Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Page 49
47
þarf sérstaka mentastofnun til þess að tryggja sam-
vinnuverzluninni hæfa menn.
Og það þarf meira.
Það þarf að launa þeim vel. Ekki með gamla lag-
inu, svo að þeir þui’fi að selja sig einhverri aukaiðju
eða hafa brögð í tafli til að hafa í sig og á.
Verði þetta gert, er sigurinn vís, sá sigur, að ís-
lenzka verzlunin verði heilbrigð.
Er þetta ekki sagt út í bláinn, heldur styðst það
við fullkomna reynslu annara landa, þar sem samvinnu-
félagsskaparins hefir notið við.
Landssjóðsverzlun.
Þeir menn eru hér til sem ympra á þvi, að landið'
ætti að taka að sér alla verzlunina, það ætti að koma
framleiðslunni i peninga og útvega landsmönnum alt
það, er sækja þyrfti út úr landinu.
En sú skoðun mun eiga fáa stuðningsmenn sem
vonlegt er.
Agnúarnir á því fyrirkomulagi svo stórvægilegir
og auðsæir fyrirfram.
Þroskinn ekki kominn á það stig, að óhætt mætti
treysta því að hvergi yrði lát á þeirri trúmensku og
drenglyndi sem þyrfti til þess, að alt færi vel úr hendi
um svo stórfelt vandaverk undir einni stjórn.
Ekki óhugsandi að sískiftandi stjórnmálayfirtök
reyndu að grípa inn í um slíka allsherjar landsverzlun
sér til stuðnings á einhvern hátt, og sjá menn í hendi
sér hverjar mundu afieiðingarnar.
Auk þess er ótalinn sá agnúinn, að þetta fyrir-
komulag útilokar með lögúm samkeppnina. En liún er
það sem æfinlega verður mönnum drýgsta aðhaldið, og.
hjálpar þeim til þess að fá sem mestu áorkaðA hverjui
sviði sem er.