Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 31
29
yrði fjársöfnun meðal verkamanna, og að meiri auður
yrði lagður í framleiðsluna og sem spyrði eftir yinnu
.og hækkaði vinnulaunin.
Hin þjóðlega verkamannahreyfing, sem Lasalle hóf
á Þýzkalandi, var að ýmsu leyti ekki fjarlæg því, sem
hér hefir verið bent á að mætti gera. Lasalle leitaði
samkomulags við Bismarck, og það er sannað, að Bis-
marck var reiðubúinn að styrkja þessa hreyfingu. En
þá dó Lasalle 1864. Áhangendur hans voru höfuðlaus
her og með fölskum loforðum og ginningum tókst Marx
og félögum hans að lokka þá yfir til sín.
Horfur. Fram um síðustu aldamót breiddist félags-
hyggjan út með miklum hraða í löndum þar sem hún
náði inngöngu. Hún virtist vera óstöðvandi flóð, og
það virtist aðeins vera tímaatriði, hvenær öll fram-
leiðslutæki yrðu gerð upptæk með valdi og sameignar-
þjóðfélagið sett á stofn. En nú er þetta breytt. Flokk-
urinn er að visu víðast hvar í vexti, en alt æskufjör
er flokkurinn búinn að missa. Á Frakklandi er flokk-
urinn sundraður í klíkur, sem hafa jafnvel barist inn-
byrðis við kosningar, og allir beztu mennirnir eru
gengnir úr flokknum. I Noregi hefir verið stofnaður
'borgaralegur flokkur, sem keppir við félagshyggjumenn
og leitar atkvæða meðal verkamanna. Þessi flokkur
gengst fyrir verkamannalöggjöf í Noregi, ræður yfir
ýmsum af beztu þingkröftum Noregs og er í miklum
uppgangi. Þegar enskir verkamenn stofnuðu sérstakan
flokk fyrir skömmu siðan, var það ekki félagshyggju-
flokkur og ekki verkamamiaflokkur, heldur óháður
míwiwflokkur. Áður var engin feyra í bókstafstrúna á
Marx og flokksaginn var meiri en áður hafði þekst i
flokk. Þetta er nú breytt. Menn hafa leyft sér að
ganga úr flokknum, setja sig upp á móti flokksstjórn-
inni, og á Þýzkalandi er flokkurinn orðinn klofinn um
utanríkispólitík. Vegna stéttarbaráttunnar og fjandskap-
arins gegn þjóðfélaginu hefir flokkurinn orðið að neita