Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 20
18
í samræmi við það, sem samvinnufélögunum liefir áunn-
ist með aðrar landafurðir, þar sem beitt hefir verið
vöruvöndun og eðlilegu sölufyrirkomulagi..
Rétt er að geta þess, að för Jóns H. Þorbergssonar
liggur enn óbætt hjá garði samvinnumanna. Hann réð-
ist i förina upp á eigin spítur með örlitlum styrk frá
Búnaðarfélaginu. Kaupfélögin í hrossaræktarhéruðun-
um hefðu átt að sjá sóma sinn í að greiða nokkurn
hluta ferðakostnaðarins, þó að eigi bæri þeim laga-
skylda til. Siðferðisskyldan hefði átt að vera þeim mun
þyngri á metunum, að launa vel það sem vel var gert,.
og liafði svo stórvægiiega fjárhagsbætandi þýðingu..
Menn geta engu verulegu til leiðar komið, meðan þeir
kasta krónunni til að spara eyrinn. Er hér fremur
minst á þessa hlið til að vekja eftirtekt á skaðlegri
sparsemdarhneigð sumra samvinnumgnna, lieldur en að
gert sé ráð fyrir að hlutaðeigandi félög muni héðan af
bæta úr vangá sinni. Sennilegast að sambandskaup-
félagið geri það, þótt síðar verði.
För Jóns Þorbergssonar og ritlingur hans hafa ýtt
við málinu, komið því á dagskrá, svo að nú mun verða
unnið ósleitilega að frekari rannsóknum og siðan hafist
handa með framkvæmdir: Yöruvöndun og fœlckun milli-
liða.
Hallgrimur Kristinsson, erindreki samvinnufélag-
anna hefir mikinn áhuga á þessu máli, og er nú helzta
vonin sú, að undir lians yfirumsjón verði komið góðu
skipulagi á útflutning íslenzkra hesta. Má og geta þess,.
að nú um stund hefir einn úngur og efnilegur sam-
vinnumaður, sem líklegur er til framkvæmda á þessu
sviði, stundað nám erlendis undir handarjaðri erindrek-
ans. Mætti vænta, að eitthvað verulegt yrði gert í
þessu máli nú í sumar, jafnvel þó að ekki verði tifi
muna íiutt út af hestum á því misseri.
Nú skal að síðustu vikið fáeinum orðum að því.
hvert stefnir í þessu máli.