Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 19
17
’kaupmannaverzlun, með ótal milliliðum, setur á fram-
leiðsluna. Hrossin, sem út eru flutt, eru keypt af sendi-
sveinum umboðsmannanna. Engin flokkun eftir gæðum
á sér stað. Urvalsgripir og kyrkingsbeyglur eru jöfn-
um höndum í sama hópnum. Framleiðendur og hrossa-
kaupmenn reyna eftir föngum að svíkja hverir aðra.
Á leiðinni yfir hafið fer að jafnaði mjög illa um hross-
in, og ekkert eftirlit haft með þeim flutningi af hálfu
yfirvaldanna. Salan erlendis er á sömu bókina lærð.
Ótal milliliðir, gífurlegur söluágóði fyrir þá, en sleifar-
lag á öllum atvinnurekstrinum að því er snertir hag
framleiðenda sjálfra.
ííú i sumar sem leið gerðist allmerkur atburður í
hrossasölumálinu. Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður
fór til Danmerkur, kynti sér allrækilega hrossaverzlun-
ina, hverir eru milliliðir, hverir kaupa íslenzku hest-
ana, hvaða kröfur þeir gera, og hvernig meðferðin er á
hestunum á leiðinni út. Ritaði hann síðan bækling um
málið, svo að það er nú sæmilega ljóst orðið í öllum
aðalatriðum. Mðurstaða J. Þ. er sú, að til óþarfa milli-
liða muni nú fara um 100 kr. af hverjum hesti, sem
út er fluttur. Er það jafnaðartal, af sumum meira,
öðrum minna. Hú eru fluttir út árlega kringum 2000
hestar, svo að endurbætt sölufyrirkomulag ætti að geta
gefið landsmönnum eigi minna en 200,000 kr. í aukinn
arð. Og aðra upphæð, eigi minni, hyggur Jón Þorbergs-
son að hrossaframleiðendur gætu grætt, ef þeir stund-
uðu skynsamlegar kynbætur nokkru meira en gert hefir
verið, og hefðu þá jafnframt hliðsjón af kröfum kaup-
enda. Verkefni samvinnufélaganna í hrossasölumálinu
er þá það tvent: að hækka verð hrossanna með vöru-
vöndun, og með því að fækka milliliðum. Áætlaður
ágóði fyrir framleiðendur ætti að geta orðið um 100 kr.
pr. hest á hvoruni þessara liða, eða líklega fram undir
hálfa miljón króna. Og þessi hagnaður er tæplega
áætlaður of hátt. Að minsta kosti er hann ekki nema
2