Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 69

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 69
63 skjótri útbreiðslu og þrifum, að því er sjeð verður. Sum þeirra hafa reist sjer samkomuhús af eigin efnum. Bún- aðarfjelög eru víst í flestum hreppum og hafa þau mynd- að samband sín á meðal. Lestrarfjelög eru nokkur,- en flest þeirra hygg eg að sjeu fremur kraptlítil. Sýslubóka- söjn eru ekki til, svo teljandi sjeu, og engir eru þar al- þýðuskolar í neina stefnu. Liggur þar fyrir mikið óunnið verkefni, sem brýn nauðsyn krefur að fljótlega verði tek- in fyrir. Fræðslulögunum mun fylgt viðlíka og gerist annarstaðar, en lengra er enn ekki komið. Bóklegrar menningar er aðallega leitað til Reykjavíkur, þegar henn- ar er annars nokkuð leitað. Um árangurinn, sem þaðan er aptur fluttur heim í sveitirnar, get eg eigi dæmt, en ó- líklegt er að hann sje svo mikill og h'eilnæmur, að þess vegna megi vanrækja menningartækin heima fyrir. Fjöldi bænda eru í öllum hinum þremur fyr nefndu samvinnufjelögum, þó þeir sjeu enn nokkrir sem gera sig frásneidda og feta sig áfram eptir gömlum villustig- um og vegleysum. Hjer skal nú fara nokkrum orðum um hverja einstaka grein samvinnufjelagsskaparins í austursýslunum. . /. Kaupjjelagsskapurinn er elzta greinin. Ressi fjelags- skapur byrjaði með stofnun Kaupfjelags Stokkseyrar fyr- ir rúmlega 20 árum. Helzti hvatamaður ög styrktarstoð fjelagsins mun Páll heitinn Briem hafa verið, meðan hann var sýslumaður Rangvellinga. Um langan tíma, ept- ir að Páll Briem flutti burtu, mun Pórður Guðmunds- son, alþingismaður í Hala, hafa verið einn af helztu starfsmönnum fjelagsins, en formaður þess nú er Egg- ert Benediktsson, óðalsbóndi í Laugardælum. Frá upp- hafi hefur fjelagið eingöngu verið pöntunarjjelag, og er það enn. Lög þess voru víst samin að ráði Páls Briems og eru þau Ijós, ýtarleg og vel tryggjandi mörg megin- atriði fjelagsskaparins. Frá því fjelagið byrjaði hefur á ýmsu oltið á fjelagssvæðinu með kaupfjelagasamtök og tjölda margt annað, en fjelag þetta hefur lítið breytt

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.