Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 33

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 33
27 um. Fyrir 1000 árum skriðu hjer norræn víkingaskip, skjöldum sköruð og með harðfengt lið. F*á fóru íslenzk- ir bændasynir herskildi um strendur þess lands, sem nú er mesta stórveldi í heiminum. Hjer var leikvöllur ís- lenzkrar æsku. Hjer var ævintýra- og starfaþránni sval- að. Ef til vill — já, hver veit nema ísland eigi eptir að verða dálítið stórveldi á 30. öldinni. Það veltur á því einu, hve þjóðin er forsjál og ör á að leggja fram þá krapta, sem hún hefur til. Naumast var Bretinn líklegri til heimsráða, fyrir 1000 árum, en við erum nú. Róm var eitt sinn minni bær en Reykjavík er nú, umkringd af her- skáum og ágengum óvinum. Mjer dettur nú í hug vísa Jónasar: i-Veit þá engi að eyjan hvíta á sjer enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða rjettu, góðs að bíða.< Jónas hefur hugsað íslandi eitthvað hærra en það, að vera eilíf undirlægja í hverri grein. Um morguninn sigldum við suður með austurströnd Skotlands. Ströndin er girt lágum hömrum, en landið er hæðótt hið innra. Rar skiptast á stór og smá þorp, forn- eskjuleg höfuðból og bændabýli, akrar og aldingarðar. Skammt frá sjávarhömrunum þutu morgunlestirnar til og frá Aberdeen. Fyrir nálægt 20 árum var mjög fiskisælt við þessa strönd, en nú gengur þar ekki annar fiskur en síld. Rað voru togararnir, sem eyðilögðu þessi fiskimið, og að þeim eyddum hafa þeir leitað lengra norður á bóg- inn, til íslands. Reir víla víst ekki fyrir sjer, að gera land- helginni okkar sömu skil, ef ekki er tekið betur í taum- ana. Spakmælið gamla rætist opt: »Margúr ristir breiðan þveng af annars nára.« Síðla sama dag komum við til Leith. Borg sú er ekki fögur, en höfnin og skipakvíarnar eru mikil mannvirki. í Leith eru 6—7 þúsundir hagsýnna verkamanna, sem hafa pieð sjer öflugt kaupfjelag. í því fá þeir um Ú4 meira

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.