Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 66
64
iþótti leiðinlegt að vera hálfir yíir í kaupmannsbúðinni.
Þeir vildu vera sér sjálfum nógir. En til að geta það,
varð að breyta pöntuntarfélaginu í kaupfélag. Búðin
varð að vera opin alla daga og hafa jafnfjölbreyttan
varning eins og kaupmannsbúðirnar. Sumstaðar hafa
menn reynt að blanda saman pöntunarfélagi og »sölu-
. deild«, en ekki gefist vel. Það er að setja nýja bót á
gamalt fat. Kaupfélag Eyfirðinga er fyrirmyndin á
hinum nýja vegi, og gengi þess bregður ljóma yfir fyi’-
irkomulagið. Enginn vafi virðist leika á því, að innan
skamms verði samvinnuverzlanirnar flestar eða allar
með því sniði, hvarvetna á landinu.
Þessi breyting leiðir til þess, að þar sem samvinnu-
félög þrífast á annað borð, verða þau öflugri, af þvi
að þau fullnægja viðskiftaþörfinni betur en pöntunar-
félögin gömlu. En þau verða líka mannfrekari. Kaup-
félagsstjórinn getur ekki lengur haft starf sitt að auka-
starfi. Hann verður að vera þar allur. Og það er ekki
nóg. Hann þarf nokkra fasta starfsmenn, sem allir
verða eins og hann að hafa búið sig undir starfið, svo
að þeir standi feti framar en stéttarbræður þeirra í
kaupmannsverzlununum.
Hvert hinna gömlu félaga hefir þannig smátt og
smátt mikla þörf fyrir sérmentaða starfsmenn. Enn-
fremur þau héruð, sem ekki eru enn komin inn á sam-
vinnubrautina, en ætla að gera það, hvenær sem þau
fá álitlega forgöngumenn. í þriðja lagi er heildsalan
fyrirhugaða og skrifstofur hennar erlendis. A öllum
þessum stöðum vantar starfsfólk, sem er vaxið þeim
vandasömu störfum, sem fyrir hendi eru.
Menn kunna nú að segja að það komi ekki sam-
vinnuskólahugmyndinni við, þó að kaupfélögin færi út
kvíarnar. Þau geti fengið nóga starfsmenn úr Verzl-
unarskóla íslands o. s. frv.
Þetta segja allmargir menn, það er satt. Sumir
segja það í heilagri einfeldni, en aðrir af yfirdrepsskap.: