Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Qupperneq 70
64
stefnu sinni og aldrei gefizt upp. Hijóta þar að hafa átt
hlut að máli hyggnir og þrautseigir starfsmenn og fje-
lagar að miklu leyti. Annars hefur Tímaritið fengið ádrátt
um að því verði sent söguágrip þessa fjelags, frá nákunn-
ugum manni, og skal því eigi fleira um feril þess segja
á þessum stað. Viðskiptavelta fjelagsins er ekki mikil,
hin síðari árin hefur hún verið 30 — 40 þús. kr. í útlend-
um vörum.
Kaupfjelagið Hekla er næst Stokkseyrarfjelaginu að
aldrinum til. Fjelagið byrjaði starfsemi sína 1904 og lög
þess voru samþykkt 15. Okt. s. á. Fyrsta árið seldi fje-
lagið útlendar vörur fyrir 32,600 kr., en árið sem leið
nam vörusalan um 180 þús. kr. Framan af hafði fjelag-
ið bæði pöntun og vörusölu með höndum, en nú að
eins vörusölu. Saga fjelags þessa og yngri kaupfjelaga-
hreyfinganna í Árnessýslu er greinilega sögð í Tímarit-
inu IV. ár. (bls. 18—43), af Vigfúsi Guðmundssyni í
Engey, sem alla tíð hefur haft mikil afskipti af Heklu-
fjelaginu. Tel eg því eigi þörf til að endurtaka það hjer.
Fjelagið hefur aðsetur á Eyrarbakka og kaupstjóri þess
þar er Guðmundur Guðmundsson. í stjórnarnefnd þess
eru nú: síra Kjartan Helgason í Hruna, Sigurður Guð-
mundsson bóndi á Selalæk og Guðmundur Jónsson
bóndi í Sandvík.
Kaupfjelagið Ingólfur er yngra en Hekla og stofnað
árið 1907. Frá stofnum þessa fjelags er einnig skýrt í
áður nefndri ritgerð Vigfúsar í Engey. Aðalaðsetur fje-
lagsins er á Stokkseyri, en útibú hefur það á Eyrarbakka.
Fjelagið hafði, í fyrstu, pöntun og söludeild, en nú að
eins vörusölu. Kaupstjóri þess hefur ávallt verið Ólafur
Árnason, áður kaupmaður á Stokkseyri. Eigi hefur held-
ur verið breytt til í stjórnarnefnd og skipa hana enn
sömu menn, er í fyrstu voru kosnir, en það eru þessir
bændur í Rangárvallasýslu: Eyjólfur Guðmundsson í
Hvammi, Einar Jónsson á Geldingalæk og Grímur Thor-
arensen á Móeiðarhvoli.