Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 67
61
byggðina, með ýmsum hliðarálmum, þá skipti um til ó-
metanlegra bóta í mörgu tilliti. Nú má heita að öll
þungavara sje á vögnum flutt til fjöldans af bæjunum,
og árlega er kappsamlega unnið að viðbótum. Víða plægja
bændur upp móana og verða þá skorurnar slarkandi á
sumrin, með Ijett vagnæki. Á öðrum stöðum eru aptur
upphlöðnu brautirnar lengdar og endurbættar. Til alls
þessa gengur mikið fje, en í það þykir ekki horfandi.
Vegagjöld innan hreppa eru mjög há, fyrir utan frjáls
framlög, og sýslurnar hafa þungar byrðar, vegna vega-
málanna.
Járnbraut frá Reykjavík, austur um sýslur, er nú á-
hugamikið dagskrármál á Suðurlandi. Reykvíkingar vilja
ákafir fá brautina, því þar hugsa þeir að fáist atvinna
við lagninguna og í öðru lagi vænta þeir þess, að þeg-
ar brautin er orðin fær, þá náist í gæðavörur austur-
sveitanna, með mikið betri kjcrum, en nú er kostur á.
Skoðanirnar um málið eru talsvert sundurleitari, austur í
sveitunum. Líklega eru þeir fleiri, sem vilja fá brautina
og það sem allra fyrst. Dæmið, sem nefnt er hjer að
framan, um fóðurmjölið, sem ekki gat komið í land á
rjettum tíma, sýnir Ijóslega eina af ástæðunum fyrir því,
að járnbrautin fáist fljótlega. Aðrir eru þeir af austan-
mönnum, aptur á móti, sem geta sætt sig við þær um-
bætur, sem fengnar eru, með framhaldi í sömu stefnu.
Peir vilja láta Flóaáveituna og fleiri ráðgerðar umbætur
komast á fyrst, er sýni það, að spárnar um stórum aukna
framleiðslu sjeu á fullum rökum byggðar. Reir óttast að
menningin í sveitunum sje enn eigi á því stigi, að hægt
sje að láta framleiðsluna vaxa nógu ört og í rjettar
stefnur; menningin sje heldur eigi fær um að mæta
ýmsum áhrifum frá höfuðborginni, sem sjeu miður lioll
fyrir sveitalífið og heimaþrifin; þeir óttast »braskið« og
fleyginginn á fólkinu, frá einu til annars, þessar farsótt-
ir, sem þegar geri atvinnuvegunum mikið tjón; fyrir