Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 39
37
íslenzku verzlunina alla. Hugsum okkur að 6 þús.
manns séu við hana riðnir eins og er. Þá elur þjóð-
félagið í raun og veru önn fyrir 4 þúsund ómögum án
þess að veita því eftirtekt.
Gerir ekkert til þótt tölur þessar séu gripnar úr
lausu lofti. Hlutföllin munu vera þau, að 2/3 þessarar
stéttar gætu sparast með heilbrigðu fyrirkomulagi.
Og hvað kemur nú til að alt þetta blessað fólk
velur sér þessa atvinnu, þessa lífsstöðu? Jú, það er
nú sitt af hverju. Mannlegur gróðahugur fyrst og
fremst, ósköp lítil sérhlífni við önnur karlmannlegri
verk, svo sem sjómensku, sveitavinnu. En hefir það
þá þekkingu til þess, fjármagn til þess? Þekkinguna
veit eg nú ekki ura, það er sjálfsagt. En fjármagn
þarf það ekki. Og hvað kemur til: Umboðssalarnir,
heildsalarnir, stórkaupmennirnir.
Þessir menn eru líka orðnir fjölmennir i landinu,
og auðvitað vilja þeir, hver um sig, selja sem mest.
En nú heitir svo, að þeir selji kaupraönnum einutn eða
þeim, sem hafa verzlunarleyfi, og þess vegna er það,.
að liverskonar vörur liggja á lausu fyrir hjá stórkaup-
mönnunum með einhverjum gjaldfresti, því að sjálfir
munu þeir nota gjaldfrest hjá þeim, sem þeir selja fyrir,
meðan auðæfin eru ekki meiri en það, að þeir sjái sér
hag að honum.
Verzlana-aragrúinn rís upp jafnsnemma og heild-
salan flyzt inn í landið. Er þetta ofboð eðlilegt. Nú
er hægara um vik að ná til milliliðanna, þarf ekki
lengur svo mikið sem bréfaskriftir á erlendu máli. Og
annað. Síðan þessir milliliðir settust að hér heima, hefir
þeim fjölgað afskaplega, svo að orðið mun þröngt um
þá sjálfa. Þess vegna varð þeim þetta úrræði, að greiða.
fyrir fjölgun verzlananna, fjölga þeim sem selja.
Manni hefir orðið skrafdrýgra um alt þetta óafsak-
anlega mannfreka fyrirkomulag fyrir þá sök, að þetta
á sér stað hjá þjóð, sem ekki hefir efni á eyrisvirði tiL