Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 7
5
vörurnar koma ekki á markaðinn, nema tvisvar á ári,
vor og kaust. Hvert kaupfélag þarf þessvegna að hafa
mikil fjárráð til að geta haft nægan vöruforða fyrir-
liggjandi 4 hvaða tíma árs sem er. Svo þyrfti og sam-
bandið að hafa mikið fé handa milli til húsabygginga
og skipakaupa. Menn munu spyrja: »Hvaðan á alt
þetta fé að koma?« Því er íijótsvarað: Að miklu leyti
á það að lco?na frá samvinnufélögunum sjálfum. Hvert
félag leggur í varasjóð nokkuð af sinum ársgróða, nokk-
uð af því, sem færi til kaupmanna, ef ekki væru nein
kaupfélög. Sá varasjóður verður í hverju sæmilegu
félagi tiltölulega fljótt svo mikill, að hann nœgir fynr
ársforða af aðlceyptri vöru. Félag, sem á slíkan sjóð,
þarf ekki að liggja á bónbjörgum með veltufé. Það er
sjálfu sér nóg í fjármálum. Heildsalan kaupir vörur
handa því frá útlöndum og selur vörur þess, þar sem
bezt gegnir, alt gegn borgun út í hönd.
Slíkt fjármálasjálfstæði á að vera hugsjón livers
kaupfélags. Alveg sama máli er að gegna um heild-
söluna. Hún er nokkurs konar yfirkaupfélag, en háð
nákvæmlega sama starfslögmáli. ílún safnar sér lilca
varasjóði, og leggur í hann nokkuð af þeim arði, sem
runnið liefði í vasa stórkaupmanna, ef engin samvinnu-
heildsala hefði verið til. Og sú kemur tíð, að sá vara-
sjóður nægir að miklu leyti fyrir ársútgjöldum heild-
sölunnar. Má benda á, að erlendis eru samvinnufélög-
in viða langt komin eftir þeirri braut. En þess verð-
ur þó alllangt að bíða. Og á meðan verður að fá rekst-
ursfé annarsstaðar að. Par eiga banTcamir að hlaupa
undir bagga, Landsbankinn og íslandsbanki með öllum
þeirra útibúum. Bankarnir eru búðir, þar sem verzl-
að er með peninga. Það er í þeirra þágu, að féð
sé notað og gert arðbei’andi. Hingað til hafa bankarnir
einkum verið fyrir kaupmenn, og kaupmenskuandl
drotnað í þsim. Svo ramt hefir kveðið að þessu, að^
erindreki samvinnufélaganna hefir fengið betri banka-