Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 20
14 nefna borgaraskóla* Skal nú reynt að lýsa, hvernig þeir skólar ættu að vera og ekkert dregið úr í því skyni, að vinna fylgi þeirra, sem fullir eru hleypidóma og skilnings- leysis móti viðreisn alþýðunnar. Borgaraskólana ætti að reisa ísveit; ekki Staðurinri- í þjóðbraut, en þó svo, að Ijett væri til að- drátta. Valin skyldi allgóð jörð, sem hæf væri til ræktunar, og hefði vatnsafl til raflýsingar og hit- unar. Jörðinni skyldi síðan skipt milli kennaranna við skólann, og þeir vera leiguliðar stofnunarinnar, meðan þeir eru þar starfsmenn. Með þessu er margt unnið. Reynsla er fengin fyrir að nemendur í kaupstaðaskólum verða að eyða helmingi meira fje en námsmenn í góð- um sveitaskólum (Hólum, Hvanneyri), um jafnlangan námstíma. Um einn skóla í Reykjavík, þar sem árlega eru um 60 nemendur má sanna, að námsfólk þar verð- ur að borga vetrardvölina 12,000 kr. meira en þurft hefði, ef skólinn hefði verið í sveit. Ró orkar mjög tvímælis, hvort unglingum, komnum úr sveit, sje verulegur ágóði að kynnast bæjalífi okkar. Þar er áréiðanlega greiðari gangur að þeim fyrirmyndúm, sem ekki eru eptirbreytn- isverðar, heldur en þe-im, sem heppilegar eru, þó þær sjeu líka til. Pá eru skólarnir svo aöþrengdir í bæjunum; þar er óhægra um alla tilbreytni, svo sem leikvelli og vinnu- stofur, sem þó er nauðsynlegt að hafa. Fyrir kennarana munar stórmiklu að vera í sveit en bæ. Reir komast af með minni laun. Þeir geta notað sumarleyfi sín til fram- leiðslu, og þeir skilja betur líf alþýðunnar, ef þeir standa líkt að vígi. Hitt er fráleitur ósiður, sem nú tíðkast við búnaðarskólana, að láta suma. kennarana hafa bújörð (skólastjórana), en aðra ekkert, og það þá, sem lakar eru * Okkar beztu unglingaskóla, sem nú eru uppi, og vel eru í sveit komnir, ætti fljótlega að mega þroska í þá átt, sem hjer greinir, með sameinuðum vilja hjeraðsstjórnar og fjárveitingarvalds landsins. »Hægra er að styðja en reisa.« j \

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.