Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 6
4
arnir« tveir nægja hvergi nærri til að bæta úr flutn-
ingaþörfinni. Þó að skip Sameinaða félagsins haldi ef
til vill áfram að sigla hingað til lands, þá fylgir þeim
sá galli, að þau beina verzlun landsins á óheppilegar
brautir, með því að gera viðskiftum við Danmörku of
hátt undir höfði. Allmikil bending um, hvað gera þarf
er það, að sumir helztu heildsalarnir í Reykjavík eru
annaðhvort búnir að kaupa sér skip til millilandaflutn-
inga eða eru á hnotskóg eftir skipum. Þeir skilja hvert
stefnir, að sá sem hefir ship, og vörubyrgi á heppilegum
stað, í hans hendur fellur verzlunin. Það er óhætt að
fullyrða, að skipakaupin eru að verða mikið áhugamál
meðal samvinnumauna. í haust sem leið hreyfði erind-
rekinn þessu máli við ýmsa samlierja sína og var fast-
lega hvetjandi þess, að samvinnufélögin færu að búa
sig undir skipakaup. Og þegar þetta er skrifað kemur
fregn um að Kaupfélagið Hekla hafl ákveðið að kaupa
skip nú þegar og að i einum hreppi í Arnessýslu hafi
bændur lagt fram 7000 kr. í þvi skyni. Þessi dæmi
sýna áhugann. Að líkindum verður sú stefna valin,
að sambandsfélagið eignist skip, nægilega mörg til að
fullnægja brýnustu aðflutningaþörfinni. Með því móti
má búast við að landsmönnum verði sízt sýndur ójöfn-
uður í skipaleigu, eins og nú hefir kveðið ramt að, þar
sem sum þau skip, er til landsins hafa gengið síðustu mán-
uðina, hafa borgað sig einu sinni á missiri. Óheppilegt
væri það, að hvert einstakt félag færi að eiga sína
skútu, þó að slíkar framkvæmdiu séu þakkarverðar nú
á tímum. Sambandið verður að eiga skipin, sum til
millilandaferða og önnur til að flytja varning með
ströndum fram. Þau skip gætu að líkindum farið til
útlanda að öðru hvoru t. d. eftir timbri o. s frv. þegar
minst væri flutningaþörfin heima fyrir.
Fjármál samhandsins verða jafnan mikilvægur liður.
Eins og verzluninni er háttað hér á landi, einkum
verzlun sveitamanna, er hún nokkuð fjárfrek, þar sem