Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Síða 79
77
Vel þeir, sem minst eru efnum búnir, geti átt nóg tæki-
færi til þess að þroska og fullkomna alla góða og fagra
meðfœdda hœfileika sina. Það virðist vera mjög kær-
fcomin hugsun þeim, sem valið hafa sér það hlutskifti
að berjast móti skynseminni og jafnaðarstefnunni, að
ætla að jafnaðarmenn vilji gera alla andlega jafna, og
þá einkum fara að líkt og óvætturinn í grisku goðsögn-
inni fór með þá sem háir voru. En þetta er svo fjarri
sanni, að við jafnaðarmenn viljum einmitt gera menn
ójafna og skal það nú skýrt nánar.
A lágu þroskastigi eru mennirnir hver öbrum
mjög líkir, en því meira sem menningin vex, þ. e. því
meira sem einstaklingarnir fá tækifæri til þess að
þroska þær gáfur sem eru sérkennilegar fyrir þá, því
ólíkari verða mennirnir hver öðrum. Eins og nú er,
eru einstaklingarnir lýðlandanna hver öðrum líkir í
mentunarleysinu og fáfræðinni, en því meira sem jafn-
aðarstefnan vinnur á, því ólíkari verða þeir. Jón í
Þórormstungu mun liafa verið í litið meiri metum í sveit
sinni, en hver annar bóndi þar, en fæddur í þjóðfélagi,
þar sem fátæktinni var útrýmt, mundi hann ef til vill
hafa getað orðið heimsfrægur. Og sveitungi Jóns, hvers
al-gleymdu bein nú máske liggja á afviknum stað undir
grænni torfu, hefði i jafnaðarstefnu-ríki orðið lands-
þekt tónskáld, sem jókgleði þúsundanna, þó ekki nytu
aðrir nú hinna sérstöku gáfna hans en þeir, sem heyrðu
hann draga bogann yfir streng langspilsins.
III.
Það var alment útbreidd trú í Kína, og er það ef
til vill að nokkru leyti enn, að hvítu trúboðarnir stingju
augun úr smábörnum og hefðu þau við tilbúning ljós-
myndavéla.
I Róm gengu sögur af svivirðilegu siðleysi, sem
sagt var að hinir fyrstu kristnu fremdu, og kölluðu