Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 30
28
verða eigendur þeirrar stofnunar, sem þeir vinna i.
Þetta kerfi liefir tvo mikla kostí. Það gerir verka-
mennina miklu kappsamari og afkastameiri við starf
sitt, af því laun þeirra eru beinlínis komin undir því,.
hvernig þeir leysa störf sín af hendi. Og það eykur
sparsemi meðal verkamanna, af því að nú geta þeir
fengið háa vexti af fé því, sem þeir spara saman, og
sparnaðurinn ryður þeim hæga leið upp í hóp auð-
mannanna. Verkamenn fá rétt til að endurskoða reikn-
inga fyrirtækisins og síðar þáttöku í stjórninni. Þetta
kerfi hefir verið reynt víða, t. d. hefir ameríski stál-
hringurinn innleitt það. Kerfið á bezt við þar, sem ágóð-
inn er mjög liáður dugnaði verkamannanna, og það
yrði því erfitt að hugsa sér atvinnugrein þar sem það-
ætti betur við en í íslenzkum sjávarútvegi. Erlend
reynsla sýnir, að þessi kaupgreiðsluaðferð getur orðið
til mikils hagnaðar ekki aðeins fyrir verkamenn og
þjóðfélagsheildina, lieldur einnig fyrir vinnuveitendur.
En það er nærri óhugsanlegt að hægt yrði að koma
þessu keríi á á Islandi, nema með velvilja útgerðar-
manna í garð sjómanna; og það yrði ómögulegt að
halda því við líði, nema að samkomulagið milli verka-
manna og vinnuveitenda sé gott. Erlendis hefir þetta
launakerfi oftast strandað á einhverjum æsingum eða
ósanngjörnum kröfum frá verkamanna hálfu.
Verkefni handa verkamannafélögunum væri það
einnig að lialda góðu skipulagi á vinnumarkaðinum. Ef
framboð á vinnu er of mikið á einhverjum stað, að
senda þá fólk burt þaðan þangað sem þörf er fyrir það.
Það væri eins þörf á þvi, að verkamannafélögin ynnu
að því að efla sparsemi, ekki einungis meðal sinna með-
lima, heldur ynnu þau einnig móti óhófi ríka fólksins.
Þegar menn álykta að ekki sé heppilegt að iaunin séu
jöfn, er það ekki út frá þeirri hugsun, að það sé til
þjóðþrifa að neinn lifi óhófsömu lífi, lieldur út frá því,.
að það sparist meira. Það, sem áynnist með þessu,.