Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 43
urtekning og í þriðja lagi til-
breytni í endurtekningunni.
í auglýsingaáróðri viðskipta-
lífsins er athyglinni náð með
myndskreytingum í sterkum
áberandi litum. Oft eiga mynd-
skreytingarnar ekkert skylt við
vörutegundina, sem auglýsingin
á við. Hver myndi t. d. veita
eftirtekt auglýsingu á hjól-
börðum, ef eggjandikvenkropp-
ur skartaði ekki með og drægi
að sér athyglina? Kynþokki
kvenna er markvisst notaður í
auglýsingum til að ná athygl-
inni með afburðagóðum ár-
angri. Annað atriði til að ná
athyglinni er stórt og áberandi
letur á stuttum hnitmiðuðum
slagorðum. Of langur texti og
útskýringar hefur í för með sér
dvínandi athygli. Öllum sem
kannað hafa áróðurstækni ber
saman um að slagorðin séu
mjög áhrifarik. í stjórnmálum
hefur þessu ekki síður verið
beitt en í viðskiptalífinu. Áróð-
ursmeistarar nazista í síðari
heimsstyrjöldinni, sem einna
lengst hafa komizt með að af-
vegaleiða milljónir manna með
áróðri, hömruðu sífellt sömu
slagorðin inn í fólkið með fjöl-
miðlana sem hjálpartæki.
Sífelld endurtekning á að
þjóna tvíþættum tilgangi. Ann-
arsvegar að auka þrýsting boð-
anna í skyntúlkun einstaklings-
ins, hinsvegar halda í fylgj-
endur, sem hafa tileinkað sér
skoðanirnar. Þetta er m. a.
ástæðan fyrir því að alls staðar
heyrast og sjást sömu slagorðin
í fjölmiðlunum. En endurtekn-
ingin er þó ekki einhlít til að
halda athyglinni; endurtekn-
ingin þarfnast tilbrigða svo að
fólk verði ekki leitt á henni.
En ekki verður hinum vísu
skotaskuld úr því. Það er ekki
mikil „kúnst“ að breyta upp-
skriftinni og jafnframt gæta
þess að markmiðið sé hið sama.
Hér skal tekið eitt dæmi um
auglýsingu á sömu kvikmynd.
„Sjáið hina stórfenglegu kvik-
mynd, með hinum heimsfrægu
leikurum......í aðalhlutverk-
um. Nú hafa tíu þúsund manns
séð hina óviðjafnanlegu og
margumtöluðu kvikmynd........
mynd sem allir verða að sjá.“
Sé þessi auglýsing athuguð dá-
lítið nánar kemur i ljós, að
hún er ekki samsett út í bláinn.
Hún á að sjálfsögðu að þjóna
þeim tilgangi að aðsóknin að
kvikmyndinni verði sem mest.
í því skyni er áherzlan undir-
strikuð með orðunum „heims-
frægir leikarar". Staðreynd er
að frægar persónur, hvort held-
ur er í kvikmyndaiðnaðinum,
vísindum, poppheiminum, i-
þróttagreinum eða öðru, full-
nægja á vissan hátt þörf al-
mennings fyrir að dýrka og til-
biðja eitthvað. Allir vita að
frægar kvikmyndastjörnur
verða þessarar dýrkunar að-
njótandi í ríkum mæli, og þess-
vegna eru þær góð „beita“ í
allskonar auglýsingaáróðri,
samanber fegrunarlyf kvenna.
En auglýsingin um kvikmynd-
ina höfðar einnig til annarrar
þarfar hjá einstaklingnum,
semsé að vera „eins og hinir“,
skera sig ekki úr fjöldanum;
þvi er áherzlan lögð sérstaklega
á orðin „tiu þúsund“, þ. e. a. s.
fjöldann, sem hefur séð mynd-
ina, ennfremur að hún veki
umtal, og því verði „allir“ að
sjá hana.
Þarfir
í öllum áróðri er reynt að
höfða til þarfa einstaklingsins
á einn eða annan hátt. Menn
stjórnast meira og minna af
þö:fum sinum með tilliti til við-
horfsmynduna:. Ein grundvall-
arþörf mannsins er þörfin fyr-
ir öryggi. Tryggingafélög um
víða ve.öld spila einkum á
þessa strengi í viðleitni sinni
til að fá sem flesta viðskipta-
vini til að tryggja sig gegn öll-
um sköpuðum hlutum sem
stofnað geti öryggi þeirra í
39