Samvinnan - 01.02.1972, Page 48

Samvinnan - 01.02.1972, Page 48
24% þeirra sem völdu Svíþjóð. (Þessar tölur gilda eingöngu um þann hluta barnanna, sem var búsettur á sjónvarpssvæðinu). Sjónvarpið er máttugra en allir aðrir fjölmiðlar, meðal annars fyrir þá sök hve litlar kröfur það gerir til notenda sinna. Barnið þarf ekki að vera orðið læst, það þarf ekki einu sinni að vera talandi eða geta staðið á eigin fóum til að geta hagnýtt sér sjónvarp. í kvik- myndahús fer barnið naumast fyrr en það hefur náð vissum aldri, og þar að auki hafa for- eldrarnir, ef þeir kæra sig um, töluvert lengi efirlit með því hvaða kvikmyndir börn þeirra sjá. Notkun prentaðs máls er einnig háð foreldravaldi að nokkru, en þroska barnsins al- gerlega. Skilningur barnsins á því, sem fer fram í sjónvarpinu, er vitaskuld takmarkaður, en oft er erfitt að segja til um áhrifin, einkum varanleg áhrif. í sum- um tilvikum geta áhrifin verið því meiri sem skilningurinn er minni. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að börn láta sér í tiltölu- lega léttu rúmi liggja beitingu skotvopna, en verða mjög hrædd við eggvopn á sjónvarpi. Hvað sem líður möguleikun- um til að meta áhrif sjónvarps- ins, er hitt ómótmælanleg staðreynd, að börnin eru ofur- seld verkum þeirra, sem ráða sjónvarpsefninu (einhver kann að svara því til, að alltaf megi loka fyrir tækið, en slikt er óraunsætt svar). Þessi mikli áhrifamáttur og sérstaða hljóð- varps og sjónvarps er mörgum ljós og speglast meðal annars i því, að víðast er í gildi nokk- uð nákvæm löggjöf um réttindi og skyldur þeirra, sem fást við útvarp. Oft er útvarpað bein- línis á vegum hins opinbera, og mér er ekki kunnugt um neitt land þar sem hið opinbera láti útvarp með öllu afskiptalaust. (Skýringin á þessu er að vísu ekki eingöngu sú, að löggjafinn hafi áhyggjur af því efni, sem er flutt, heldur einnig vegna þess að einhver verður að hafa með höndum úthlutun bylgju- lengda, svo allt fari ekki í vit- leysu eins og í Bandarikjunum á 3. tug þessarar aldar, þegar útvarpsstöðvar spruttu upp eins og gorkúlur á haugi og trufl- uðu hver aðra með þeim ár- angri að víða heyrði enginn neitt). Hér á landi eru i gildi sér- stök útvarpslög, sem voru síð- ast endurskoðuð fyrir ári. Þar segir m. a. um verksvið Ríkis- útvarpsins: „Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni íslenzks þjóðlífs, svo og við þarfir og óskir minni hluta sem meiri hluta. Veita skal alla þá þjón- ustu, sem unnt er með tækni útvarpsins og almenningi má að gagni koma. Ríkisútvarpið skal i öllu starfi sínu halda í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur. Það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stofnunum, félögum og ein- staklingum.“ (3. gr.). í 2. gr. segir með ótvíræðu orðalagi, að Ríkisútvarpið hafi „einkarétt á útvarpi". Samkvæmt gömlu út- varpslögunum var þessi réttur í höndum ríkisstjórnarinnar, og þess vegna á hennar valdi hvernig hún neytti þessa einka- réttar. Nú er þessi réttur hins vegar gefinn Rikisútvarpinu beint af Alþingi án milligöngu ríkisstjórnarinnar, og sam- kvæmt því er það aðeins háð ákvörðun Ríkisútvarpsins sjálfs, hvort eða hvenær það lætur loka fyrir útvarpssend- ingar Keflavikurstöðvarinnar til íslendinga. Ég mun ekki ræða hér um þau stjórnmála- legu, siðferðilegu og tæknilegu atriði, sem koma til álita í því máli. Eins og tilvitnunin í útvarps- lögin hér að framan gefur til kynna, er töluverð áherzla lögð á óhlutdrægni og lýðræð- isleg vinnubrögð. Útvarpinu hefur þó ósjaldan verið brigzlað um að draga taum sumra póli- tískra afla á kostnað annarra. Hér er þess ekki kostur að leggja hlutlægan dóm á þau mál, en ég vil benda á að sá háttur, sem hefur tíðkazt við kjör í útvarpsráð, þ. e. að kjósa það í upphafi hvers nýkjörins Alþingis, hefur óneitanlega ýtt undir þann skilning, að ráðinu bæri að hafa hliðsjón af skoð- unum meirihluta Alþingis hverju sinni, m. ö. o. að túlka stjórnarstefnuna. Enda var það samkvæmt gömlu lögunum, eins og áður segir, raunverulega ríkisstjórnin, sem rak Ríkisút- varpið. Samkvæmt nýju lögunum er valdsviði útvarpsráðs innan stofnunarinnar ekki breytt, en sjálfstæði þess gagnvart Al- þingi er aukið, þar sem útvarps- ráð er nú kosið á fjögurra ára fresti án tillits til Alþingis- kosninga. í heild má segja að nýju út- varpslögin leggi áherzlu á auk- ið sjálfstæði Rikisútvarpsins, án þess þó að gera það að al- gerlega óháðu fyrirtæki. Orða- lag þeirra er að mörgu leyti al- mennt og veitir þeim, sem vinna eftir þeim, töluvert svig- rúm í túlkun. Mjög mikið velt- ur á því, hvaða túlkunarhefð skapast. Þorbjörn Broddason. HEIMILDIR: 1) Ulf Berg: Pattern of Radio Listening and Television Viewing in Iceland. (Fjölritað hjá sænska útvarpinu 1971). 2) Sama heimild. 3) Melvin L. DeFleur: Theories of Mass Communication. McKay & Co. 1970. 4) Himmelweit o. fl.: Television and the Child. London 1958. Fjöldi útvarpsleyfa í nokkr- um löndum 1970: Hljóðvarps- Sjónvarps- Land leyfi á 100 íbúa leyfi á 100 íbúa Afrika* 4 — Danmörk 35 28 Finnland 37 22 Indland 1 — ísland 31 20 Júgóslavía 16 7 Portúgal 15 3 Bretland 33 29 Svíþjóð 36 30 Tékkóslóvakía 28 20 V-Þýzkaland 32 26 A-Þýzkaland 35 24 * (Þar af ca. helmingur í Egyptalandi). 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.