Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Blaðsíða 74
72
verið lögð á hér á landi. Það er mruþetckmgin. Svo
ramt kveður jafnvel að þessu, að sumir þeir kaupsýslu-
menn hér á landi, sem nafnkendastir eru fyrir gróða:
og gengi, eru mjög ófróðir í þessum efnum, svo að þeim
er mikill bagi að. Má þá nærri geta að ekki sé alt
með feldu um smærri spámennina.
En samvinnumenn verða að liugsa hærra. Þeir
verða að kappkosta að kunna sína iðju sem allra bezt.
Dálitla byrjunarþekkingu i þessu efni má veita í skól-
anum með miklu sýnishornaúrvali. Jafnframt yrðu
námsmennirnir að eiga greiðan aðgang að heildsölunni,
og samvinnubúð, sem væntanlega rís upp í Reykjavík,
innan skamms. Þeir yrðu að skilja til fullnustu alt
skipulag samvinnufélaganná og kynnast því verklega.
Yfir sumartímann, þá mánuði sem skólar ekki starfa
hér á iandi, er mest þörf fyrir aukið starfsafi við verzl-
unina hér á landi. Þá gæti yfirstjórn samvinnumál-
anna komið námssveinunum, að minsta kosti flestum,
að atvinnu í kaupfélagsbúðum víðsvegar urn land og í
heildsölunni. Með því rnóti fengju þeir undir eins verk-
lega æfingu, jafnhliða bóklegu fræðslunni. Þar að auki
er sennilegt, að samvinnuskólinn yrði síðar rneir að
krefjast þess af öllum, sem þar vildu nema, að þeir
hefðu í eitt til tvö misseri unnið i samvinnubúð.
Þegar slikt skipulag er komið á, ræður stjórn sam-
vinnumálanna yfir miklurn og sæmilega æfðum mann-
afla. Tækifæriu væru rnörg, og hver og einn yrði að
vinna sig upp, byrja í lægstu stöðum í kaupfélagsbúð-
unum og á skrifstofum sambandsins hér á landi og er-
lendis. Hækka síðan el'tir þvi sem reynslan mælir með
þeim. Yrði þess þá skamt að bíða, að samvinnuhreyf-
ingin hefði í sinni þjónustu nægilega marga menn tii
að halda uppi málstað sínum, bæði utan lands og inn-
an. Komið gæti til mála, ef landsverzlun yrði hér sið-
ar meir með einhverjar þær vörur, sem annars eru i
höndum »hringac (kol, salt, steinolia), eða ef landið