Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 43

Samvinnan - 01.02.1972, Qupperneq 43
urtekning og í þriðja lagi til- breytni í endurtekningunni. í auglýsingaáróðri viðskipta- lífsins er athyglinni náð með myndskreytingum í sterkum áberandi litum. Oft eiga mynd- skreytingarnar ekkert skylt við vörutegundina, sem auglýsingin á við. Hver myndi t. d. veita eftirtekt auglýsingu á hjól- börðum, ef eggjandikvenkropp- ur skartaði ekki með og drægi að sér athyglina? Kynþokki kvenna er markvisst notaður í auglýsingum til að ná athygl- inni með afburðagóðum ár- angri. Annað atriði til að ná athyglinni er stórt og áberandi letur á stuttum hnitmiðuðum slagorðum. Of langur texti og útskýringar hefur í för með sér dvínandi athygli. Öllum sem kannað hafa áróðurstækni ber saman um að slagorðin séu mjög áhrifarik. í stjórnmálum hefur þessu ekki síður verið beitt en í viðskiptalífinu. Áróð- ursmeistarar nazista í síðari heimsstyrjöldinni, sem einna lengst hafa komizt með að af- vegaleiða milljónir manna með áróðri, hömruðu sífellt sömu slagorðin inn í fólkið með fjöl- miðlana sem hjálpartæki. Sífelld endurtekning á að þjóna tvíþættum tilgangi. Ann- arsvegar að auka þrýsting boð- anna í skyntúlkun einstaklings- ins, hinsvegar halda í fylgj- endur, sem hafa tileinkað sér skoðanirnar. Þetta er m. a. ástæðan fyrir því að alls staðar heyrast og sjást sömu slagorðin í fjölmiðlunum. En endurtekn- ingin er þó ekki einhlít til að halda athyglinni; endurtekn- ingin þarfnast tilbrigða svo að fólk verði ekki leitt á henni. En ekki verður hinum vísu skotaskuld úr því. Það er ekki mikil „kúnst“ að breyta upp- skriftinni og jafnframt gæta þess að markmiðið sé hið sama. Hér skal tekið eitt dæmi um auglýsingu á sömu kvikmynd. „Sjáið hina stórfenglegu kvik- mynd, með hinum heimsfrægu leikurum......í aðalhlutverk- um. Nú hafa tíu þúsund manns séð hina óviðjafnanlegu og margumtöluðu kvikmynd........ mynd sem allir verða að sjá.“ Sé þessi auglýsing athuguð dá- lítið nánar kemur i ljós, að hún er ekki samsett út í bláinn. Hún á að sjálfsögðu að þjóna þeim tilgangi að aðsóknin að kvikmyndinni verði sem mest. í því skyni er áherzlan undir- strikuð með orðunum „heims- frægir leikarar". Staðreynd er að frægar persónur, hvort held- ur er í kvikmyndaiðnaðinum, vísindum, poppheiminum, i- þróttagreinum eða öðru, full- nægja á vissan hátt þörf al- mennings fyrir að dýrka og til- biðja eitthvað. Allir vita að frægar kvikmyndastjörnur verða þessarar dýrkunar að- njótandi í ríkum mæli, og þess- vegna eru þær góð „beita“ í allskonar auglýsingaáróðri, samanber fegrunarlyf kvenna. En auglýsingin um kvikmynd- ina höfðar einnig til annarrar þarfar hjá einstaklingnum, semsé að vera „eins og hinir“, skera sig ekki úr fjöldanum; þvi er áherzlan lögð sérstaklega á orðin „tiu þúsund“, þ. e. a. s. fjöldann, sem hefur séð mynd- ina, ennfremur að hún veki umtal, og því verði „allir“ að sjá hana. Þarfir í öllum áróðri er reynt að höfða til þarfa einstaklingsins á einn eða annan hátt. Menn stjórnast meira og minna af þö:fum sinum með tilliti til við- horfsmynduna:. Ein grundvall- arþörf mannsins er þörfin fyr- ir öryggi. Tryggingafélög um víða ve.öld spila einkum á þessa strengi í viðleitni sinni til að fá sem flesta viðskipta- vini til að tryggja sig gegn öll- um sköpuðum hlutum sem stofnað geti öryggi þeirra í 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.