Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 71

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 71
65 Ingólfur hefur, í sumum greinum, nokkuð frábrugðið fyrirkomulag, þegar miðað er við það, sem annars tíðk- ast í kaupfjelögum. Þannig er t. d. lyðstjórnarfyrirkomu- lagið ekki eins ráðandi og talið er nauðsynlegt, ábyrgð- arákvæðum ekki fram fylgt á venjulegan hátt, og í ýmsu er enn nokkur kaupmennskublær á fjelaginu. Hins vegar er mjer kunnugt, að sumt er að breytast í beinni kaup- fjelagsfarveg, og margir fjelagsmenn hafa fullan áhuga á því, að slíkt megi fljótlega enn betur verða. Lánist þetta, fær fjelagið meira traust og hylli hjá almenningi og kem- ur að enn betri notum. Fjelagið seldi útlendar vörur, árið sem leið, fyrir rúmlega 300 þús. kr. Fjelagið á mikl- ar og vandaðar húseignir, einkum á Stokkseyri, og þar á meðal vörugeymsluhús, sem líklega er stærsta þess- konar hús hjer á landi. * * * Einn örðugleikinn, sem sunnlenzku kaupfjelögin hafa við að stríða, eru hinir vondu uppkomustaðir, eða eig- inlega hafnaleysið, eins og fyr er minnst á. Sökum þessa verður vörukostnaðurinn optlega miklu meiri, en þar sem hafnir eru góðar. Vegna þessa þyrftu einnig fjelög- in að hafa svo mikinn forða af nauðsynjavörum á haust- nóttum, að hann entist fjelagsmönnum fram í lok Maí- mánaðar, árinu eptir, að sínu leyti eins og norðlenzku kaupfjelögin þurfa hins sama með, vegna hafíshættunn- ar. En þetta geta fjelögin eðlilega ekki, fyr en sjóðeignir þeirra duga til að standa á móti vöruforðanum og þeim skuldum, sem á kunna að hvíla fram yfir það, sem hægt er að fá að láni innanlands. Að öðrum kosti yrðu fje- lögin að skulda útlendum umboðsmönnum, en það veik- ir sjálfstæðið og getur spillt allri aðstöðu til góðra kaupa í útlöndum. Kaupfjelög okkar þurfa að geta fullnægtöll- um nauðsynlegum og venjulegum þörfum fjelagsmanna sinna, og að því marki verður alstaðar að keppa með 5

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.