gangist viljalaust inn á þau
sjónarmið sem haldið er að því.
Það er með öðrum orðum ekki
rétt að líta á sefjun sem áskap-
að afl eða þróun í sálarlífi ein-
staklingsins; sefjun á sér vart
stað nema fyrir tilverknað ut-
anaðkomandi áhrifa.
Fræðimenn í félags- og sál-
vísindum hafa gert fjölda
rannsókna i því skyni að kom-
ast að niðurstöðu um skilyrði
til sefjunar svo og hvaða skap-
gerðareiginleikum þeir eru
gæddir, sem ánetjast fyrir-
stöðuminnst skoðunum ann-
arra.
Áhrifavald meirihlutans
Bandaríski sálfræðingurinn
S. Asch er þekktur fyrir rann-
sóknir sínar á þessu sviði og
skal hér tilfært eitt dæmi. Til-
raun hans fólst í því að átta
manna hópur skyldi meta
stærð ólikra hluta. Öllum í
hópnum að einum undanskild-
um voru gefin ákveðin fyrir-
mæli um, hvernig þeir ættu að
haga sér. Fyrst áttu þeir að
meta hlutina samkvæmt stærð
þeirra, en síðan skyldu þessir
sjö breyta áliti sínu og halda
fram alröngum skoðunum; höf-
uðatriðið var að þeir væru allir
sammála. Við tilraunina kom í
ljós að samstaða meirihlutans
gagnvart þeim áttunda hafði
þau áhrif, að hann féllst á nið-
urstöður meirihlutans að lok-
um, enda þótt hann hefði kom-
izt að hárréttum niðurstöðum
i upphafi. Þegar þessi tilraun
var endurtekin í fleiri hópum,
kom í ljós að af 217 svörum 30
einstaklinga reyndist liðlega
þriðjungurinn rangur, þ. e. a.
s. í samræmi við niðurstöður
meirihlutans.
Ytri aðstæður í umhverfi
manna geta leitt til hugar-
ástands sem er einkar móttæki-
legt fyrir sefjun. í því sam-
bandi má benda á yfirvofandi
hættu sökum náttúruhamfara
eða styrjaldar eða annað sem
ógnar öryggi og vekur ótta.
Börn móttækileg
Vissir hópar í samfélaginu
eru taldir móttækilegri fyrir
sefjun en aðrir. Einn þessara
hópa eru börn. Rannsóknir
hafa leitt í Ijós að börn hafa
tilhneigingu til að taka gagn-
rýnislaust við ýmiskonar áróðri
sem hafður er í frammi. Stafar
þetta skiljanlega af lítt þrosk-
aðri dómgreind og reynsluleysi
barna; þau hafa ekki öðlazt
grundvöll til að vega og meta.
Auglýsingaáróður nútímans
hagnýtir sér þessa staðreynd í
ríkum mæli víða um heim. Til
fróðleiks má geta þess hér, að
í brezkum sjónvarpsauglýsing-
um er bannað með lögum að
auglýsa vörur, sem álitið er,
að hafi áhrif á börn þannig að
þau relli og nauði í foreldrum
sínum og valdi þeim óþarfa
uppeldiserfiðleikum. Er hér
einkum átt við auglýsingar á
sælgæti og leikföngum. Full-
orðið fólk með takmarkaða
sjálfsvitund, fólk sem er haldið
vanmáttarkennd, eða fólk sem
býr við félagslegt öryggisleysi
er allajafna móttækilegra fyrir
sjónarmiðum annarra. Fólk
með þessa eiginleika á erfitt
með að mynda sér sjálfstæðar
skoðanir og þorir ekki að láta
þær i ljós af hræðslu við, að
öðrum muni ekki geðjast að
því. Fleira mætti benda á í
sambandi við skilyrði til sefj-
unar, en þetta verður látið
nægja að sinni. Ætlunin var
að fjalla lítið eitt um nokk-
ur grundvallaratriði áróðurs,
hvernig hann er „tæknilega“
séð byggður upp og nær svo
takmarkalausum árangri sem
raun ber vitni.
Á grundvelli fræðilegra kann-
ana, sem gerðar hafa verið á
þessu fyrirbæri í þjóðfélaginu,
er með nokkurri vissu hægt að
greiða þræðina sundur og kom-
ast að kjarnanum. Það fer víst
ekki milli mála, að sálfræðileg
og félagsfræðileg þekking hef-
ur verið hagnýtt ríkulega í á-
róðursskyni. Þetta á ekki hvað
sízt við í viðskipta- og verzl-
unarlífi, en einnig á sviði
stjórnmála, trúmála og víðar.
Þrjú veigamikil atriði
Eins og nefnt var hér að
framan, er fyrsta skref áróðurs
að ná athyglinni og halda
henni vakandi. Frá sálfræði-
legu sjónarmiði er þrennt talið
veigamikið. Það er i fyrsta lagi
framsetning, í öðru lagi end-
38