Samvinnan - 01.02.1972, Page 65
íláti). Glóðarsteikið síðan rifjurnar öðrum megin, snúið þeim við og
Ijósbrúnið hinum megin. Leggið þá þunna hýðislausa appelsínusneíð,
ananashring, aprikósu eða ostsneið á hverja rifju og penslið yfir með
smjöri ef um ávexti er að ræða. Grillið þar til áveixtirnir eru byrjaðir
að brúnast eða osturinn bráðnaður.
Eí kjötskammturinn er of lítill má t. d. drýgja hann
á eftirfarandi hátt:
4—6 brauðsneiðar eða bollur
3— 400 g hakkað nauta- eða lambakjöt
1 msk brauðmylsna eða haframjöl
1 egg eða 1 eggjarauða og 1 msk vatn
salt og pipar, 1 tsk. kjötkraftur eða
súputeningur (leystur upp í vatni).
Brúnaður laukur, pikles, HP-sósa eða tómatsósa
Smyrjið brauðsneiðarnar. Hrærið kjötið með brauðmylsnu, eggi og
kryddi. Skiptið því á brauðsneiðarnar og smyrjið því vel í jafnt lag.
Steikið því næst, fyrst með kjöthliðina niður, í 8—10 mín., því næst
brauðið þar til það er byrjað að brúnast. Berið þetta fram á vel heitum
diskum. Látið brúnaðan lauk, pikles og HP-sósu eða tómatsósu á buffin
til bragðbætis og steikt egg þar yfir. Borið fram með hráu grænmetis-
salati, úr t. d. gulrótum, blóm- eða hvítkáli og eplum, sem bragðbætt
er með sinnepi og tómatsósu.
Kalt kartöflusalat með sýrSum rjóma
1—2 dl sýrður rjómi
4— 5 msk oliusósa (mayonaise)
1—2 msk smátt saxaður laukur
2 tsk pikles
1 tsk karrý
söxuð steinselja eða kerfill
4—500 g kartöflur
1—2 epli
Hrærið sýrða rjómann saman við oliusósuna og bragðbætið með lauk,
pikles, saxaðri steinselju og kryddi. Skerið kaldar, flysjaðar kartöfl-
urnar í þunnar sneiðar og eplið í litla bita. Hellið sósunni yfir og
hrærið varlega í. Berið salatið fram vel kalt með kjöt- og fiskréttum.
Pönnukökur meS sveppa- eða rækjufyllingu
Búið til venjulegt pönnukökudeig með Vá tsk af salti og 1 tsk af sykri
til bragðbætis, en sleppið dropunum. Bakið meðalþykkar pönnukökur,
sem má fylla t. d. á eftirfarandi hátt:
RÆKJUFYLLING:
100 g olíusósa (mayonaise)
2 eggjahvítur
söxuð steinselja eða dill
sinnep, paprika
1— 200 g rœkjur
Blandið stífþeyttum hvítunum saman við kryddaða olíusósuna ásamt
rækjunum. Vefjið pönnukökurnar upp með fyllingunni og raðið þeim
í smurt eldfast mót. Hellið dálitlu bræddu smjöri yfir og stráið rifnum
osti jafnt yfir pönnukökurnar sem síðan eru bakaðar við 200 gráðu
hita í um 10 mínútur.
SVEPPAFYLLING:
175 g sveppir
safi úr hálfri sítrónu
(V2 dl sherry)
50 g smjör
1 lltill laukur (saxaður)
1 dl rjómi
2— 3 msk hveiti
(3—4 sneiðar reyktur lax)
Hreinsið sveppina (eða notið niðursoðna sveppi) og skerið þá í eggja-
skera. Bræðið smjörið, bætið sítrónusafa, lauk, sherry, salti og pipar
saman við og sjóðið sveppina þar í um 5 mín. Stráið hveitinu yfir og
þynnið jafninginn með rjómanum og sveppasoðí eða vatni.
Jafningurinn á að vera fremur þykkur. Skiptið honum á pönnukök-
urnar. Skerið laxinn í bita og stráið honum yfir jafninginn. Vefjið
síðan pönnukökurnar upp, raðið þeim í smurt eldfast mót. Látið yfir
þær smjör og rifinn ost og bakið á sama hátt og pönnukökur með
rækjufyllingu.
Ostahorn (32 stk.)
50 g pressuger
lVi dl volgt vatn
1 dl rjómi eða mjólk
1 tsk salt
1 tsk sykur
2 egg
200 g smjörlíki
Vi kg hveiti
FYLLING:
100 g smjör
100 g rijinn ostur (bragðsterkur)
2—3 tsk paprika
Allt hrœrt saman.
Hrærið gerið með volga vatninu í stórri skál. Bætið rjóma, salti, sykri
og eggjum saman við. Bætið smjörinu smátt og smátt út í ásamt hveit-
inu. Hnoðið (ath. að deigið á að vera lint) og látið deigið bíða í skál-
inni með klút yfir á volgum stað þar til það hefur aukizt um allt að
helming. Hnoðið og skiptið í 4 parta. Fletjið deigið út í kringlóttar
kökur. Skerið hverja þeirra í 8 þríhyrninga. Látið dálitla ostafyllingu
á hvern hyrning og vefjið upp frá breiðari endanum. Beygið hornin
um leið og þeim er raðað á plötuna og látið þau lyfta sér á volgum
stað (hafið stykki yfir plötunni) í 10—15 mín. Penslið hornin síðan
með þeyttu eggi og bakið við um 25 gráðu hita i um 15 mín. Hornin
eru góð með súpum, einnig með tei eða kaffi og má smyrja þau ef
vill. Allt pressugersbrauð verður ljúffengara ef það er velgt rétt áður
en það er borið fram.
Páskaterta
(Sænsk verðlaunakaka)
3 egg
lVi dl sykur
3 msk volgt vatn
2 dl hveiti
lVi tsk lyjtiduft
FYLLING:
3 dl vanillukrem eða
t. d. kaldur búðingur
SKREYTING:
1 dl aprikósumauk
200 g möndlumassi (massipan)
2 eggjahvítur
50 g möndlur (möndluspœnir)
Þeytið egg og sykur í þétta froðu. Sigtið hveiti og lyftiduft og blandið
því varlega saman við ásamt volga vatninu. Bakið deigið strax í vel-
smurðu tertumóti með lausum botni við 200 gráðu hita, neðarlega í
ofninum. Bökunartími er um 20 mín. Látið kökuna kólna nokkra stund
áður en aprikósumaukinu er smurt yfir. Hrærið því næst möndlu-
massann með eggjahvítunum, látið hann í sprautupoka og sprautið
yfir kökuna t. d. í tígla. Bakið kökuna áfram þar til möndlumassinn
er hæfilega bakaður (Ijósgulbrúnn). Takið kökuna úr mótinu, kljúfið
hana og leggið saman með vanillukreminu. Smyrjið kreminu einnig
utan á kökuna og hyljið með rifnum möndlum, sem áður eru ristaðar
á þurri pönnu.
61