Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 34
ið tækifæri til að teikna stór- ar byggingar síðan Guðjón Samúelsson leið. Það er fullt af stórum byggingum útum alla borg sem arkítektar hafa teikn- að. Jón: Þau tækifæri fá menn ekki nema þeir fallist á að skriða inni þessa þólitísku flokka sem hér eru allsráðandi á öllum sviðum. Það er sþurn- ing, hverju þú vilt fórna frem- ur en skriða inní pólitískan poka, hvort þú vilt ekki held- ur teikna einn og einn kofa hér og þar. Gísli: Það eru meira að segja arkítektar sem eru látnir stjórna þessum skrifstofum og ráða hverjir fá verkefnin. Jón: Ætli það séu ekki menn sem búnir eru að halda opn- um hurðum fyrir pólitísku broddana á rútubílnum þegar flokkarnir eru að fara í þess- ar öræfaferðir eða hvað það nú kallast, og í því efni er eng- inn flokkur öðrum betri. Gylfi: Það er nú meinið, að enginn er öðrum betri. Jón: Ég legg áherzlu á það, að enginn er öðrum betri. Ef þið farið yfir alla þá arkítekta sem sitja í þessum nefndum borgar, ríkis eða hvar sem er, Hörður: Ég finn hjá mér hvöt til að verja íslenzkan nútíma- arkítektúr. Ég hef þekkt marga arkítekta, talað mikið við þá og fylgzt með þróuninni síð- ustu 30 ár. Ég segi það sama við ykkur núna og ég segi stundum við krakkana í skól- anum: Mér finnst þið vera of neikvæð. Líklega hef ég haldið eina fyrirlesturinn, sem hald- inn hefur verið um íslenzkan nútímaarkítektúr, og ég hélt hann fyrir myndíðakennara fyrir tveimur árum. Það vildi svo vel til, að rétt áður en ég átti að halda fyrirlesturinn, var mjög gott veður í Rvík, svo ég tók mér myndavél í hönd og myndaði það sem mér þótti skárst, og hefði þó viljað taka miklu meira. Þegar ég var bú- inn að taka þessar myndir og gat sýnt samhengið í íslenzk- um nútímaarkítektúr frá Guð- jóni Samúelssyni til þessa dags, þá kom í ljós að þetta var lygi- lega gott. Það má gæta sín á þvi að hakka allt niður. Mað- ur verður lika að vera jákvæð- þá hafa þeir skriðið gegnum þessi líka geðslegu meltingar- færi stjórnmálamannanna inní þessar stöður, hvora leiðina sem nauðsynleg hefur talizt. Gylfi: Við erum nokkuð sam- mála um að Breiðholtshverfið sé ljótt, að minnstakosti einsog það er núna, og þarna erum við að ala upp börn, sem ætlazt er til að öðlist fegurðarskyn. Svo koma skólarnir, þar sem þessi börn eiga líka að fá menntun og uppeldi í sjónmenntum. Nú vill svo til að ég kenni sjón- menntir í barnaskóla og gagn- fræðaskóla. Ég hef að heita má alls engin gögn til að sýna þess- um krökkum, hvað hefur gerzt hér í myndlist. Það eru til dæmis ekki til neinar skugga- myndir, sem ég kemst höndum undir, og ekki heldur neinar bækur eða neitt slíkt, sem ég get kennt þeim eftir. Þetta finnst mér ákaflega veigamikið atriði. Ég held að umræða hér á landi um sjónmenntir hafi verið tiltölulega afskaplega lítil síðustu 30 ár, og kannski minnst síðustu 5-8 árin. Við höfðum þó á sínum tíma Helga- fell og Birting og annan vett- vang, þar sem ýmislegt var skrifað um þessa hluti. Nú er ekkert slíkt til, og það finnst mér vissulega vera alvarlegt. ur. Þegar þessar myndir komu á skerminn hver á fætur ann- arri, þá kom í ljós visst sam- hengi. Jón: Má ég skjóta því hér að, áður en þú heldur áfram, að „flattery will get you nowhere“. Þú gagnrýnir okkur fyrir að vera neikvæð í okkar gagnrýni. Ég vil einfaldlega koma því til skila, að forsenda þess, að hægt sé að stuðla að jákvæðri þró- un og sköpun góðra verka, er sú, að slæm verk séu skilgreind sem slæm. Ef maður gerir það ekki, er maður ekki að hjálpa neinum. Þá er maður bæði að blekkja sjálfan sig að aðra. Hörður: Ég er sammála þvi, en ég vil líka benda á jákvæðu hlutina. Þú hefur ekki bent á neitt jákvætt í þessari um- ræðu. Jón: Ég var spurður um nýju hverfin og hlýt að lýsa yfir þeirri sannfæringu minni, að ekki ein einasta bygging af neinni umtalsverðri stærðar- gráðu hafi verið byggð í Reykjavík á eðlilegum grund- velli siðustu árin. Það má taka hvaða byggingu sem vera skal. Við getum tekið Handritastofn- unina, Lagadeildarhúsið, Lög- reglustöðina, Loftleiðahótelið, Hótel Sögu. Það er af nógu að taka. Hinsvegar mun ég fyrst- ur íslenzkra arkítekta hafa hrósað beztu verkum Guðjóns Samúelssonar. Hörður: Ég get verið sammála þér um þetta, en á hinn bóg- inn hef ég fundið heila seríu af góðum húsum eftir íslenzka arkítekta. Það sem ég ætlaði að fara að segja var þetta: Ef þið takið SAS-hóteiið í Kaup- mannahöfn og berið það sam- an við annað nútímahótel í París og svo framvegis, þá verð- um við að hafa hugfast það sem ég sagði fyrr um gótíkina: Þetta er ákveðin hugmynd sem fer um alla jörð. Það þýðir ekkert að ætla sér að vera með áætlanir um þjóðlega list. Þá lendir maður bara í sérvizku. Jón: Öll þjóðleg list er slæm, en öll góð list er þjóðleg, sagði Ibsen. Hörður: Sagði Harald Giers- ing. Þegar verið er að tala um þessi efni, hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að til er góð- ur arkítektúr á íslandi. Og þá hlýtur að vera til eitthvað sem heitir íslenzkur arkítektúr. Jón: Spurningin er náttúrlega, við hvað er miðað. Miðar Hörð- ur við heiðarlegt handverk eða við þann arkítektúr sem ég hef í huga? Hús Thors Jensens við Fríkirkjuveg. Hörður: Ég miða við þann mælikvarða, sem kallaður er á hátiðlegu máli reynsla, þekk- ing og listrænn þroski. Ég hef ekki annan mælikvarða. Jón: Útfrá því sama geng ég, en spurningin er, hversu mikið af hverju. Gísli: Fellur þessi góði islenzki arkítektúr vel að umhverfi sínu, landslagi, litum o. s. frv? Jón: Hæfir hann íslenzkri veðráttu, íslenzkri náttúru?' Hörður: Grískt hof minnir ekki á gríska náttúru eða landslag. Gotnesk kirkja minnir ekki á Frakkland. Hún er í beinni andstöðu við það. Arkítektúr er ekki eftirliking náttúrunnar. SAM: Það er einsog hver önnur fásinna, að grískt hof minni ekki á gríska náttúru eða landslag. Grískt hof gæti að minu viti hvergi staðið nema í Grikklandi og kannski á Spáni, en til dæmis alls ekki með góðu móti á ítalíu, þó ítalir hafi vissulega stælt Grikki. Það leið- ir að minu viti af sjálfu sér, að góður arkítektúr falli inní um- hverfi sitt með eðlilegum hætti og þá líka hið náttúrlega um- hverfi. Hörður: Tvær grundvallarregl- ur í arkítektúr hafa verið skil- greindar. Önnur er sú, að arkí- tektúr sé bara einsog einhver hlutur í náttúrunni, blóm eða tré, sem standi bara sem slík- ur; það er hugmynd Corbusi- Of neikvæð gagnrýni? 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.