Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Side 85
83
herjarlyf við öllum stærstu meinum þjóðfélagsins og
álíta hvor um sig sitt lyf hið eina óbrigðula«. Ofar á
sömu bls. segir höf.: »En þeir (þ. e. við útgefendurnir)
hafa ekki einungis fundið meinin. Þeir hafa líka með-
ulin á reiðum höndum, og lyfseðlarnir eru þrír«.
Tilgangur Þ. Þ. er auðsýnilega sá, að blekkja les-
endur sína með því, að hið umrædda rit ætti að vera
eingöngu málgagn fyrir þær stefnur, er hann nefnir.
Gat hann þó séð, að jafnvel í fyrsta heftinu var hreyft
mörgum alóskildum málum, t. d. skólamálum o. fl. En
kynlegust er þröngsýnisaðdróttun höf. í þessu sambandi.
Hann segir um tvær af þessum stefnum, að fylgifisk-
arnir álíti hvora fi/rir sig allra meina bót. Þetta á að
sýna frámunanlega þröngsýni. En hvernig gat þetta
komið þeim mönnum við, sem ko'mu sér saman um að
búa í einu tímariti, ekki einungis með þessar þrjár ólíku
stefnur, heldur með mörg önnur framfaramál? Varð
þeim með réttu brugðið um blinda trú á eitt allsherjar-
lyf? Sjaldan hefir ásökun verið bygð á minni rökum.
Tilgangurinn með slíka tímaritsstofnun hlaut að vera
auðsær, hverjum sæmilega skynsömum manni. Utgef-
endurnir höfðu eTcld neitt allsherjarmeðal. En þeir vildu
lofa þeim nýjungum, sem efstar voru á baugi erlendis,
að berast til Islands svo að þjóðin kyntist þeim og
gæti notað úr þeim, það sem reynslan sýndi að var til
bóta. Misskilningurinn er hér á hæsta stigi, þegar í
byrjun ritdómsins. Astæðan líklega sú, að Þ. Þ. hefir
verið vanur að heyra einstökum fylgismönnum þessara
kenninga borna á brýn þröngsýni, og fundist sjálfsagt
að hafa það eftir. Dómgreindin ekki verið nægileg
til að sjá, að á þessum stað var ásökunin, vægast sagt,
utan við efnið. Önnur meinloka kemur fram í þessum
hluta greinarinnar, sú, að tímarit, sem fjallar um þess-
ar umræddu stefnur, geti eTcki verið frœðirit. »Kenn-
ingar þeirra eru því ekki beinlínis heppilegasti grund-
völlurinn til að byggja fræðslurit á, það gefur ekki sem
6*