Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 24

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Side 24
18 náttúruvísindanna með innlendum fræðiritum eingöngu. Mönnum kann að óa við þeim kostnaði, sem fylgir því, að koma upp góðum náttúrugripasöfnum við marga skóla, En mikið má með góðum vilja. ísienzkum náttúru- gripum getur námsfólkið auðveldlega safnað til muna. Mörg nauðsynleg áhöld má smíða í sjálfum skólunum. Svo bjargast þeir, sem vilja. En vegna þessarar nauð- synlegu náttúrufræðiskennslu þurfa skólarnir að standa fram á vorið, svo að náttúran vakni og standi í blóma vorsins, meðan námsfólkið hefur tíma til að virða hana fyrir sjer. Svo heitir fræðigrein, sem nú er um 80 ára Fjelags- gömul. Áður voru til mörg vísindi, sem svo frœði. voru þroskuð orðin, að af fenginni reynslu mátti sjá fyrir ókomna atburði. Svo er í stjörnu- fræði, að reikna má út með mikilli nákvæmni hreifingu himinhnattanna; af þeirri forsjá má hafa margháttað gagn. En í mannlegum málum er engin slík forsjá til. Sagan var eins og dauð beinahrúga, sem fræddi jafnvel hinn lærðasta mann í sagnfræðum ekki hót um komandi at- burði. Petta fundu margir menn, þar á meðal franski heimspekingurinn Comte, sem lifði á fyrri hluta 19. aldar. Hann vildi finna mannlífsvísindi, gera söguna framsýna. Hann lagði grundvöllinn að þeirri fræðigrein, sem nefnd er fjelagsfrœði. Aðrir hafa haldið áfram verki hans. Einn hinn afkastamesti var Herbert Spencer, og nú fylgja fræðimenn í öllum löndum í spor þessara tveggja miklu brautryðjenda. Fjelagsfræðin Ieitast við að finna náttúrulögin í mann- legu fjelagi, og um leið og þau eru þekkt, má gizka á, með sæmilegri vissu, hver áhrif þau muni hafa á líf ein- staklinganna. Sumir fjelagsfræðingar rannsaka og skýra stofnanir mannfjelagsins, ríki og ættríki, framþróun trúar- bragðanna, uppruna siðgæðishugmyndanna, lögin, o. s. frv. Nóg er verkefnið, svo mikið, að varla sjer út yfir. En með hverju ári sem líður, skýra fræðimenn þessir

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.