Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 45
Ragna Ólafsdóttir: byrjendabóka í lestri Þau ólíku hlutskipti, sem biða drengja og stúlkna í þjóðfélag- inu, eru nú mjög til umræðu hér á landi eins og víða er- lendis. Gengur mörgum erfið- lega að átta sig á, af hverju þessi mismunur stafar, þar sem fá störf krefjast nú sérstakra líkamsburða, og auðsætt er, að bæði kynin fæðast með sömu andlega eiginleika, er ættu að tryggja þeim nánast jöfn tæki- færi til menntunar og stöðu- vals. Þó mun álit flestra, að or- sakanna sé að leita í ólíkri fé- lagsmótun barnanna. Síðastliðinn vetur tók starfs- hópurinn Úur sér fyrir hendur að athuga, hvaða mynd byrj- endabækur í lestri gefa af þjóð- félaginu, og var jafnframt haft í huga, hvort sú mynd gæti átt þátt i að viðhalda ríkjandi skoðunum á hinni félagslegu skiptingu. Ekki er auðsvarað, hversu mikil áhrif lestrarefni barna hefur á hugmyndaheim (skoð- anamyndun) þeirra. Augljóst er þó, að bækur eru á sinn hátt fjölmiðill og þar af leiðandi á- hrifavaldur eins og útvarp, sjónvarp o. fl. Einnig er nauð- synlegt að gera sér ljóst, að áhrif bóka á skoðanir barna aukast í hlutfalli við möguleika þeirra á að bera sig saman við þær persónur, sem um er fjall- að og lýst er. Þá skiptir kynið miklu máli, þar sem drengir munu sem næst eingöngu bera sig saman við karlpersónur, og hliðstæður samanburður mun eiga sér stað um stúlkur. Áðurnefnd athugun náði til flestra þeirra iestrarbóka, sem nú eru notaðar við byrjenda- kennsluna, en þær eru: Gagn og gaman, bæði heftin, Barna- gaman, 4 hefti, Litla gula hæn- an, báðar útgáfur, Ungi Iitli, báðar útgáfur, Haukur og Dóra, Sumar í borg, Lestrarbók, nýr flokkur, 5 hefti og ÞaS er Ieikur að Iesa, 4 hefti. Hér á eftir mun gerð grein fyrir þeirri þjóðfélagsmynd, sem athugunin leiddi í ljós, og nokkur dæmi nefnd i því augnamiði. Hlutfall frásagna milli kynja Þegar efni lestrarbókanna er athugað, vekur strax eftirtekt, hversu miklu fleiri sögur fjalla um drengi en stúlkur (undan- skilið er Barnagaman). Sem dæmi skal nefnt, að í bóka- flokknum ÞaS er leikur aS lesa eru 10 sögur, flestar langar, sem fjalla um drengi, og koma stúlkur þar vart við sögu. Ein- ungis 3 sögur, sambærilegar, greina frá stúlkum, en drengur er þó áberandi í einni þeirra. Um myndir gegnir sama máli. í bókinni Sumar í borg, sem segir frá systkinum, flokkast þær þannig: Hlutlausar 19, bæði kyn 31, karlkyn 21, kven- kyn 4. Fjölskyldan Félagsleg staða fjölskyldunn- ar ákvarðast ætíð af starfi föð- ur, sé það atriði nefnt. Algeng- ustu starfsheiti eru: bóndi, sjó- maður og verzlunarmaður. Iðn- aðarmenn, aðrir en smiðir, eru aldrei nefndir, og verkamenn koma hvergi við sögu. Af störf- um, sem krefjast háskóla- menntunar, er einungis getið um lækna og kennara. Þegar kemur að mæðrunum, er upptalning óþörf. Þær eru heima að sinna eldhúsverkum og barnauppeldi. Þó er getið þriggja kvenna, sem vinna störf utan heimilis, þar af eru tvær nefndar í sömu sögunni. Tvær þeirra, sem nefndar eru, af- greiða í búð og ein er leiðbein- andi í skólagörðum. Hvergi er getið um einstæða foreldra né heldur um börn, sem tekin hafa verið í fóstur. Um fjárhagsörðugleika er aldrei að ræða. Ef einhvers er þörf, sem kostar peninga, fæst það fyrirhafnarlaust, að því er virðist. Eignaskipting á heimilinu er glögg i sögum, sem gerast í sveit. Konur eiga hænur, kýr og ketti, en karlmenn hesta og hunda. Af dauðum hlutum er bíllinn helzt nefndur, þá ætíð 'sem eign föðurins. Foreldrar Móðirin er sistarfandi á heimilinu: Mamma bjó út allt nestið. Hún hafði smjör, brauð, ost, lax, síld .... — Mamma var í eldhúsinu að þvo upp. — Mamma bætíi fötin og gerði við götin. Föður er sjaldan að 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.