Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 29

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 29
Hugleiðingar á leið til Danmerkur, sumarið 1913. Eptir Jón Dúason, stud. polit. Að aptni, 23. Ágúst, ljetti Sterling akkerum á Reykja- víkurhöfn. Fólkið, sem fylgt hafði »um borð«, hnoðaði sjer niður í bátana, og innan stundar skildi »vík vini«. Skipið leið út af höfninni, með vaxandi hraða. Veðrið var inndælt: himininn heiður og sljettur sjór. Slíkri veð- urátt áttu menn ekki að venjast sunnanlands, sumarið sem leið. För minni var heitið til Kaupmannahafnar, í þeim erindum að nema þar þjóðfjelagsfræði við háskól- ann og sjerstaklega samvinnufjelagsskap, eptir því sem kostur yrði á. Að morgni vorum við í Vestmannaeyjum. Pá var brugðið veðri: komin á þoka og kólgusjór. Rað var stutt viðdvöl, að eins meðan kaupmenn fluttu fram í skipið nokkra bátsfarma af saltfiski. Eyjarskeggjar sögðu »Her- jólf«*, kaupfjelagið þar í eyjum, aldauða, og verzlunar- maður einn bætti við: að óhugsandi væri að þar risi upp kaupfjelag framar (!). Kaupmenn ráða því einir verðlagi í Eyjum sem stendur. Eyjarbúar finna ekki að sjer sje þröngvað í ár. En vera mætti að þá iðraði þess síðar, að hafa varpað allri sinni áhyggju upp á kaupmanninn. Orðið »kaupmaður« hefir lengi verið fremur illa þokk- að með íslendingum. En hvernig sem á þessu stendur hljóta menn að viðurkenna, að kaupmannastjettin er ó- * »Herjólfur« var miku fremur hlutafjelag en kaupfjelag. S. /.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.