Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 58
56
hinar pólitísku niðurstöður, að varlegast er, að spá engu
um þær, enda taka þær ekki beinlínis til okkar íslend-
inga, því okkur varðar það t. d. litlu, hvort Rín skiftir
löndum framvegis milli Frakka og Þjóðverja eða ekkí,.
o. s. frv. En sem grein á menningarstofni heimsins
varðar okkur það miklu, hvorir aðilanna mega sín
meira að lokum í þessari raun, því búast má við, að
þeir skapi sér öllu betri aðstöðu til að hafa áhrif á
viðskifti og aðra menningarstrauma, en keppinautarnir.
Nú er það altaf að koma berlegar í ljós, að Þjóð-
verjar og Englendingar séu aðalkeppinautarnir í stríð-
inu, og kemur það mjög heim við þá tilgátu um tildrög
þess, sem bent er á að framan Þar var og í nokkrum
dráttum bent á hinar ríkjandi hermálastefnur Þjóðverjaj
og hvað fyrir þeim vekti á því sviði. — Þá stefnu hóf Bis-
marck, og samverkamenn hans, og hún hefir sameinað
þjóðina með harðri hendi, og gert hana að stórveldi á
styttri tíma, en dæmi eru til áður um nokkra þjóð, en
hún hefir jafnframt gegnsýrt svo allan liugsunarhátt þjóð-
arinnar, á öllam sviðum þjóðlífsins, að engum vafa er
bundið, hverju við mætti búast, ef þeir yrðu sigurveg-
arar: Þýzk menning, með sínu liermenskusniði, vrði
þá látin setja sitt mót á alt mannfélagsskipulag’); þá
yrði »vopnaður friður* undir ægivaldi hins þýzka lier-
afia — að minsta kosti um stundarsakir.
Til samanburðar er að líta á menningarstefnu
Englendinga. Um áhrif hennar út á við má helzt gera
sér hugmynd af nýlendumeðferð þeirra, og verður ekki
annað sagt, en þeim hafi tekist öðrum þjóðum betur r
því, að koma umbótum og menningu fram í hjálendum
sínum, þótt hinu verði eklci néitað, að þeir liafi notað'
þær til að hafa arð af fyrir heimalandið. í hermálunn
hafa þeir um langt skeið verið á öndverðum rneiði við’
‘) Sbr. valdboð um þýzkanám í Holstein-Slesvík og Elsass-
Lotbringen.