Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 46
44
Það verður ekki tölum talið hve mikið landið á
að þakka þeim fáu smásöluverzlunum, sem sjálfar hafa
getað annast innkaup sín, verzlununum sem hafa getað
sneitt hjá þessum milliliðum, og eiga þá sjálfstæð inn-
kaup kaupfélaganna sömu þakkir skildar, síðan þeirn
varð komið á.
Og væri það nú að undra, þótt unnið yrði að því,.
að þessi tröllaukna okrunaraðstaða yrði látiu daga uppi
í Ijósi þeirrar þekkingar, sem fengin er um hana sjálfa
og um það, hvernig viðskiftunum megi koma fyrir, svo
að heilbrigt megi heita.
Samvinnustefnan.
Hér að framan liefir verið leitast við að sýna fram
á það í hverju verzlun landsins sé ábótavant.
Ein sökin sé lijá fólkinu, sem gangist oft og einatt og
um of fyrir stundarhagnaði, en aðalorsökin sé þó skipu-
lag það sem hin frjálsa samkeppni liefir skapað, þar
sem milliliðirnir séu hvorttveggja: óhæfilega margir,
smákaupmennirnir, og afdýrir, stórkaupmennirnir.
Og at' því að vitrustu og óeigingjörnustu -mönnum
kemur saman um, að svona sé þessu farið, þá er lagt
út á nýjar brautir, menn kasta trúnni á hina frjálsu
samkeppni en aðhyllast samvinniistefnnna.
Um samvinnustefnuna er fengin mikil og góð-
reynsla i öðrum löndum. Hér á landi er hún mjög að
ryðja sér til rúms, og þó einkum í seinni tíð, síðan að
menn fóru að sjá millliliðaauðinn hrúgast upp fyrir
augunum á sér.
I liverju er nú samvinnustefnan fólgin?
Hún er fólgin í því, aö fieir scm lcaupa og selja eiga
verzlunina sjálfir.
Mönnum verður á að spyrja, hvers vegna þessusé
ekki lengra komið en er hér landi.
Til þess liggja ýmsar orsakir.
9