Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1917, Qupperneq 86
84
iDeztar vonir um að fræðslan verið óhlutdræg*, segir
Þ. Þ. Og litlu síðar flnst honum eðlilegt að greinar um
þetta efni byggist fremur á trú en skoðun o. s. frv.
Maður gizkar fljótlega á, hvað í hans augum muni vera
sanni grundvöllurinn, nl. auðfræði auðvaldsinna. En
jafnvel frá sjónarmiði þeirra manna, sem þannig hugsa,
er ályktunin meir en vafasöm. Þá mættu ekki aðrir
en þeir, sem fjandsamlegir væru þessum stefnum, rita
um þær. Látum svo vera að Þ. Þ. vilji hafa einka-
rétt til að fræða þjóðina um sina stefnu. En þá er
varla sanngjarnt að meina öðrum mönnum að fræða um
þær kenningar, sem þeir bera betur skyn á en hann,
af því að þeir geta unnað þeim sannmælis. Utgefend-
ur Eéttar gáfu heldur ekkert tilefni til þessa misskiln-
ings, svo sem með því að þykjast lílca vilja vera mál-
svarar aflamannanna (kapitalista). Þ. Þ. og hans skoð-
anabræðrum var þess vegna opin leið að halda úti eins
rnörgum blöðum og tímaritum og þeir vildu, til að fegra
þá hliðina. Réttarmenn skiftu sér ekkert af þvi máli,
en neita hinsvegar harðlega, að Þ. Þ. hafi nokkurn
»rétt« til að banna þeim að rita um verðhækkunar-
skatt, jafnaðarmensku og samvinnu, á þeim grundvelli,
sem forvígismenn þessara hreyfinga hafa sjálflr markað.
Þannig endar Þ. Þ. almenna kafla greinar sinnar.
Maður skilur af þeim dæmum, sem nefnd voru í upp-
hafi þessarar greinar og af árásum þeim, sem kaup-
mannasinnar hafa nú nýverið gert á samvinnustefnuna
í Vísi, ísafold, Landinu, Eorðurlandi og ef til vill fleiri
blöðum, að ritdómur Þ. Þ. er ekki einangrað fyrirbrigði.
Hann er lítil grein á stóru tré. Þjóðin er að skipast í
flokka, þar sem sumir fylgja auðnum og aflamönnunum,
en aðrir auðsjafnandi endurbótastefnum nútímans. Það
er ofurskiljanlegt að aflamönnunum og þeirra fylgifisk-
um þyki mikils um vert að verja sérréttindi sín. Skulu
hér tilfærð nokkur dæmi, sem sýna bæði endurbóta-
þörfina, sé litið á málin frá sjónarmiði almennings, og