Samvinnan - 01.02.1972, Side 69
ur gert, væri það nákvæmlega
jafnstórt.
Eyvind Johnson (f. 1900),
sænska sagnaskáldið, var
staddur í kvöldverðarboði, sein
skáldkonan Alice Lyttkens og
maður hennar, Lyttkens mála-
færslumaður, héldu bók-
menntasinnuðum vinum sín-
um. Þegar búið var að drekka
kaffið, yfirgaf Johnson sam-
kvæmið og gekk inní bókaher-
bergi heimilisins til að sökkva
sér niðrí hinar mörgu æsilegu
bækur sem þar var að finna.
Hann tók fram bækur hér og
þar í hillunum og komst að
raun urn, að þær voru allar
áritaðar af höfundunum. Eng-
in bók var án tileinkunar
höfundar, ef frá er talin Biblí-
an á heimilinu.
Þegar frú Lyttkens kom inní
bókaherbergi sitt morguninn
eftir, lá Biblían á borðinu. A
titilblaði hennar stóð:
Til Alice frá Guði.
Samuel Johnson (1709—
1784), enska skáldið, gagnrýn-
andinn og fagurkerinn, samdi
meðal annars fræga orðabók,
sem síðar var gefin út í endur-
skoðaðri útgáfu. Skömmu eftir
að Johnson hafði lokið við end-
urskoðunina, hitti hann hefð-
arfrú sem setti ofaní við hann
fyrir að taka „ósiðleg orð“ í
verk sitt.
— En kæra frú, svaraði
orðabókarhöfundurinn og
beindi að henni ásakandi
fingri, — þér hafið þá leitað
að þeim!
Heldur þreytandi og ágeng-
ur maður sagði eitt sinn við
Samuel Johnson, að hægt væri
að færa ýmsar ágætar rök-
semdir fyrir óhóflegri áfengis-
neyzlu.
— Þér vitið, sagði hann, að
drykkjan eyðir áhyggjunum og
fær okkur til að gleyma óþæg-
indum. Munduð þér ekki leyfa
manni að drekka á þessum for-
sendum?
— Jú, svaraði dr. Johnson
ákveðið, — ef hann sæti við
hliðina á yðurl
Þegar Samuel Johnson hafði
langa hríð hlustað á vin sinn
kvarta yfir meltingarerfiðleik-
um sínum, sagði hann:
— Vertu nú ekki einsog
köngurlóin, maður, með því að
spinna samtalið útúr þínum
eigin innyflum.
Boswell, hinn dyggi fylgdar-
maður og ævisöguritari Samu-
els Johnsons, spurði eitt sinn
meistara sinn, hvort viður-
í vetur ég kaupi mér skidi og skauta
og skunda í leiki þóúti sé hret.
Svo er þad reidhjól, fidla og flauta
ég fylli því baukinn svo ört sem ég get.
„NOTAÐU AÐEINS ÞAÐ BEZTA,
ÞAÐ VERÐUR ALLTAF ÓDÝRAST“
HF. HAMPIÐJAN
— REYKJAVÍK —
☆
☆
☆
☆
★
☆
— ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA —
TREVIRA PP fiskilínur
MARLIN PE humar- og botnvörpuefni
MARLIN PP og PPF kaðlar
PEV og MARLIN PPF teinatóg
Ennfremur:
MARLIN PPF heybindigarn, umbúðagarn
og margt fleira