Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 15
9 fundi er svipað að segja. Menn koma þangað fyrirfram ákveðnir að stefnu og greiða atkvæði og tala eins og málstaður þeirra væri óyggjandi sannindi. Næst má telja barnafrœðsluna. Hún á að ná til allra og gerir það að nokkru. En hvernig sem að væri far- ið, gætu barnaskólarnir aldrei búið þjóðina undir nú- tíma-fjelagslíf. Börnin skilja ekki vegi og þarfir fullorð- inna manna. Börn, innan fermingaraldurs, skilja ekki og unna ekki, að kalla má, öðru en því sem sýnilegt er og áþreifanlegt. F*au geta lært að lesa, skrifa, teikna, syngja og vinna. Pau meta ferðasögur og ævintýri. En hver vill láta börn, innan 14 ára, skilja til gagns atvinnumál, menntamál, fjelagsmál, stjórnarfarslýsingar og því um líkt? Pað er ómögulegt, nema við sárfáar undantekning- ar. Og að reyna að fræða börn um slík efni, áður en þau eru vöknuð til áhugamála fullorðinna manna, erfyrst og fremst gagnslaust, því að ekkert verður eptir, og það er meira að segja skaðlegt, eptir flestum atvikum, því börnin fá langvarandi óbeit á þeim fræðufri, sem þau verða nauðug að fást við. Mönnum hefur illa yfirsjest í þessu atriði í fræðslumálalöggjöf okkar. Mörg atriði landa- fræði og sögu, sem nú eru kennd börnum, til að gera þau að betri borgurum, er verri en til einskis. Nefni eg þar fyrst til allt sem lýtur að landsstjórn og lagasetn- ingu. Sumir mundu vilja telja unglinga- og alþýðuskóla okkar frekari bót í þessu efni. F*eir gætu óneitanlega verið þaö. En fyrst og fremst ná þeir ekki nema til ör- lítils hluta af þjóðinni og í öðru lagi eru þeir almennir ýrœðaskólar, nokkurskonar framhald af barnaskólunum, Til þess að veita samvinnumenntun, þyrftu þeir að vera sjerskólar, þyrftu að láta allt skólastarfið stefna í eina átt: að gera borgarana hæfa til frjálsrar samvinnu. Ekkert sýnir betur hve ófrjóir alþýðuskólar okkar hafa verið og eru í þessu efni en það, að næstum allir helztu forgöngumenn frjálsrar samvinnu, okkar á meðal, eru sjálfmenntaðir menn, sem eiga náttúrugáfum og anda

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.