Samvinnan - 01.02.1972, Side 64
HEIMILISSf
Bti ^
Bryndís
, Steinþórsdóttir
R >3
'&snmmH
Það er fljótlegt og handhægt að sjóða fisk á pönnu. Efnainnihald og
bragð varðveitist einnig betur en ef hann er soðinn í miklu vatni eins
og algengast er.
Fiskur soSinn á pönnu
1 meðalstórt ýsuflak
5—6 kartöflur
1—2 laukar
1 tsk salt
100 g smjörlíki
1 dl vatn
Smyrjið steikarpönnu með smjörlíki. Flysjið kartöflurnar og skerið
þær i meðalþykkar sneiðar, sem raðað er á pönnubotninn. Takið roðið
af flakinu, skerið það í 4—5 sm bita og raðið yfir kartöflurnar. Saltið
og látið laukhringi og smjörbita jafnt yfir fiskinn. Hellið þvi næst
vatninu í pönnuna, látið lokið yfir og sjóðið í um 20 mín. við hœgan
hita (annars er hætt við að kartöflurnar brenni við). Bætið smjörlíki
og vatni á pönnuna ef með þarf. Berið fiskinn fram vel heitan með
t. d. hvitkálsappelsínusalati.
Soðin rauðspretta með tómötum og lauk
500 g rauðsprettuflök (eða ýsuflök)
dill eða steinselja
1—2 laukar
2 stórir tómatar
salt og pipar
100 g smjör eða smjörlíki
Raðið rauðsprettuflökunum i
smurða steikarpönnu. Klippiö
steinselju eða dill yfir. Saxið
laukinn og skerið tómatana í
sneiðar. Látið það jafnt yfir fisk-
inn ásamt kryddinu og smjörbit-
unum. Bætið vatninu á og sjóðið
í lokaðri pönnu við vægan hita
í um 15—20 mín. Berið fram
með soðnum kartöflum. í staðinn
fyrir nýtt dill eða steinselju má
hvort sem er nota það frosið
eða þurrkað.
Rauðspretturúllur með kryddsmjöri
1 kg rauðspretta
salt og sítrónusafi
Hreinsið fiskinn, flakið, takið roðið af eí vill og þerrið flökin. Stráið
saltí yfir og vefjið flökin upp, stingið trépinna (tannstöngli) í gegnum
hverja rúllu og raðið þeim síðan á smurða rist eða i mót. Látið nokkra
dropa af sítrónusafa á hverja rúllu og sjóðið þær síðan yfir gufu í
15—20 mín. eftir stærð. Takið pinnana úr og berið rúllurnar fram með
soðnum kartöflum, sítrónubátum og kryddsmjöri.
KRYDDSMJÖR:
100 g smjör
Vi dl vatn
1 súputeningur
1—2 harðsoðin egg
2 msk saxaður spánskur pipar (paprika)
(nýr eða niðursoðinn)
2 tómatar.
2 msk steinselja eða dill
sitrónusafi, salt, pipar
Saxið egg og tómata smátt. Hitið
smjör og vatn með súputeningn-
um þar til suðan kemur upp.
Látið egg, tómata, spánska pip-
arinn og klippta steinselju eða
dill saman við. Bragðbætið síðan
með sítrónusafa, salti og pipar.
í staðinn fyrir söxuð egg er
einnig gott að hafa saxaðar
sýrðar agúrkur eða pikles. Bragð-
inu má einnig breyta með sinn-
epi, tómatsósu, karrý eða þurrk-
aðri papriku.
Kryddsmjör er gott með öllum soðnum fisktegundum.
Steiktur fiskur með appelsínusósu
500 g ýsu- eða rauðsprettuflök
salt og pipar
matarolía eða brœtt smjör
SÓSAN:
2 msk smjör eða smjörlíki
lítill laukur
2 stórar appelsínur
Vi tsk eplaedik
timian eða merian eftir bragði
söxuð steinselja, ný eða þurrkuð
Roðflettið ýsuna (og rauðsprettuna ef vill), þerrið og raðið í smurt,
eldfast mót. Kryddið og smyrjið flökin með matarolíu eða bræddu
smjöri. Steikið fiskinn síðan í ofni við um 200 gráðu hita eða glóðar-
steikið. — Búið til sósuna á meðan fiskurinn er að steikjast. Bræðið
smjörið í potti og hitið laukinn þar til hann er byrjaður að brúnast.
Bætið þar í safa úr heilli appelsínu og rifnu hýði af hálfri appelsinu.
Sjóðið upp á sósunni og bragðbætið hana með eplaediki, kryddi og
steinselju. Hellið henni síðan yfir fiskinn í mótinu og skreytið með
appelsínubátum.
Glóðarsteiktar rifjur með bragðbæti
Hreinsið og þerrið rifjurnar (kóteletturnar). Blandið saman mataroliu,
salti, pipar, hvítlauksdufti eða rósmarin og penslið kjötið með þvi.
(Bezt er að láta kjötið liggja í blöndunni a. m. k. 1—2 klst. í lokuðu
60